Jólafærsla !!

Ég fór í prjónaklúbb í gær. Nokkrar kellur (já ég var lang yngst !!) ákváðu að hittast og prjóna. Ég held að orðið saumaklúbbur eigi ekki lengur við konur sem hittast og dunda sér við handavinnu. Núna er saumaklúbbur hópur af vinkonum sem hittast til að borða og spjalla. Þannig að ef að maður ætlar að hafa hitting sem gefur til kynna að einhver handavinna sé unnin þá verður það að heita eitthvað annað. Prjónaklúbbur varð fyrir valinu. Þó að reyndar nafnið kreppuklúbbur hafi komið upp. En mér finnst orðinu kreppa vera komið fyrir á allt of mörgum stöðum þessar vikurnar þannig að ég neita að taka þátt í einhverju sem er kallað kreppu eitthvað.

Ég var að hugsa hvort að ég gæti prjónað einhverjar jólagjafir í ár...svona t.d. til að spara (ekki það að garn sé ódýrt !!). Stefán gefur  börnum systkina sinna alltaf bækur þannig að við spörum lítið á því að gefa þeim líka eitthvað prjónað. Systur mínar (allavega önnur) prjónar bara sjálf og örugglega betur en ég svo það er ekki spennandi kostur. Verð að láta mér detta einhver í hug til að gefa prjónavörur.  Ég ætla ekki að segja hvað ég var að prjóna svona ef mér skildi detta í hug að gefa einhverjum það í jólagjöf Wink

Ég fór í Húsasmiðjuna síðasta föstudag. Ætlaði bara að kaupa millistykki. En þá gerðist svolítið....jólin voru bara mætt í blómasmiðjuna og húsaval. Ég eyddi örugglega 45 mínútum í það að skoða jólaskreytingar og dót. Ah...ég var næstum því farin heim að hlusta á jólalög. Fattaði svo að ég hef ekkert hlustað á jólalög þetta árið. Venjulega tek ég mér svona viku um mitt ár til að hlusta á jólalög í bílnum og svo fá þau aftur pásu ! Ég bara fékk ekki þessa löngun núna í ár ! Skrítið. Allavega. Ég fór heim og setti upp aðventukransinn minn. Hann er nú svosem ekkert jólalegur þegar hann stendur bara svona einn. Þetta er georg jensen kertakrans sem ég fékk í afmælisgjöf frá afa og ömmu í fyrra. Hann er búinn að bíða uppi í skáp allt árið og ég bara gat ekki hugsað mér að hafa hann bara uppi í þrjár vikur (af því að þá fer ég suður og sé hann ekki lengur). Þannig að ég setti hann bara upp um helgina. ohhh hann er svo fallegur InLove  ..... alveg skelfilegt að vera svona hrifinn af "veraldlegum hlutum" . Elska elska elska jólin !

Allir á héraði rosa ánægðir með Stefán Boga í útsvarinu. Flottur !!! Meira að segja þegar hann dansaði .... Það sem kom mér samt mest á óvart var að hann virtist vita hvernig þvottavél virkar. Hef ekki orðið svo mikið vör við það heima WinkTounge

Blakmót um helgina.... ó mæ !!

Smá leikskólahúmor. Það var brokkolí í matinn um daginn.

"má ég fá meira trampolín ?"

"má ég borða blómin"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst georg jensen stjakinn þinn æðislegur, ég skil vel að þú viljir njóta hans aðeins lengur. En það var líka verið að stofna "kreppu-klúbb" í minni vinnu. En þar sem ég er alveg vita vonlaus í öllum hannyrðum þá er ég ekki viss um hvort ég ætli að láta sjá mig. Kannski ég geti bara gert jólakort, það ætti ekki að vera allt of erfitt!

ELín (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Lutheran Dude

Það er samt rosalega sniðugt að mæta í svona klúbb þegar maður er lélegur að prjóna því þá er fullt af fólki til að kenna manni. Ég þyrfti að hitti fleiri klárar prjónakonur en Heiðdísi, ég hugsa að hún fái bráðum leið á mér

Lutheran Dude, 7.11.2008 kl. 11:01

3 identicon

Þú ert bara dásamleg :)

Ólöf Inger (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband