27.10.2008 | 19:55
Gardínur
Heimurinn er lítill og hann minnkar stöðugt !
Það er allt að gerast í ættfræðinni hérna fyrir austan.... Ég var að komast að því að sko.....Stefán og Eydís eru systkinabörn. Eydís á mann sem heitir Magnús og ég og Magnús erum fjórmenningar. Mamma mín var meira að segja í sveit hjá ömmu hans Magga í Njarðvíkinni (eystri) fyrir voða mörgum árum. Þannig að núna eru litlu frændur hans Stefáns litlu frændur mínir líka alltaf er maður að græða og búa sér til famelíu hérna fyrir austan.
Svo kom meira í ljós í dag. Ég fékk símtal frá henni Margréti Reynirsdóttur í hádeginu. Það var reyndar alveg óvart þar sem hún ætlaði ekkert að hringja í mig. En uppúr þessu litla samtali kom það í ljós að æskuvinkona Sólveigar (og Margrétar) er að vinna með mér !!! Magnaður þessi litli heimur. Núna getum við slúðrað um Sólveigu .... haha.
Ég fór á mitt fyrsta djamm hérna á Egilsstöðum um helgina. Fór ég á unga fólks djammið sem var um síðustu eða þar síðustu helgi ??? Nei nei. Ég byrjaði á því að fara á svona hátíðarkvöldverð með framsóknarmönnum þar sem þeir voru með kjördæmisþing um helgina. Unga fólkið þar (sem er auðvitað fólk á öllum aldri) lét sér ekki nægja það að borða saman heldur var skundað á ball í Valaskjálf. Og hvaða ball var í gangi þar ???? Nú bændaballið auðvitað !!! Þannig að ég djamma ekki með unga fólkinu á Héraði....ég djamma með framsóknarmönnum og bændum.... (það var reyndar ógeðslega gaman en það er auðvitað allt annað mál !!!)
Tengdó var í heimsókn hjá okkur um helgina. Og skellti sér á djammið á bændahátíðina. Gaman að því. Hún er nú nokkuð framtakssöm kellingin þannig að það eru komnar upp gardínur hérna í stofuna mína. Ekki það að hún hafi sett þær upp...hún bara hvatti okkur í að gera það. Og settum við upp gardínur. Aldeilis ekki. Á sunnudaginn vorum við að bíða eftir því að Stefán kæmi heim af kjördæmisþinginu til þess að hann færi niður til frænda síns og fengi lánaðar græjur til að setja upp gardínur. Þangað til ég fattaði að það væri ekki skynsama leiðin. Ef Stefán færi niður kæmi hann aftur upp með græjurnar en enga kunnáttu. Þannig að ég dreif mig niður og fékk græjurnar lánaðar með manninum sem kann að nota þær. Sniðug ég. Þannig að við erum komin með rúllugardínur og stöng fyrir meiri gardínur. Ég þarf bara að fiffa aðeins efnið sem ég ætla að setja á stöngina áður en þær fara upp og þá er ég komin með meiri gardínur. Hér eru myndir:
Hérna er eldhúsið mitt komið með gardínu. Very kósí. Tengdó þreyf svo uppþvottavélina. Það voru límleyfar á hurðinni sem ég var búin að reyna að ná af með einhverjum heimatilbúnum húsráðum sem virkuðu ekki neitt. Hún náði í uppþvottalög og límið rann af !!
Before (fluffaðir púðar og allt, tekið um helgi og þess vegna er nammipoki á borðinu!)
After. Fjólubláar rúllugardínur og svo mun koma grænt efni á stöngina til að fá meiri lit og stemningu. Vona allavega að stemningin verði góð.
Ég tek svo mynd af hinum gardínunum þegar ég er búin að fiffa þær til (með saumavél sem ég á ekki til.... I miss my mummy !!!)
p.s. ég er að verða betri og betri í blakinu....víhú
p.p.s. þessar gardínubreytingar eru kostaðar af ástkærri móður minni. Henni eru færðar miklar þakkir fyrir heimilisbraginn sem hún hefur gefið íbúðinni minni.
Athugasemdir
Það er alltaf svo gaman að sjá myndir af íbúðinni ykkar. Mér líst vel á gardínurnar.
Ég fór líka á djammið um helgina, og það á Akureyri! Fór á ball með Sálinni, ég fílaði það ekkert alltof vel, ég held að ég sé ennþá með ógeð af þeim eftir að þeir spiluðu á ÖLLUM (eða svo gott sem) böllum í Kvennó.
Elín (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:29
Hei... ég sá loksins þennan fræga lampa almennilega ... og það á síðustu myndinni!! ...En já, flottur lampi ;) og til hamingju með gardínurnar. Þú ert komin framúr mér með þær framkvæmdir, því ég á enn eftir að setja gardínur í stofuna mína ;)
Jóhanna Steinsd. (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 12:39
Hei... og ps.... gleymdi að segja þér í gær... ég á sko fullt af ættingjum þarna fyrir austan. Hef reyndar aldrei komið þangað og þekki ekkert þetta fólk, en ég ættuð þarna úr Borgarfirði Eystri. ...svo who knows...??
Jóhanna Steinsd. (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:21
Það búa um 100 manns á Borgarfirði Eystri en samt virðast allir vera ættaðir þaðan !!! Alveg magnað hvað annar hver maður getur verið tengdur þessum litla firði !!
Heiðdís Ragnarsdóttir, 29.10.2008 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.