Facts

Fact : Ég er trúlofuð.

Fact: Mig langar til að gifta mig

Fact: Ég þekki mikið af fólki sem mér þykir vænt um sem mig langar til að bjóða (og Stefán þekkir fleiri!) 

Fact: Ég hef ekki efni á því að bjóða öllu þessu fólki í brúðkaupið mitt (ég er ekki að tala um 250 manns, bara svona týpískt íslenskt brúðkaup með 120-150 manns)

Fact: Ég mun ekki hafa efni á því að halda veislu á næstu árum.

Fact: Mig langar meira að gifta mig og halda skemmtilega veislu heldur en að fá gjafir (þarna kom ég sjálfri mér á óvart !!!)

Rétt upp hönd sem myndi mæta í brúðkaup þar sem brúðhjónin myndu biðja fólk um að sleppa gjöfum en hjálpa brúðhjónunum frekar að halda veislu með að "borga sig inn" kannski 3-5000 kr á mann....svona fyrir matnum ??? CoolTounge

Shitt mamma og tengdó fá örugglega flog yfir dónaskapnum í mér BlushGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lutheran Dude

Heiðdís mín, ég myndi alveg borga mig inn í brúðakaupið þitt don't worry

Svo gætuð þið kannski bara verið með Pálínuboð hehe

Lutheran Dude, 12.11.2008 kl. 09:18

2 identicon

Að sjálfsögðu myndi ég koma :)

En ég hef einmitt heyrt um brúðkaup þar sem allir komu með eitthvað með sér og var brúðkaupið þess vegna eins og Pálínuboð. mér finnst það mjög sniðugt.

Elín (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Jóhanna Kristín Steinsdóttir

Ég skal mæta, no problemo!!! :) ... Maður eyðir hvortsemer pening í gjöf (þegar manni er boðið í svona partý) svo það væri alveg jafn gaman að gefa bara peninginn sjálfan og þurfa þá ekki að hafa áhyggjur af því hvað á að kaupa og hvort brúðhjónunum líki það og svo frv.!!!

Jóhanna Kristín Steinsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:48

4 identicon

Hæ :) Sko:......

Heiðdís mín, þú getur líka bara hringt í nógu mikið af fólki og beðið það um að baka eða koma með eitthvað ákveðið af réttum. Svo biðurðu líka bara annað úrval um að koma með ákvena drykki. Á þennan hátt geturðu haft yfirsýn og valið sjálf hvað á að vera á boðstólnum. Á svona krepputímum stendur fólk í alvörunni saman, ég trúi ekki öðru. Þetta krefst þess bara að þið eigið nógu mikið af fólki að sem elskar ykkur, sem ég efast ekki um. Það er hjónabandið sem skiptir máli, ekki bara brúðkaupsdagurinn, þó hann sé náttúrlega mjög mikilvægur líka :)

Ólöf Inger (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 17:59

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég myndi tótallí borga mig inn í brúðkaupið ykkar :)

Þjóðarblómið, 12.11.2008 kl. 19:04

6 identicon

Mér finnst þetta meika fullkomið sens. Þó að hitt sé sögulega fancy enda siður sem Forn-Grikkir héldu uppá. Ekki brúðkaupið heldur kurteisin að bjóða þeim sem komu til þín með gjafir uppá eina góða veislu þess í stað eða gjafir til baka.(Vá Sag 213 (Fornsaga (Vá svigi inní sviga inní sviga ég finn þörf til að nota keðjuregluna))er actually að kenna mér eitthvað)

Heiða litla sæta yndislega systirin (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 19:31

7 identicon

Hei... ég kann líka að baka :)

Kveðja... ein sem er klárlega að troða sér með í veisluna ...hehehe :)

Jóhanna Steinsd. (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband