Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
28.11.2007 | 19:15
Mig langar
Mig langar í svona. Þetta eru bara fallegustu kertastjakar sem ég hef séð í langan langan tíma. Ég sé fyrir mér stemningu í að taka þennan aðventukrans upp fyrir hver jól og stilla honum fallega upp einhverstaðar, kannski skreyta með einhverju smá, en ekki mikið.
Þessi er reyndar silfur...þessi sem ég er að skoða fæst í líf og list og er gylltur...svoooo fallega gylltur. Kostar litlar 8900 krónur !! Vaaaaáááá mig langar í.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.11.2007 | 21:12
Hver man eftir vöfflum ??
Ég fór á námskeið í vinunni í dag. Námskeiðið var um hegðunarvandamál. Það fjallaði mikið um hvað hegðunarvandi er og að mestu um hvernig starfsfólk er orsök hegðunarvandans. Í einum hluta námskeiðisins var verið að fjalla um sjálfsskaða, hvað hann er og hver er orsök hans. Það er til dæmis til heilkenni þar sem sjálfsskaði er eitt af greiningarviðmiðum. Ég lærði nú ekki mikið nýtt um sjálfsskaða á þessu námskeiði en ég lærði það að ég stunda sjálfsskaða í töluverðu magni. Ein glæran var um tölfræði sjálfsskaða hjá fólki með Tourette. Hmm, ég fór að hugsa og fattaði að ég geri þetta soldið mikið. Kannski ekki mjög alvarlegt en er jú til staðar. Ég lem sjálfa mig í síðuna reglulega yfir daginn og ég braka í flest öllum liðum, sérstaklega í háls, hrygg og fingrum. Það er kannski ekki hræðilega slæmt en það er pottþétt ekki gott fyrir liðina! Ég veit ekki hvað það er en eitthvað af þessum kippum mínum fara líka mjög illa með mjóbakið á mér. Er alltaf mjög stíf og aum þar. En það hefur kannski meira með hreyfingarlesi og slæma líkamsstöðu að gera.
Ekki það að ég hafi miklar áhyggjur af þessari sjálfsskaðandi hegðun. En eitthvað til að hugsa um !
(allaf jafn gaman að heyra um sjálfan sig í fyrirlestrum !!)
Fór í vinnupartý á föstudaginn. Það var eighties þema. Ég var með vöfflur í hárinu. Ég var rosa sæt, tímdi ekki að þvo mér um hárið alla helgina mér fannst ég svo krúttleg. Það var rosa gaman. Fór svo á Ölstofuna með Stefáni Boga og vini hans. Stefán var svo upptekinn að spjalla við vin sinn að hann tók ekkert eftir því þegar það kom strákur að spjalla við mig. Ég skal viðurkenna það að þetta er í fyrsta sinn sem kk kemur og spjallar við mig á næturlífinu og ég fæ ekki aula eða drykkjuhroll við að sjá viðkomandi. Fannst það samt hálf kjánalegt þegar ég mundi eftir vöfflunum í hárinu mínu...en ef það eru vöfflur sem kk vilja þá er aldrei að vita nema maður skarti þeim oftar confidence booster dauðans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2007 | 13:15
Simmsalabimm
Þrátt fyrir skrautlegann árangur við eldun saltfisks í síðustu viku þá held ég að ég sé að sjóast í fiski eldamennsku með vinnu minni á sambýlinu. Ég vinn nefninlega oft á fimmtudögum og það er alltaf einhver fiskur í matinn á fimmtudögum. Í þessari viku var ég með ofnbakaðann lax með sætum kartöflum og sallati. Ég sem borða nánast alldrei lax. Það tókst mun betur en þessi lúmski saltfiskur þarna um daginn.
Fór á bókasafnið í vikunni. Fannst ég rosalega heppin þegar ég náði í nýju bókina eftir manninn sem skrifaði flugdrekahlauparann. Ég er svo heiðarleg að ég fer strax og spyr hvort að bókin sé nokkuð frátekin. Konan tékkar og segir að hún sé laus. Ég er þá í ca. 10-15 mínútur í viðbót að leita mér að fleiri bókum. Þegar ég ætla svo að taka bækurnar þá er þessi bók tekin af mér af því að hún var frátekin. Ég spyr hvort að það hafi gerst á þessum mínútum sem ég var á staðnum með bókina í hendinni. Sú kona gat nú ekki séð það í tölvunni hjá sér. Segir svo við mig "þetta er sko nýja bókin eftir manninn sem skrifaði flugdrekahlauparann !!!" Stefán Bogi segir að ég sé rugluð að halda þessu fram og að þetta sé bara ímyndun í hausnum á mér EN ég get svo svarið það konan sagði þetta við mig eins og ég væri hálfviti... auðvitað vissi ég hvaða bók þetta var og að hún væri vinsæl...þess vegna tékkaði ég á henni um leið og ég sá hana... leiðindar $/&%#$ kona. Kannski er ég bara bjáni en svona framkoma fólks við ókunnuga finnst mér viðbjóðslega pirrandi. Þetta hefur svo mikil áhrif á mig. Veit að maður á ekki að láta svona hafa áhrif á sig en ég bara verð svo pirruð. Aðallega á fólkinu að leyfa sér að tala svona við annað fólk.
Annað dæmi þar sem Stefán Bogi sagði að ég væri rugluð (þó að hann hafi ekki verið á staðnum í hvorugu dæmanna). Ég var á bensínstöð þar sem var verið að bjóða upp á dælulykil. Ég er með lykil hjá atlantsolíu og langar ekkert í annan. Þegar ég vil ekki hlusta á tilboð mannsins og segist vera með annan þá segir hann við mig "jah...þú veist ekki hverju þú ert að missa af". Og það er ekki hvað hann sagði, heldur hvernig hann sagði það...eins og ég væri fæðingarhálfviti fyrir að láta ekki glepjast af tilboðinu hans. Þoli ekki þegar ókunnugu fólki tekst að láta mér líða þannig í smá stund...og þoli það ekki að fólk skuli leyfa sér að tala svona við annað fólk!
Ok pirringspistli dagsins lokið. Lét Stefán Boga plata mig í gær á eitthvað skemmtikvöld hjá framsóknarmönnum í mosfellsbæ. Bjóst nú ekki við því að skemmta mér neitt allt of vel, en það var bara mjög gaman. Var með Stefán öðrum megin við mig. Hann talaði reyndar mjög lítið við mig þar sem eldri maður sat á móti honum en sá maður bjó fyrir austan í einhver ár og þar af leiðandi gátu þeir talað saman allt kvöldið. Sá maður spyr fólk alltaf hvaðan það sé. Ef maður er úr reykjavík þá er víst ekki hægt að tala við það þar sem hann þekkir engann úr reykjavík. Og hann stóð við það. Spurði mig hvaðan ég væri og hafði svo ekki meira að segja við mig. Ég varð því að reiða mig á aðra sessunauta mína. Sem voru ekki slæmir. Eggert nokkur sat við hliðina á mér, stórfínn maður, og svo Siv Friðleyfsdóttir á móti mér. Þau voru prýðis sessunautar. Siv keypti rauðvínsflösku og hellti alltaf jafnt í sitt og mitt glas. Ekki amalegt. Ég er ánægð með að hafa kosið hana fyrir fjórum árum. Verst að ég gat ekki kosið hana núna. Flott kona, gaman að tala við hana. Villtums svo reyndar í eitthvað smá teiti til systur hennar þar sem við skutluðum henni í grafarvoginn. Ákaflega skondið, en mjög skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.11.2007 | 23:16
Fiskur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)