Ekkert merkilegt

Það er bara fyndið að heyra fjögurra ára gamlan gaur segja "eigum við að ræða það eða....?"

Ég: "hvað er þetta ?" bendi á mynd af villisvíni í snjó.

Barnið: "jólagrís"

Það getur verið svo fyndið að vinna á leikskóla. Síðustu vikur hefur verið starfsmannaleikur á kaffistofunni þar sem allir eiga að koma með barnamynd af sér og lauma uppá vegg. Svo var staðið, spáð og spögulerað yfir því hver er hvað. Fyrst hélt ég að ég gæti ekki verið með þar sem allar barnamyndir af mér eru hjá mömmu. Svo fann ég nú heilar þrjár heima hjá mér. Valdi þá sem mér fannst sætust. Það þekktu mig flestir....þ.e. þeir sem á annað borð gátu eitthvað í þessum leik. Hefði alveg getað tekið mynd af mér þar sem ég var aðeins yngri en hin var bara svo sæt....

Jæja....tengdó kemur á morgun og kassarnir eru ennþá í gestaherberginu....verðum að losa okkur við þá í kvöld....og kannski koma upp gardínunum sem móðir mín er samviskusamlega búin að senda mér....þá verða teknar svona fyrir/eftir myndir. Stofan með og án gardína. Spennó spennó.

Það voru tvær eða þrjár þotur frá icelandair á flugvellinum hérna í nótt. Þær gátu ekki lennt í keflavík vegna veðurs. Í fréttinni á mbl stóð að einhverjir flugmenn hafi reynt aðflug nokkrum sinnum áður en haldið var austur. Ég man eftir því þegar við þurftum að gera þetta. Og það eftir fimm tíma flug frá Krít. Reyndum aðflug einu sinni, upp í loft aftur, hringsólað í einhvern tíma og svo farið til Egilsstaða. Ég var sko ekki sátt þá. Skíthrædd eftir tilraunina til lendingar og þurfti að fara aftur í flugvél nokkrum tímum seinna. Og við gerðum okkur gólfið á flugvellinum að góðu. Þá varð ég mjög bitur út í Egilsstaði og var mjög illa við plássið í nokkur ár á eftir....hefði aldrei dottið í huga að ég ætti eftir að búa hjá þessum hræðilega flugvelli.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er enn bitur og mun mögulega ávallt vera það

Heiða (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband