Dejavú

Ég tími varla að skrifa nýja færslu af því að mér finnst smölunarfærslan mín svo skemmtileg Tounge

Ég er að vinna á leikskóla. Mér finnst rosa gaman þegar ég finn eitthvað hérna á leikskólanum sem ég lék mér með sem krakki eða skoða bækur sem ég las sem barn. Fann í síðustu viku Emmu bækur og vá þegar ég skoðaði myndirnar fékk ég alveg flash back til ársins 1987 (eða eitthvað) þegar ég var lítil og skoðaði þessar bækur. Á nokkrum tímapunktum fannst mér ég vera orðin fimm ára að skoða allt dótið sem Emma átti og þurfti að laga....og litli bróðir hennar sem lék sér með bangsann þegar hún var búin að gera við hann. Sumar myndir kalla fram einhverja fimm ára tilfinningu...það er eitthvað við þær sem mér fannst sérstakt sem barn og þó að ég muni ekki hvað það var nákvæmlega þá man ég að mér fannst eitthvað sérstakt við þessa mynd. Rosa gaman í dejavú hjá mér.

Fæ líka svona tilfinningu þegar ég hlusta á barnaplötur frá barnæsku minni. Mér finnst þetta ótrúlega gaman. Núna eru komnar út nýjar útgáfur af dýrunum í hálsaskógi og karíus og baktus. Mér finnst þetta mjög flottar og skemmtilegar útgáfur en ég á eftir að sakna þeirra gömlu. Mig langar líka til þess að börnin mín hlusti á sömu útgáfu af hálsaskógi og ég og mamma hlustuðum á sem börn. Ætli börnin mín þurfi ekki bara að eiga báðar útgáfurnar Wink

Ég er að fara til Reykjavíkur eftir smá stund. Ég hlakka voða mikið til og ég ætla að gera svo margt. Verst að ég þarf að fara á þessa ráðstefnu Tounge. En allavega þá held ég að dagskráin hjá mér verði þétt skipuð....en ég er ekki búin að skipa hana þannig að ekki vera feimin við að hafa samband við mig ef ykkur langar til Wink hægt að gera ýmislegt á stuttum tíma.

Sjáumst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast, það var rosalega gaman að hitta þig. Þegar þú fórst í IKEA þá fórum við Lárus að skoða danskt varðskip, ég var þar í 1 1/2 klst og þurfti þá að múta honum til að fara heim!

Elín (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband