Kostningadagurinn mikli

Sit í Austrasalnum með grænt glas við hliðina á mér. Glasið (og glösin) keypti Stefán Bogi í Rúmfatalagernum á Akureyri um daginn. Fór að kjósa áðan og er núna að gæða mér á framsóknarkostningarkaffinu fræga (það besta á landinu er mér sagt). Ég bjó til ostasalat fyrir þá. Jebbs ég er að verða framsóknarkella á Austurlandi. Það er bara alveg ágætt. Ekki slæmur félagsskapur. Verst að ég er ekki mikill bakari. Á ekki hrærivél (sem er nú ekki bráðnauðsynlegt) né kökuform (sem er verra!). Ég hef t.d. aldrei bakað marens. Hef heyrt að það sé vandaverk og þess vegna þori ég því ekki. Konurnar hérna á Héraði koma með hverja Hnallþóruna á fætur annarri hérna inn og ég veit núna hvað Hnallþóra er. Ég spurði mömmu nefninlega að því í vikunni. Það eru sko svona dúlleríis kökur/tertur, oft með rjóma.

Ég hef ekki verið dugleg að prjóna undanfarið. Litla peysan mín er nefninlega ekki fyrir neinn sérstakan og þess vegna þarf ég ekkert að flýta mér með hana. Nú er hins vegar búið að biðja mig um að prjóna lopapeysur. Ég held að það séu þrjár sem eru að vinna með mér sem hafa beðið mig að prjóna fyrir sig. Ég þarf bara að fara að búa til business út úr þessu. Hef heyrt að þær sem eru að selja í búðir taki 500 krónur á klukkutímann. Þá yrðu mínar peysur nú svolítið dýrar þar sem ég er örugglega ekki eins fljót og þær. En kannski að maður setji einhvern smá pening ofaná efniskostnaðinn fyrir vinnuna. Smá bónus til að setja í brúðkaupssjóð Wink nú eða hundasjóð Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef heldur aldrei vitað hvað Hnallþórur eru. Og þetta er ekki eitt að því sem maður spyr aðra um vegna þess að maður á að vita hvað þetta er, SNÚIÐ. En núna eruð þið mamma þín búnar að koma í veg fyrir að ég verði mér til skammar næst þegar rætt verður um Hnallþórur :)

Elín (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ekki vera hrædd við að skella í eina marengsköku við tækifæri....ef þú ert ekki með ömurlegan ofn að þá er það sko í alvöru EKKERT mál!
Galdurinn er bara að dreifa "deiginu" vel, svo það verði jafn þykkt allstaðar....og alls ekki of þunnt í endunum ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 29.4.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband