13.11.2008 | 23:58
Me!
Ég fór á uppboð á þriðjudaginn. Það var verið að bjóða upp alls konar dót af minjasafninu frá sýningunni í sumar. Sýningin var tileinkuð íslensku sauðkindinni og það var verið að bjóða upp myndir, gærur , tálgaðar kindur og lampa og eitthvað. Ég var mjög spennt og ekki spennt þar sem ég ákvað í sumar að ég vildi fá svona kindamyndir uppá vegg í gesta herberginu mínu. Stefán Bogi átti að ganga í málið þar sem hann þekkir ljósmyndarann. Það gerðist ekkert í þeim málum þannig að ég þurfti að tölta á uppboð þetta þriðjudagskvöld. Mér fannst það ekki sniðugt þar sem ég var búin að velja mér myndir og var dauðhrædd um að einhver illgjarn kindamyndakaupamaður myndi stela af mér myndunum mínum. Það var óþarfa ótti þar sem mætingin var ekkert sérstaklega mikil. Ég fékk sem sagt myndirnar sem mig langaði í, ódýrari en ef ég hefði keypt þær í sumar....yesssss. Og núna eru þær komnar uppá vegg. Svo fínar. Núna heitir þetta herbergi ekki geymslan, aukaherbergi, gestaherbergi eða what ever. Núna er þetta bara kindaherbergið. Það er hægt að óska eftir gistingu í kindaherberginu .... ef einhver þorir að sofa undir vökulum augum íslensku sauðkindarinnar.....
Mynd nr 1. Þetta eru ekkert sérstaklega góðar myndir af myndunum af því að ég þurfti að taka flassið af til að þær sæjust. Þið þurfið bara að koma í heimsókn til að sjá þær betur
Þessi er svo sæt.....
Þessi er svo flott af því að það er svo mikið grænt í henni...."tónar vel" við appelsínugula sófann !!!
Á veggnum
!?!?!?!?
Athugasemdir
Þegar ég var að byrja að lesa færsluna þá gat ég ekki séð að kindamyndir myndu koma svo vel upp á vegg, en þetta lítur bara ljómandi vel út og ég á án efa eftir að óska eftir gistingu í kindaherberginu :)
En með færsluna hérna á undan (með brúðkaupið) þá á maður alltaf að gera það sem maður sjálfur langar til og er sáttur með, alveg óháð hvað öðrum finnst. En bara smá ráðlegging þá myndi ÉG aldrei halda brúðkaup sem ég réði ekki við fjárhagslega vegna þess að það er sko nóg af tilefnum til að þræta um í hjónabandi (s.s.börn, vinna, peningar, tími og tímaleysi og svo rosalega margt annað) og það er alveg glatað að halda brúðkaup sem gefur tilefni til ágreinings strax á fyrstu mánuðum hjónabandsins. En aftur vil ég minna á það að maður gerir að sjálfsögðu það sem maður sjálfur vill!!
Kveðja Frá gellunni sem myndi glöð borga sig inn í brúðkaupið þitt (og jafnvel baka köku líka:))
Elín (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:14
Mér finnst það orðið pínulítið spooky hvað þú ert orðin hrifin af kindum Sætar myndir samt
Hugrún (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:51
kindur eru fyndnar og skemmtilegar....nema þegar þær hlaupa í vitlausa átt, hoppa á mann eða láta almennt eins og fífl !!!
Heiðdís Ragnarsdóttir, 14.11.2008 kl. 15:46
Mér finnst lambamyndin algert æði, heppin ertu að ég var ekki þarna að bjóða uppá móti þér, hehe.
Guðrún , 15.11.2008 kl. 14:20
Mér datt bara eitt í hug þegar ég las færsluna.... og það var: ....MmEEeee!!!!
Jóhanna Kristín Steinsdóttir, 15.11.2008 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.