Ljóta efnahagsástand

Ömurleg vika. Ekki svosem í mínu lífi en í almennings lífinu er það ömurlegt. Maður verður alltaf aðeins og aðeins þunglyndari í hvert sinn sem maður opnar fréttasíður og dagblöð. Men hvað þetta er depressing. Og svo eru menn að dunda sér við að búa til panic með því að segja að olían sé að klárast og Bónus að verða vörulaust (eða fara á hausinn eins og sumir túlkuðu þetta!). En það er ekkert að gera fyrir almeninginn nema að reyna að hunsa þetta og lifa sínu fábrotna lífi fjarri glys og glamúr viðskiptalífsins....hvar ætli allir jakkafata töffararnir séu núna.....

Eníhú. Það sem við Stefán höfum gert til að spara í þessari viku er að skipta um símafyrirtæki. Við erum að fara í Tal. Það mun spara mér einhverjar krónur þar sem það er ókeypis að hringja tal í tal og ég hringi nánast bara í stefán boga !! Það er reyndar ekki endalaust tilboð en hann getur þá verið tal vinur minn. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt þar sem ég var alltaf hjá tal áður en það breyttist í Vodafone og nú er ég aftur komin í tal. Gaman að því. Eru einhverjir fleiri í tal sem ég get hringt ókeypis í ???

En að einhverju skemmtilegu. Ég var í reykjavík um daginn. Það var gaman. ADHD ráðstefnan var snilld. Held að ég hafi aldrei setið í gegnum jafn marga fyrirlestra og ekki verið nálægt því að sofna... Þeir voru allir áhugaverðir og sumir voru bara snilld. Lærði SVO mikið. Og ég eyddi SVO mikið af peningum. Keypti mér buxur, tösku og brjóstahaldara (af því að þetta er auðvitað ekki til á Egilsstöðum), fór í Ikea, Hagkaup, apótekið og bara allt held ég. Ég held að ég þurfi að byrja að spara núna ef ég á að hafa efni á einhverjum jólagjöfum...vona allavega að ég verði komin réttum megin við núllið í desember. Held að ég sé heldur ekkert á leiðinni í rvk aftur fyrr en um jólin ! Hitti Elínu og Lárus, það var gaman. Fór í leikhús. Það var sko líka gaman (mæli með fló á skinni, góður farsi. Get reyndar líka alveg mælt með Elínu og Lárusi, gott fólk Tounge).

Hmmm, held að þessi færsla sé að verða of leiðinleg og stefnulaus. En ú, ég fór í blak á þriðjudaginn. Það var rosalega gaman. Ég er að læra að spila. Núna átti ég allt í einu einhverja eina stöðu og átti að vera þar sem samt átti ég að færa mig með spilinu...það var flókið fyrst, en svo fór ég að ná þessu...en þá var mér skipt útaf. Ég læri þetta kannski með tímanum. Konan sem var að lóðsa mig sagði mér að ég væri meðfærileg....gott mál.  En núna til að hressa þessa færslu upp koma myndir (með skýringum).

Eitt og annað 001

Stefán Bogi fór í fýlu og faldi sig. Neið djók, hann er að bora gat svo við gætum tengt uppþvottavélina.

Eitt og annað 004

Þetta eru svalirnar mínar. Þarna sjáið þig ferðagrillið sem Hlín og Þorgeir lánuðu okkur. Þarna eru líka tveir blómapottar. Í þeim eru litlar trjágreinar. Þær fengum við frá Fljótsdalshéraði og þær eru táknrænar. Þær eiga sko að tákna það að við séum hérna til að skjóta rótum. Tréð mitt er þetta til hægri sem er ekki með nein lauf. Það er sko dautt. Þoldi ekki biðina frá afhendingu og í pottinn. Stefáns tré rétt lifði þetta hangs af. Þetta er ekki mjög gott mál....svona táknrænt séð. Stefán reyndi að redda málunum og sagði að hans tré væri fyrir okkur bæði.....redding....

Eitt og annað 009

Svona var umhorfs úti hjá okkur fyrr í vikunni. Ég ætlaði að blogga einhverja ferlega landsbyggðar færslu um að allt væri að sökkva í snjó og að svona og verra yrði umhorfs langt fram eftir vori. Þetta sýnishorn af snjó er löngu farið (það kom reyndar aðeins meira af sýnishornum en þau eru líka farin) en Reykjavík er komin í jólabúning. Undarleg örlög, allt sem ég bjóst við á Egilsstöðum er að gertast í reykjavík og öfugt....vesen....

Eitt og annað 005

Þetta er afi minn. Finniði ástæðuna fyrir því að ég tók þessa mynd (ekki út af fallega svipnum !!)

Eitt og annað 008

Heiða uppgötvaði að hún átti buxur og kjól úr nánast sama efninu. Hún ákvað að reyna á augun okkar með þessari samsetningu. Ég tók að sjálfsögðu mynd en Heiða vildi ekki vera ein á myndinni þannig að Baldrick er með henni.

Þessar síðustu tvær myndirnar eru ágætis ástæða fyir því að flytja frá Reykjavík Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hei... ég er líka í Tal!!!

Jóhanna Steinsd. (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 21:04

2 identicon

Það er æðislegt útsýni út um gluggann hjá þér :)

Elín (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 21:47

3 identicon

já ég er líka í tal og mæli líka tvímælalaust með fló á skinni.

Þráinn (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 01:47

4 Smámynd: Lutheran Dude

Ég er líka í tal... og mig grunar að derhúfan sé ástæðan fyrir myndinni af afa þínum ;o)

Lutheran Dude, 4.10.2008 kl. 10:47

5 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Tvö stig til Hlínar

Heiðdís Ragnarsdóttir, 6.10.2008 kl. 09:36

6 Smámynd: Sólveig

Oh... ég fattaði þetta líka með derhúfuna... en too late!

Sólveig, 6.10.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband