Útvarp!

Það er nú ekki margt sem ég sakna úr Reykjavík, en eitt af því er að keyra í borginni. Ekki það, ég er dauðfegin að vera laus við það að keyra út um allt. Ekkert sérstaklega gaman að eyða nokkrum klukkutímum á mánuði í það að keyra, bíða, pirrast og slást um bílastæði, eða kaupa bensín. Það sem ég sakna úr þessum tíma í bílnum er útvarp og tónlist. Komst nefninlega að því að ég hlusta voða lítið á tónlist fyrir utan bílinn. Þetta er sérstaklega erfitt núna þar sem mig langar til að fara að hlusta á jólalögin og söngla með þeim...en ég geri það einhvernvegin ekki heima. Þá set ég frekar einhverja jólamynd í tækið og hlusta/horfi á það.

Já stundum kemur maður sjálfum sér á óvart !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður bara að gera eins og við Markús Ingi, skella jólalögunum inn á ipodinn, við erum nefnilega að komast í jólaskap.

Lauga (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband