29.9.2008 | 18:18
Rænt !
Mér hefur verið rænt. Ég var að koma úr vinunni áðan þegar brúnn skoda skrensar við hliðina á mér og út stígur maður grimmilegur. Hann grípur í mig og hendir mér í framsætið á bílnum. Einhver snillingur hefur sett barnalæsingu á hurðina þannig að ég kemst ekki út.... ég er föst í þessum leðurklædda bíl.
Grimmilegi maðurinn er stór og mikill þó að hann virki ekki mjög kraftalegur. Oh ef hann hefði ekki komið mér á óvart þá hefði ég pottþétt ráðið við hann. Hann er með zorro skegg, klæddur í nýlegar gallabuxur og prjónapeysu með vasa á bakinu. Þar geymir hann örugglega einhver hræðileg vopn sem nota á til að pynta mig !
Vondi maðurinn reykspólar af stað og brunar sem leið liggur....ég veit ekkert hvert hún liggur. Eftir langar tvær mínútur tekur ræninginn handbremsubeygju inn á drungalegt bílastæði. Ég veit hvar ég er !!! Þetta er skrifstofan hans Stefáns....ræninginn ætlar örugglega að halda mér við gluggann með hníf að hálsinum á mér og byssu að höfðinu og heimta peninga eða eitthvað annað gagnlegt (eins og hjólið mitt eða gönguskóna!).
Hann fer úr bílnum og stormar að minni hlið, rífur mig út úr bílnum og dröslar mér framhjá glugganum. Ætlar hann að fara inn og hóta Stefáni ?? NNNNNNNEEEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIII
Þetta er Stefán og hann er að neyða mig til að aðstoða sig við að taka til á skrifstofunni sinni....hvílík örlög fyrir unga fagra konu í blóma lífsins.....
Athugasemdir
Oh my precious little idiot
Hugrún (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.