oooooOOOOOÓÓÓ Höttur !

Jæja. Fyrsta blakmótið afstaðið. Við (Höttur B) spiluðum einn leik á föstudaginn og þrjá í dag, laugardag. Okkur tókst að tapa fyrsta leiknum sem var á föstudag. Enda ekkert sérstaklega skrítið þar sem við vorum að spila í fyrsta sinn saman og við mættum erfiðasta liðinu fyrst. Það var B lið Hugins frá Seyðisfirði. Mér leist nú ekkert á þetta alveg fyrst þar sem stelpurnar voru eitthvað svo professional þarn fyrst (ég byrjaði alltaf útaf). Langaði eiginlega ekkert inná ! Scary. En svo fór ég inná og það var allt í lagi.

Í dag spiluðum við svo þrjá leiki og við unnum þá alla.... Vey. Ógeðslega góðar. Og það var ógisslega gaman. Læt nú alveg sjá mig aftur á næstu æfingu og næsta móti. Erfði meira að segja hnéhlífar þannig að ég var rosa töff á vellinum. Og ég rifjaði upp eitt handbolta/fótbolta hvatningarhróp sem ég gaulaði einu sinni og hætti svo þar sem ég truflaði einbeitingu liðsins. Held að þær hafi ekki búist við þessu !!! En hrópið góða er "aaaaááááfram Höttur, sýnið hvað þið getið með boltann yfir netið !!!"  

Núna er ég ein heima að slappa af. Stefán einhverstaðar á Hallormsstað að þjálfa morfís lið ME. Er byrjuð að þvo þvott og svo verður tekið til og þrifið á morgun. Ekki veitir af !

Er ekki annars bara gaman að vera til ???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Jú....og við unnum bæði A og B liðið haha !!

Heiðdís Ragnarsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband