11.11.2008 | 09:25
Tíkin
Jæja, þá er Bjarni kominn í fíflaskrúðgönguna og bloggheimar loga af færslum um hann. Loksins eitthvað annað að tala um en seðlabankastjóri.
Mér leiðist pólitík. Ég skil ekki hvernig fólk nennir að vera í þessum sandkassaleik. Orðið sandkassaleikur er samt frekar móðgandi orð, ekki fyrir stjórnmálamenn heldur fyrir börnin sem leika sér í sandkassanum. Sá leikur er mun heiðarlegri og betri en pólitíkin....þó að einhver sé laminn eða fái sand í augað !!!
Ég hef hitt mikið af framsóknarmönnum síðustu tvö árin. Og mér hefur líkað mjög vel við þetta fólk og finnst hugmyndir þeirra að mörgu leiti mjög góðar. Fullt af góðu fólki með góðar hugmyndir. Svo eru fífl inni á milli. Og þannig er það í öllum flokkum. Það er gott fólk og það eru fífl. En af hverju þurfa framsóknarmenn alltaf að fara í fíflaskrúðgöngu og glenna sig fyrir framan fjölmiðlana ?? Það skil ég ekki. Greinilegt að það þarf að halda pólitík 101 fyrir framsóknarmenn þar sem þeim er kennt að ráðast á aðra flokka en ekki sjálfa sig og ef þeir ráðast á hvern annan, gera það fyrir utan fjölmiðla. Allir aðrir flokkar virðast hafa náð þessu .... af hverju ekki þeir ?
Og fyrst ég er byrjuð ! Mér leiðist þegar fólk talar um að það eigi að lækka laun alþingismanna og reka aðstoðarmenn. Núna þegar þingmennirnir eru að vinna 24/7, svo mikið að ég efast um að þeir sofi eða hitti famelíurnar sínar, þá á að lækka launin og reka aðstoðina sem þeir fá. Ég skal segja ykkur það að það þyrfti að borga mér töluvert meiri peninga en alþingismenn í dag fá til að sinna þessu starfi !!!
Athugasemdir
Æ, ég skil þig svo vel með pólitíkina, EN... ef þessi maður á að segja af sér fyrir það sem hann gerði, hvað þá með alla hina sem hafa gert svo miklu miklu meira af sér???
Jóhanna Kristín Steinsdóttir, 11.11.2008 kl. 14:47
spurning hvort er verra ??? svíkja flokkinn eða þjóðina !!! þeir sem svíkja flokkinn (hvaða flokk sem er, ekkert endilega framsókn) segja af sér....þeir sem svíkja þjóðina halda áfram (almennt um stjórnendur, ekki endilega þennan flokk)
Heiðdís Ragnarsdóttir, 11.11.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.