15.9.2008 | 20:24
Kind
Jeeeeeeeesssssssssssssss Ég er loksins komin með smá sveitamennsku í mig. Við Stefán fórum í smá réttir í gær. Kíktum í heimsókn á Hrafnabjörg 1 þar sem föðurbróðir Stefáns býr. Þau hjónin voru að smala einhver heimalönd á laugardaginn og voru að draga lömbin þar sem 130 stykki áttu að fara í sláturhús í dag. Við mættum á staðinn og fylgdumst aðeins með en svo hættum við okkur nú innfyrir og reyndum að gera eitthvað gagn. Stefán dró nokkur lömb en ég krækti í tvær rollur sem ég dröslaðist með langa leið til að skilja þær frá Hrafnabjargar rollunum. Komst að því að rollur eru nautsterkar !!! En ekki eins sterkar og ég Þessar tvær rollur sem ég dröslaðist með voru heldur ekki með horn til að halda í þannig að ég þurfti að halda í ullina. Gaman að því. Mér fannst þetta geðveikt gaman. Svo vorum við að reka lömbin inn í hús og þau voru nú ekkert á því að hlýða. Tvö sluppu framhjá Stefáni og ég hló gífurlega að honum. Síðan bara ákváðu þau bara öll að ráðast á mig og hlupu mig næstum niður. OK þær komu nú ekki einu sinni við mig en þær hlupu rosa hratt framhjá mér og þær eru nú ekki það skarpar allar þannig að það hefðu nú einhverjar getað gleymt að beygja og hlaupið á mig. En þá hlógu allir að mér. Gott á mig. Nokkrar myndir.
Fullt af kindum (og Jónas bóndi). Ég dröslaðist með kindurnar mínar tvær alveg alla þessa leið Macho me
Stefán Bogi og lamb. Var að hugsa um að setja inn texta þar sem fram kæmi að þessi mynd hefði verið tekin rétt áður en lambið henti honum af og ofaní drulluna. En Stefán Bogi sagði að það væri ljótt að plata...
Þessi í miðjunni er í mínum augum rauðhærð og hún heitir núna Friðrik....
Þetta er flottasta kind sem ég hef séð. Hún er mögótt (í öðrum landshlutum er hún sögð vera golsótt). Mér fannst hún bara svo flott....í nútíma kindamáli er hún örugglega rokkaramögótt....
Það á eftir að smala og rétta meira á Hrafnabjörgum. Vona að ég geti komið að einhverju gagni þegar af því verður
Kv. Heiðdís sveitastelpa
Athugasemdir
rollan Friðrik er hreinasta snilld :-)
Tóta (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 23:09
Meee.... ;)
Ætlaði einmitt að kommenta á það sama og Tóta!!! Mér finnst rollan Friðrik langbesta myndin!!
...og þú hefðir bara átt að segja að stuttu seinna hefði hin rollan reynt að henda Stefáni af baki og við hefðum bara mátt ímynda okkur hvernig það hefði farið... þá hefðiru ekki logið neinu en við getað séð Stefán Boga fyrir okkur í drullunni... or not!!! hehehe
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:20
dsgtgdcdcfffcccdfdyyeegtecgeftffffg tygfgtt73y4t3tterfddddddddd mn ffftgdedtgjtexg23b23v
dcgbvdcvdhdfffbbbfhuijggggggggghhhhbbbthtrjbthggbvbgbh<GbVT
(Mér finnst myndirnar af meme rosalega flottar!!!)
Kveðja Fannar Smári
Fannar Smári (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:24
Þessi Golsótta er langflottust, enda líka í hvítum sokkum. ég held bara áfram að öfundast með að komast ekki í réttir.
Kveðja Lauga
Lauga (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 15:16
Venjum okkurá að segja sauðfé eða bara fé. Þessi ær er afar falleg,í hvítum sokkum. Burt með allt rollutal úr málinu.
Margrét (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.