10.11.2008 | 13:02
Salt
Ég saknaði Reykjavíkur í morgun !
Af hverju ?
Af því að reykjavíkurborg virkar þannig að ef það er spáð frosti þá er búið að salta og sanda allar götur og göngustíga á no time. Svo kemur frostið ekki en þegar það kemur þá er saltað og sandað aftur !
Ég flaug semsagt á hausinn í morgun. Þegar ég labba í leikskólann þá fer ég niður göngustíg í hverfinu mínu. Helmingurinn af leiðinni er brekkar og helmingurinn af brekkunni er óupplýst. Í morgun var svo svona lúmsk ósýnileg hálka. Ég var að passa mig en það virkaði greinilega ekki nógu vel. Fer meira að segja alltaf í gönguskónum mínum til að reyna að hafa sem mest grip. Hvað ég blótaði bæjarstjórninni í huganum þar sem ég sat á rassinum í myrkrinu og hálkunni. Var að hugsa um hvort ég ætti að hringja eða senda bréf til að kvarta. Mundi svo að það er allt að fara til fjandans á bænum þar sem stæðsta fyrirtæki bæjarins var að fara á hausinn. Reikna ekki með að það yrði hlustað mikið á nýbúa með marblett á rassinum
Athugasemdir
Nei, þeir hlusta sennilega ekki á þig. En þetta er samt fúlt og vont! Þú færð vorkunn frá mér sitjandi í hálkunni og myrkrinu !
Elín (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:46
Ég sagði þér að kaupa keðjur eins og gamla fólkið
Hugrún (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:00
þú ert svo mikill asni Hugrún.....gamallt fólk á keðjum á göngustígum, væri til í að sjá það !
Heiðdís Ragnarsdóttir, 11.11.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.