framhald

Jæja þá er það komið á hreint. Mig grunaði þetta svosem. Ég bryddaði uppá umræðuefni síðustu færslu minnar í kaffistofunni áðan og ég vissi ekki hvert þær ætluðu kellurnar þar. Ég held að vinum finnist þetta ágæt hugmynd en um leið og fólk er komið yfir 35 og finnst ekki gaman að mæta í brúðkaup lengur finnst þetta glötuð hugmynd. Eða eitthvað. Ein sem vinnur með mér hefur fengið svona boð í brúðkaup og fermingu og fannst þetta svo glatað að hún mætti ekki. En það er kannski bara ágætt....þá kemur ekki fólkið sem langar ekkert til að mæta hvort eð er !!! pæling

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég býð mig fram í brúðkaupsundirbúningsnefndina.  Ég er með reynslu.  Í alvöru, þú hringir bara, eða sendir tölvupóst, lætur Stefán Boga hafa samband á fésbókinni, eða bara eitthvað.  Ég meina, það er álag að vera tengd Ártúnsfjölskyldunni, við verðum bara að standa saman.

Sigríður Jósefsdóttir, 19.11.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband