14.4.2009 | 21:49
MYNDABLOGG
Trúi því ekki að enginn hafi trú á okkur Stefáni í quicksteppið....eða þá að það les enginn blogg lengur....já það hlítur að vera ástæðan.
Myndaupdate
Þetta gerði ég á leikskólanum fyrir páska. Þetta listaverk er gert úr lituðum eggjaskurnum.
Svo er það gluggaræktunin mín.
Þetta er dvergbíturinn minn (vinstra megin), ekkert komið á hann nema stór stór lauf. Hægra megin er kóríander. Notaði nokkur lauf af honum í salatið áðan og komst að því að þetta krydd er vont. Damn it.
Næst eru svo timíanið og oreganoið. Timíanið var of æst þegar ég byrjaði, kom uppúr moldinni og visnaði svo bara og dó. Ég reyndi aftur og en sem komið er er bara mold og fræ í timíanpottinum. Oreganoið er að taka við sér. Var hrædd um að það færi sömu leið og timíanið en það er allt að gerast og oregano lykt ef maður setur nefið ofaní pottinn.
Svo er það tréblómið sem ég þarf aldrei að vökva. Við hliðina á því er svo myntan. Ég bíð spenntust eftir henni af því að það er gott að naga myntublöð. Og auðvitað gerist ekki neitt þar. Myntan hefur tvær vikur í viðbót til að hunskast uppúr moldinni, eftir það gerist eitthvað drastískt.
Svo er það óskilgetna plantan. Henti nokkrum paprikufræum úr papriku í ísskápnum í pott og vökvaði reglulega. Núna er þetta að gerast. (hin voru sko keypt í blómaval!)
Svo er ég loksins búin að setja gardínur upp og er sátt við þær. Ég krullaði þær ekki utanum stöngina eins og ég ætlaði upphaflega að gera heldur lagði þær bara fallega yfir....kom mér á óvart og Stefán var alveg stein hissa á þessu
Soldið dökk mynd en svona liggja þær...dökk grænar og hinar undir eru fjólubláar.
Var ég búin að sýna ykkur peysuna sem ég prjónaði fyrir samstarfskonu mína um daginn ??
Maðurinn hennar er reyndar búinn að stela peysunni
Held að þetta sé "it" af myndum í bili. Untill I will blog again ...
Athugasemdir
Hæ,
Líst vel á quickstepp, plöntur og prjónaafurðir. Kóreander er sérstakt krydd sem mörgum finnst ekki gott. Galdurinn er að nota bara lítið af því!
Mamma
Kristjana (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:34
Afi hér, Ég skoða bloggið alltaf.
Hörður (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:51
Vá, hvað þú ert orðin mikil húsmóðir :) Það er alltaf gaman að sjá myndir af húsinu ykkar og ég hlakka til að kíkja til ykkar í sumar.
Elín (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.