Myndir

Myndablogg......

Eitt og annað 2 001

Mig minnir að ég hafi tekið þessa mynd til þess að sýna fína lampann minn. Sé það núna að ég hefði átt að fluffa púðana fyrst....Blush

Eitt og annað 2 006

Ég keypti blóm á sunnudaginn af því að þá hefði amman mín átt afmæli. 5. október hefur undanfarið verið blómadagur hjá mér. Ég kaupi blómvönd og fer með eitt blóm (rós) upp í kirkjugarð til ömmu og hef svo afganginn hjá mér. Nú vill svo til að ég tók ömmu ekki með mér austur þannig að ég gaf pabba hans Stefáns Boga rósina í staðin. Og þetta eru svo mín blóm Smile

Eitt og annað 2 009

Kreppusparnaður. Nennti ekki að fara og kaupa afmælispappír fyrir gjafirnar hans Stefáns svo ég pakkaði þeim inn í fréttablaðið sem kom út á afmælisdaginn hans. Og fór svo út í skóg og náði í nokkrar jurtir sem voru ennþá með lit. 9.október er alveg síðasti séns á svona skrautmunum. Stefán var mjög ánægður með gjöfina sína. Ég ætla að prjóna á hann lopapeysu Cool

Eitt og annað 2 015

Sér einhver snilldina við þennan ost ???

Eitt og annað 2 021

Ég var að klára að sprjóna þessa peysu. Hún er ekki tilbúin (ég á að virka grennri í henni Tounge), ég er bara búin með prjóni partinn. Ég er bara einstaklega stollt af því þar sem þessi peysa er prjónuð úr plötulopa en hann slitnar í sundur MJÖG auðveldlega. Þannig að ég með alla mína kæki og kippi er stollt af sjálfri mér fyrir að klára þessa einstöku peysu. Núna á ég bara eftir að lykkja saman undir höndunum, sauma stroffið, ganga frá endum, sauma eftir brugna partinum, klippa hana í sundur og dúlla helling við það (hún á sko að vera opin og hneppt og setja á hana smellur. Og ég á ekki saumavél..... I need my mummy...

Ég sit núna ein heima, var að klára prjónipartinn af þessari peysu og er spennt að byrja á peysunni hans Stefáns. Var að horfa á Made of Honor og er núna að horfa á Bridget Jones 2 með einhverjum spurningarleik inní og í lok myndarinnar segir myndin mér hvernig draumamaðurinn minn er. Spennandi. Þó að mér finnist Stefán stundum vera of mikið að heiman þá verð ég að viðurkenna að ég hef það afskaplega huggulegt þegar ég er ein heima. Ætli það megi ekki segja að ég sé heimakær InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lutheran Dude

Ógeðslega ert þú fljót að prjóna kona... en ég fattaði snilldina við ostinn, til hamingju ég!

Lutheran Dude, 11.10.2008 kl. 01:26

2 identicon

Hei... flott peysan. Mér finnst þú ekkert smá dugleg að klára svona peysu... bara vinnan og svo úr plötulopa í þokkabót...

og já, ég sá snilldina við ostinn... ;)

En lampinn?? Hvar er hann á myndinni???

Kv. Jóhanna ;)

Jóhanna Steinsd. (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

hehe, já lampinn er kannski ekki svo greinilegur þegar maður veit ekki af honum. Þetta er standlampinn sem við fengum í innflutningsgjöf frá systkinum Stefáns.  Hann er bakvið sófann og það er kveikt á minna ljósinu.

Osturinn var extra góður á bragðið ...

Heiðdís Ragnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 17:23

4 identicon

Ég á líka mann sem vinnur mjög mikið, það hefði verið miklu hentugra að við byggjum nær hvor annarri til að eyða saman kvöldum þegar mennirnir eru að vinna!

Elín (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 22:01

5 identicon

I got the cheese

Hugrún (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 01:14

6 identicon

Ég þurfti smá detective work en fattaði svo snilldina :-)

Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 13:53

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Það er svo skemmtilegt á þessum tíma þá eru farnar að koma vörur sem renna út á afmælisdaginn minn :) ég er líka svona afmæliskona eins og þú. Það var alveg ógeðslega gaman að vinna í 10-11 og fylla á mjólkurkælinn svona fimm dögum fyrir afmælið og sjá: útrunnið 19.12 Love it :) Elska líka þegar klukkan er 19:12

Þjóðarblómið, 12.10.2008 kl. 17:42

8 Smámynd: Þjóðarblómið

Og ég er að íhuga búferlaflutninga austur á Hérað

Þjóðarblómið, 12.10.2008 kl. 17:43

9 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

vá, ég sem hélt að ég væri sú eina sem hefði gaman af því að sjá afmælisdaginn minn á klukkunni

Heiðdís Ragnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 09:31

10 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ég fæ aldrei afmælisdaginn minn á klukkuna.....og þykir það mjög leiðinlegt. En einu sinni var kílómetramælirinn á bílnum mínum 240886....mér fannst það snilld :D
.....varð eiginlega aðeins of spennt yfir því :p

Tinna Rós Steinsdóttir, 13.10.2008 kl. 14:59

11 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

hey það er geðveikt....

Heiðdís Ragnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 15:16

12 Smámynd: Eva

Flott peysa !!

Vildi að ég gæti prjónað svona fínt :þ
og jú... ég fattaði ostinn hehe ;)

Eva, 14.10.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband