Heiðdís að smala

Eftirfarandi frásögn er af ævintýrum helgarinnar. Þeir sem hafa gaman af því að lesa frásagnir af kindum, gönguferðum, og hetjusögum af mér endilega lesið áfram. Þeir sem hafa ekki gaman af svoleiðis meiga bara bíða eftir næstu færslu....Cool

Við Stefán vöknuðum að sjálfsögðu snemma á laugardagsmorgun til þess að bruna upp í sveit. Við vorum keyrð upp á fjall á pallbíl (við sátum á pallinum....þannig gerir maður í sveitinni Wink) og ég var með hund í fanginu. Þau á Hrafnabjörgum eiga einhverja mini útgáfu af íslenskum fjárhundi sem er óttarlega sætur (eða sæt þar sem hundurinn er tík) og hún sat í fanginu á mér á leiðinni upp. Annars hefði hún líklega hoppað af pallinum og farið að leika sér eitthvað. Þegar við vorum komin lengst upp á fjöll (ég hélt á alvörunni að þau ætluðu aldrei að stoppa) þá byrjuðum við að labba niðureftir. OK ég hef aldrei farið að smala þannig að ég hélt að þetta væri svona social thing....en nei nei allir dreifðu sér þannig að það voru svona 2-400 metrar á milli manna. Ég var því að vonum mjög glöð þegar tíkin ákvað að fylgja mér svona fyrstu tvo tímana. Þá gat ég allavega talað við hana en ekki bara sjálfa mig.

Eftir svona tuttugu mínútna göngu sá ég svo kindur. Þetta hefðu alveg eins getað verið úlfar fyrir mér. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera. Þær stóðu og horfðu á mig og ég stóð og horfði á þær. Ég var svo hrædd um að þær færu kannski í vitlausa átt og allt færi í klessu hjá mér. Á endanum var það ég sem fór nær þeim og þær flúðu...í rétta átt meira að segja. Áfram ég. Sá svo ekki kindur í langan tíma. Við komum að dal og þar voru einhverjar rollur. Þær fóru líka í rétta átt.

Þá fréttum við af því að Vala frænka hans Stefáns ætti í einhverju basli við nokkrar rollur. Stefán rauk í verkið. Svo sá ég hann ekki meir. Hann lennti í einhverju heljarins basli, rauk yfir ána nokkrum sinnum, rennblotnaði auðvitað og missti eitthvað af fé til fjalla. Var svo næstum þvi villtur (ekki kannski í alvörunni en hann týndi okkur allavega) og skreið nánast úrvinda til bæja Tounge Ok þetta var kannski ekki alveg svo dramatískt en skoðiði bara bloggið hans, þá sjáiði að ég er ekkert að ýkja svo mikið. Allavega, við héldum áfram að smala kindum og éta ber. Ekkert smá mikið af berjum þarna uppfrá. Skemmtilegast fannst mér þegar tíkin var með mér og ég beygði mig niður eftir bláberjum og hún var á næsta lyngi og át krækiber með bestu lyst. Skondin tík (sem yfirgaf mig þegar við hittum einhvern sem hún þekkti betur GetLost.

Mér var sagt að þessi smölun myndi taka svona um fjóra tíma. Lítið mál hugsaði ég. Við vorum komin með dýrin yfir fjallið og í fjárhúsbrekkurnar klukkan hálf fimm. Þá vorum við nú búin að vera á ferðinni í fimm og hálfan tíma. Allt í góðu en maður var nú orðinn svolítið svangur þar sem ég var auðvitað ekki með nesti (en át allt of mikið af berjum) og ekkert að drekka (engir lækir á þessu landssvæði...bara mýrar og pollar). Ég hélt í vonina um að féð myndi renna beint inn í girðingu. Þær héldu nú ekki. Mikið af þessum rollum voru ókunnugar og vissu ekkert hvar hliðið var. Þær hlupu því upp um allar trissur, fram og til baka, upp og niður snarbrattar hlíðar og vesen. Þá hætti þetta að vera svo skemmtilegt. Þegar rollutussurnar (þær eru kallaðar þetta í sveitinni....í alvöru!!!) eru farnar að leika á mann og maður þarf að fara að hugsa til þess að ná þeim....þá er ekki gaman. Einhver hluti af þeim fór þó inn á endanum en einhverjar tóku strikið upp í fjöll aftur.

Á þessum góða tímapunkti fórum við Stefán (sem var á lífi og komin í fjárhúsin, lemstraður, blautur og haltrandi) heim á bæ í mat. Á meðan fóru hinir (sem voru þá bóndinn á fjórhjóli, dætur hans og tengdasonur) út eftir og gengu til baka með rolluhóp á undan sér. Þau hringdu svo og báðu um að einhver færi aftur upp í fjárhús til þess að opna hliðin fyrir skepnurnar sem þau voru að koma með. Við Stefán halti rukum af stað og þóttumst nú alveg vera nógu hress til að opna eitt hlið. Einhverjar rollur rötuðu þar inn....en flestar reyndu að stinga af. Í mína hljóp einhver fítonskraftur (Ingibjörg hefur örugglega látið einhver ólögleg efni í kjötbollurnar) og ég rauk upp í fjall á eftir þeim. Allt í einu var ég orðin ein í hlíðinni að eltast við fimm beyglur.  Sá ekki fram á að mér tækist að koma þeim neitt ein þar sem þær voru ekkert á því að fara þá leið sem ég vildi.

Ég heyri þá í Jónasi bónda fyrir aftan mig. Hann var á fjórhljólinu, öskrandi, gargandi og hvetjandi. Ég sá hann ekki strax þar sem hann var bak við hæð. Ég þorði ekki að hreyfa mig þar sem mér sýndist ég vera akkúrat fyrir honum ef hann væri að koma með hóp af rollum þaðan sem ópin komu. Ég beið í smá stund og sé svo að hann er einn að smala heljarins hóp og ég var akkúrat fyrir, þ.e. kindurnar hefðu ekki farið rétta leið ef þær sæju mig og tækju strikið pottþétt beint upp í fjöll aftur. Þannig að ég faldi mig fyrir kindunum. Bjóst nú aldrei við því að ég þyrfti að gera þetta....beygja mig bak við stein til þess að fela mig fyrir þessum kviKINDUM. Bak við steininn sá ég meiri hlutan af þeim fara þangað sem þær áttu að fara, en einhverjar urðu eftir í smá skjóli.

Ég tók þá James Bond á þetta allt saman og hljóp niðurlút bak við þær og upp á hól fyrir aftan þær og kom þeim á óvart (haha!). Þær urðu jú frekar hissa að sjá mig en létu sér samt ekki bregða. Ég stóð þarna í dálitla stund og spjallaði rólega við þær á meðan ég beið eftir bóndanum að koma og aðstoða mig. Hann kemur svo brunandi og rekur á eftir þeim og hindrar það að þær komist til fjalla. Á þessum tímapunkti þurfti ég að fikra mig niður hólinn og hafa svolítið hátt til að þær kæmu nú ekki hlaupandi til mín.  "Gríptu þær" kallaði bóndinn á mig. Ég reikna með að hann meinti að ég ætti að reka þær frá mér svo þær hlypu nú ekki framhjá mér...en í ofurlítla stund íhugaði ég það hvort að maðurinn ætlaði að fara kasta í mig kindum....

Eftir þessa ofur James Bond takta mína fór þetta loksins að ganga. Við öskruðum svo mikið á dýrin að þau drusluðust í rétta átt, ég hljóp á eftir þeim og þakkaði fyrir að það væri orðið svona dimmt....annars hefði ég séð hvert ég væri að fara og þá hefði ég ekki þorað að hlaupa svona hratt. Og loksins beljuðust dýrin í gegnum hliðið á girðingunni. Þá high fiveaði ég einhvern ofsakát. Ég held bara að ég hafi staðið mig ágætlega.

Á sunnudaginn fórum við aftur í heimsókn í Hrafnabjörg og tróðum okkur í réttirnar þar sem við vorum að sortera "okkar" kindur frá öllum ókunnugu beyglunum sem orsökuðu allt vesenið á laugardaginn. Það var gaman. Mér finnst gaman að atast í rollum. Þær eru mun skemmtilegri en mig hefði grunað. Ég er reyndar með nokkra marbletti á lærunum þar sem ég tók kindurnar í klofið og þá stingast hornin stundum í lærin á manni. Það er fyndið...en ekkert sérstaklega gott....En það er fyndið að vera að dröslast með rollu eitthvað á milli lappana á sér og svo ákveður hún að reyna að stinga af með mig á bakinu....haha það er gaman...pínu skerí....en gaman....hef alltaf verið svolítið hrifin af actioni með dýr Grin

Já og mér datt í hug áletrun til að setja á boli og selja í dogma.... Respect your dinner.....it´s hard to catch !

Og svo fór ég að sofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

hahahahah! Þetta var dásamlegt... ég hló.

Góð bloggfærsla... þú færð plús í kladdan hjá mér! ;)

Dagný Guðmundsdóttir, 23.9.2008 kl. 01:05

2 identicon

Hæ hæ

Ég hef engan áhuga á dýrum eða sveitastörfum, ákvað samt að lesa áfram. Þú ert svo fyndin Heiðdís :)

Elín (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 07:13

3 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Mögnuð saga Heiðdís, mögnuð saga!!!
Ég sá þetta sko algjörlega fyrir mér....reyndar örugglega svoldið kryddaða útgáfu af því sem gerðist í raun og veru....þú gætir alveg gert bíómynd úr þessu ævintýri...hehe ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 24.9.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband