9.9.2008 | 18:01
Whats new!
Ég bloggaði í dag en færslan hvarf á einhvern dularfullan hátt. !!
Helgin mín var voða indæl. Ég átti reyndar þriggja daga helgi þar sem ég var veik á föstudaginn. Ekkert alvarlegt, var bara ekki að meika öskrandi börn þennan dag (þau eiga það nefninlega til að öskra soldið mikið stundum). Var bara heima að slappa af. Var að hugsa um að gera eitthvað að viti heima hjá mér en þá hefði ég fengið hausverk þannig að ég lá bara í sófanum. Luvely.
Laugardagurinn var lagður undir fótbolta. Fyrst á Eskifirði og svo í Shell skálanum þar sem landsleikurinn var sýndur. Þar fengum við okkur kjúkling af því að Stefán var búinn að gleyma (og hafði ekki sagt mér frá því) þvi að við vorum boðin í mat hjá Þorgeiri og Hlín. Við komum aðeins of seint og aðeins of södd en borðuðum samt hjá þeim mat og allan eftirmatinn (sem var rosalega góður). Þar ræddum við dagskrá æskulýðsfélags og æfðum svo Stefán Boga í að leika í actionary þar sem hann er að fara að taka þátt í útsvarinu í vetur. Í actionaríinu komumst við að einu. Það er best að vera með mér í liði ´
Við skelltum okkur svo í sunnudagsbíltúr á sunnudaginn. Ákváðum að leita eftir Egilsstaðabæ í Fljótsdal þar sem Gunnar vinur Stefáns er fæddur (og foreldrar hans búa). Fyrst fórum við á Skriðuklaustur að skoða Gunnarsstofu og fornleyfauppgröft. Þar fundum við reyndar bróður Gunnars hann Egill. Við þurftum að leita svolítið en á endanum fundum við Egilsstaði (þó að bærinn hafi verið ómerktur). Og þar fundum við líka Gunnar sem var að láta pabba sinn gera við bílinn sinn. Svona eru pabbar hentugir. Þess vegna er ég að reyna að selja bílinn minn...af því að pabbi er ekki á staðnum til að segja mér hvað ég á að gera við hann.
Kústur er týndur, strokinn eða dauður. Hann hefur ekki komið heim síðan fimmtudaginn 28.ágúst 2008. Ég er búin að hringja í dýrahirðinn og spyrja um hann en dýri kannaðist ekkert við köttinn. Vona að hann skokki ekki yfir á Seyðisfjörð. Þeir eru að fara í átak gegn villiköttun í bænum og þó að minn sé með ól og sé ör og eyrnamerktur þá trúi ég þessum seyðisfirðingum alveg til að lóga kettinum. Veit ekki af hverju en ég hef bara ekki mikla trú á dýramálum seyðfirðinga.
En við erum að dunda okkur við að setja upp myndir. Erum með gifsveggi og þar af leiðandi einhverja sérstaka gifstappa til að setja í vegginn. Þeir eru að gera Stefán Boga brjálaðann þar sem þeir eru ekki að virka eins og hann vill að þeir virki. En myndirnar eru á leið á veggina. Þá get ég farið að setja inn almennilegar myndir af fínu íbúðinni minn sem og fína lampanum mínum. Vibbsídú.
Já og það er alveg gaman í vinnuni minni. Nú er bara að setja sér markmið
Athugasemdir
Hæ Skvís!
Það er alltaf svo gaman að heyra frá þér. Leitt með Kúst, hann kemur vonandi í leitirnar fjótlega.
Elín (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 11:58
Kveðja héðan úr borginni, gaman að fylgjast með ykkur hjónaleysunum á Egilsstöðum. Vona að Kústur komi í leirtinar
Erna Björk (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.