26.11.2008 | 13:02
Ekki gaman
Að lasinpúkast .... einu sinni enn. Er farin að trúa þessu sem er alltaf sagt um vinnu í leikskóla. Ég var aldrei veík í fyrra vetur. Mig langaði til þess nokkrum sinnum....en var aldrei nógu veik. Varð varla kvefuð ef ég man rétt. Það er svona þegar maður tekur góð vítamín. Núna er ég á fjórða degi frá því að ég byrjaði í ágúst. Tók einn dag í september. Einn í síðustu viku þar sem ég var slöpp og hóstandi. Á mánudaginn var mér virkilega illt í maganum. Beið eftir því að fá ælupest eða niðurgang eða eitthvað en nei. Mér var bara rosalega illt í maganum. Núna er mér aftur illt í maganum en er flökurt með. Gaman að þessu.....NOT.
Og núna er ég svöng, illt í maganum og það er afskaplega takmarkað til að borða af því að ég hef ekki haft tíma til að fara í bónus....damn it. Ég veit ekki hvort að þið áttið ykkur á því en ég er ekki að eiga góðan dag.
Samt gaman að því að við Stefán erum að aumingjast saman. Hann náði sér í sýkingu í jaxl og þarf að fara í rótarfyllingu. Var með hita og allt um helgina. Hann er meira að segja að taka verkjalyf og það gerir hann sko aldrei... Þaning að við höfum verið að aumingjast saman og það er svosem "voða kósí". Nema það að maður er ekkert sérstaklega skemmtilegur þegar maður er veikur. En smá kompaní.
Eitt skemmtilegt sem ég get sagt frá. Ég var að skoða fréttablaðið í gær sem Stefán hafði náð í í kaupfélaginu. Ég byrja alltaf aftast í blaðinu og þegar ég er komin fremst þá sé ég að það á eitthvað jólablað að fylgja með blaðinu í gær. Stefán Bogi kannaðist ekkert við það og blaðið var ekki heima hjá mér. Þannig að ég dröslaðist í útifötin mín og labbaði niður göngustíg dauðans (af því að þar er fljúgandi hálka og niðamyrkur) til að komast í fréttablaðskassann og fá jólablaðið góð. Stefán Bogi hló og hló að mér þegar ég kom með blaðið inn af því að hann sá á mér hvað ég var hamingjusöm með það. Enda ekki annað hægt þar sem þetta 96 blaðsíðna blað um jólin. Halló. Yndi. Ég var í einn og hálfan tíma að dunda mér í gegnum blaðið....æði gæði, meira svona
Athugasemdir
Þú varst svo krúttleg þegar þú komst inn, bitin af kuldabola en yfir þig hamingjusöm með stóra stóra jólablaðið þitt. Elska þig
Stefán Bogi Sveinsson, 26.11.2008 kl. 17:27
Kannski ertu svo "heppin" að þetta er þinn veikindavetur. Minn veikindavetur var í fyrra en er stálslegin í vetur... Hef bara ekkert orðið veik... 7, 9, 13...
Sólveig, 27.11.2008 kl. 22:41
kannski... er heppin á meðan þetta er einn og einn dagur en ekki vika og vika. Hef aldrei lent í því (svo ég muni eftir á fullorðins árum allavega) að fá flensu í marga daga og liggja bara í rúminu !!! 7-9-13
Heiðdís Ragnarsdóttir, 28.11.2008 kl. 10:13
Veikindaveturinn minn var í fyrra líka, er samt búin að taka eina flensu núna í haust og nokkra slappdaga!
Lutheran Dude, 28.11.2008 kl. 13:12
Hmm... illt í maganum, flökurt og slöpp... ég kannast við það en þegar ég
Jóhanna (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:54
Arg... þetta er einmitt eftirköstin af "veikindunum" litlir puttar sem hjálpa manni við tölvuvinnsluna!!!
EN... það sem ég vildi sagt hafa áðan...
ÉG kannast alveg við svona en þegar ég fékk svona "pest" þá endaði ég alltaf á fæðingardeildinni svona ca 8 mánuðum seinna og fór heim "einum fleiri" en ég hafði verið ;)
Jóhanna áfram... (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.