Blak

Vá tvær færslur á dag...það er bara ekkert annað !!!

Áðan var ég spurð að því hvort að ég ætlaði ekki að taka þátt í blakmóti á seyðisfirði eftir rúma viku. Ég er ferlega montin af því að

1. Ég hélt að ég væri of ung fyrir þetta mót. Svo kemur bara í ljós að þetta er ekki öldungamót svo ég má vera með.

2. Mér datt ekki í hug að bjóða mig fram þar sem ég er ekkert voðalega góð (ennþá) og ætlaði ekki að íþyngja nokkru liði með nærveru minni.

En svona til að segja aðeins frá blak getu minni þá hef ég átt í einhverjum vandræðum með að smassa !! (enda netið gert fyrir ameríska körfuboltamenn en ekki venjulega konu eins og mig (OMG ég sagði konu en ekki steplu!!)).  Þegar maður smassar þá þarf maður að

1.koma hlaupandi

2.hoppa á réttum stað og á réttum tíma og í rétta átt (upp en ekki áfram á netið)

3. hitta boltann 

4. láta boltann lenda inni á vellinum, réttum megin við netið.

Ég var aðeins farin að ná þessu þegar mér var bent á það að ég þyrfti að hoppa jafnfætis en ekki á öðrum fæti eins og ég hef gert (og flestir eru vanir að gera). Þá voru góð ráð dýr. Ég þurfti nánast að byrja upp á nýtt. Það er ekkert smá erfitt að koma hlaupandi og hoppa svo allt í einu jafnfætis. Mér leið eins og að ég væri að læra að labba upp á nýtt. En með þolinmæði og þrjósku fóru fæturnir á mér að færast í rétta átt. Í gær smassaði ég 2-3 sinnum ágætlega úr jafnfætis hoppi og var bara nokkuð ánægð með mig.

Nema hvað....Stefán Bogi þarf endilega að deila því með mér hvað ég sé fyndin þegar ég hoppa !!! Hann gat varla talað hann hló svo mikið á leiðinni heim í bílnum.  Ég fer einhvernvegin út með fæturnar !!! What ???? Hvurslags eiginlega er þetta ???? 

Þetta þýðir það að á næstu æfingu mun ég ekki aðeins hugsa um allt sem ég skrifaði áðan frá 1-4 heldur líka hvert fæturnir á mér fara eftir að þeir eru komnir í loftið. HVER PÆLIR Í ÞVÍ ?? Hann sagði reyndar að ein vön hoppaði svona líka, en hætti hann að hlæja að mér ?? NEI.

Man allt í einu af hverju strákar voru leiðinlegir þegar maður var 10-13 ára. !!!

En að öðru. Afi minn átti afmæli í gær. Hann varð 77 ára gamall. Mér finnst eins og það hafi gerst í gær að hann lýsti því yfir að hann væri orðinn löggillt gamalmenni. Núna er hann ári eldri en amma í einn mánuð. Einhvertíman fannst honum það voða gaman. Allavega. Til hamingju með afmælið afi Wizard 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. Takk fyrir kveðjuna

afi.

Hörður (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:17

2 identicon

rosalega gaman að þú bloggir svona oft. Núna er ég heima með veikan gutta og þess vegna er gott að hafa eitthvað að skoða.

Elín (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:52

3 identicon

Er ekki Stefán Bogi að keppa í kvöld. Við hérna heima erum búin að ákveða að hafa heimabakaða pítsu og styðja kallinn þinn :) En núna áðan var útsendingin að detta út, ég er búin að hringja út um allt og þeir eru að laga þetta, vonandi verður þetta komið fyrir kvöldið!

Elín (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband