Ég er með framleiðslugalla og mamma neitar að borga mér bætur !!

Ég fór til læknis á miðvikudaginn. Þar sem Egilsstaðir er lítill staður þá hafði ég aðallega heyrt slæmar sögur af læknunum hér. Svo þegar ég fór að kanna málið þá kom nú í ljós að þeir eru nú ekki allir hræðilegir...þó að allir virðist þeir hafa gert mistök. EN það hefur læknirinn minn í bænum líka gert, bæði greint systur mína vitlaust og sýnt af sér ótrúlegan hroka gagnvarnt móður strákanna minna  (þ.e. tók ekki mark á móður barnsins og fannst ekkert vera að því fyrr en faðirinn kom með það....þá hlaut eitthvað að vera að.....mannstu eftir þessu Lauga Wink)

Allavega, mér var orðið viðbjóðslega illt í hnénu mínu eftir blakmennsku (kúl, hef aldrei verið með íþróttameiðsl) þannig að ég pantaði mér tíma hjá lækni. Mér var boðinn læknir eða læknanemi. Þar sem ég var ekki við dauðans dyr ákvað ég að gera mitt til að hjálpa læknasamfélaginu og fór til nemans (vissi líka að það hlyti að vera góður alvöru læknir með!).  Ég sagði honum sögurnar af hnénu mínu og hann spurði gáfulegra spurninga á milli. Svo fór ég uppá bekk og hann potaði, teygði og togaði á hnénu mínu.

Og fann að sjálfsögðu ekkert....týpískt

Alltaf er það þannig að þegar ég loksins dröslast með eitthvað vandamál til læknis þá finnst ekki neitt. Þá kom alvörulæknirinn á svæðið. Ég sagði honum hné sögurnar mínar á hundavaði og hann spurði líka gáfulegra spurninga. Leit svo á nemann og sagði "jæja, hvað er að henni ?"

Aumingja strákurinn var eins og spurningarmerki í framan og vissi ekki neitt. " hún er með skvrapidí wrapidí bú" Ég dansaði næstum því stríðsdans af hamingju með að það væri nafn á sársaukanum mínum. Þó að ég geti ekki fyrir mitt litla líf munað hvað það var. Ég er semsagt með hrjúft brjósk í hnénu sem nuddast saman og er ógeðslega vont.  Er eitthvað hægt að gera í því ???

Nei

Ég á að fara í ræktina og styrkja læravöðvana þar sem þeir festa hnéskelina. Já og svo fékk ég góðan skammt af íbúfeni....alltaf er eitthvað að mér þar sem ég fær stóran íbúfen skammt ! Já og svo sagði hann mér að hugsa bara ekkert um þetta. Sársaukinn er verri ef maður hugsar um hann....já já. Þennan morgun gekk ég í vinnuna með hníf í hnénu...ekki svo auðvellt að hunsa það.

En hann skoðaði mig nú áður en ég fékk að fara og notaði mig svo sem kjötskrokk í sýnikennslu. Og líkti mér við lambhrút í sláturhúsi. Mér fannst  hann fyndinn. Ég hef nefninlega húmor fyrir kindabröndurum í sveitinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meee :)

Góða skemmtun í ræktinni.

Jóhanna Steinsd. (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 20:56

2 identicon

Jebb man eftir því og líka þegar hann sagði að ég væri með þvagfærasýkingu en sagði honum að ég væri með nýrnastein sem væri að ganga niður, hummmm og hver var með rétt fyrir sér í þeim málum???!!!! ÉÉéééggggg auðvitað hahahaha, en þessir læknar eru nú víst mennskir eins og við.

En farðu nú vel með þig og passaðu uppá hnéð.

Kveðja Ég

Lauga (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

hey ! Hann var líka viss um að ég væri með þvagfærasýkingu þegar ég var líklegast með nýrnasteina....hvað er með hann og þvagfærasýkingar....

Kannski æskudraumur að vera þvagfæralæknir/sérfræðingur/something

Heiðdís Ragnarsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband