Helgin

Snjórinn þóttist ætla að fara um helgina....hrúgan á svölunum mínum skrapp allavega saman...en svo kom hann aftur.

Fór á jólagleði starfsmannafélagsins á föstudaginn. Það var voða gaman. Við vorum í nýjum sal eldri borgara á staðnum. Ferlega flottur. Það var flatskjár í salnum sem ég bisaði í þónokkra stund við að fá til að sýna Rúv. Það tókst á endanum þó að það væri í svart/hvítu. Skipti ekki öllu máli, ég veit alveg hvernig SB er í lit. Þegar kom svo að því að byrja að borða og þátturinn var að byrja var skipað að slökkva á sjónvarpinu (sem var ekki einu sinni með hljóði!). Sumum fannst ekki viðeigandi að hafa kveikt á sjónvarpinu þegar við værum að borða saman. Þá myndi fólk standa og horfa í staðin fyrir að sitja saman og borða. Ég ákvað að vera ekkert að standa fyrir mínu. Fólkið sem hafði áhuga á að horfa og var búið að segjast vilja hafa kveikt á sjónvarpinu þagði þunnu hljóði, og ekki ætla ég að vera frekjan í 30 manna hóp og krefjast þess að hafa kveikt. 

Ég skóflaði þá bara í mig matnum og settist svo inn í dagstofuna. Var þar ein í þessum fína lazyboy að horfa á þennan fína flatskjá. Fór fram í auglýsingahléum til að borða aðeins meira, fylla á glasið og segja stöðuna. Fylgdist svo með mínum manni brillera í spurningarkeppninni góðu. Hópur fólks birtist svo á síðustu mínótunum og sagðist hafa vitað þetta allan tímann. Flott hjá þeim.

Ég missti af byrjuninni og horfði því aftur á þáttinn á laugardaginn, þá með SB mér við hlið. Það var geðveikt skrítið og fyndið að horfa á einhvern í sjónvarpinu og sitja við hliðina á honum. Skil alveg af hverju börnin verða hissa.

Góður þáttur og góð starfsmannagleði....og mér fannst ég ekkert fátækari við að hafa misst af kellunum í klukkutíma.  

Fórum svo í seyðisfjarðarbíó á sunnudaginn. Sáum James Bond. Fínasta bíó....allavega betra en ég þorði að vona...þó að fótapláss hafi verið mjög takmarkað !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún

Hann var bara svalur kallinn þinn! :D

Guðrún , 10.12.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband