Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Snjór !

Það er eitthvað yndislegt við það að labba í vinnuna í fullt af snjó (þó að það sé "erfitt), jólaljós út um allt og jólalög í eyrunum. Frost úti sem bítur aðeins í nefið en enginn vindur, bara yndislegt vetrarveður. Ahh...ég elska desemberInLove

og meiri snjór

og meiri snjór.

Ég var byrjuð að blogga um tónleikana sem ég, Þorgeir og Hlín fórum á um helgina. Svo nennti ég því ekki. Diddú er æði. Egill Ólafsson syngur vel í hljómsveitum en ekki eins vel þegar hann er að syngja klassík. Og hann gerði þau leiðu mistök að halda að tónleikarnir snérust um hann. Ekki alveg rétt áætlað hjá herranum. Kórinn sem var að halda tónleikana (kór fjarðarbyggðar) var ágætur og skemmtilega metnaðarfullur. Þetta var mjög skemmtileg ferð.

Ég mokaði tröppurnar áðan. Það var alveg erfitt. Fullt af snjó og ég var búin að draga þetta verkefni alla helgina þannig að eitthvað af snjónum var niðurtraðkaður. Það gerði verkefnið erfiðara. En ég gerði þetta og ég er best. Eins gott að það fari ekki að þiðna núna.

og meiri snjór


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband