og meiri snjór

og meiri snjór.

Ég var byrjuð að blogga um tónleikana sem ég, Þorgeir og Hlín fórum á um helgina. Svo nennti ég því ekki. Diddú er æði. Egill Ólafsson syngur vel í hljómsveitum en ekki eins vel þegar hann er að syngja klassík. Og hann gerði þau leiðu mistök að halda að tónleikarnir snérust um hann. Ekki alveg rétt áætlað hjá herranum. Kórinn sem var að halda tónleikana (kór fjarðarbyggðar) var ágætur og skemmtilega metnaðarfullur. Þetta var mjög skemmtileg ferð.

Ég mokaði tröppurnar áðan. Það var alveg erfitt. Fullt af snjó og ég var búin að draga þetta verkefni alla helgina þannig að eitthvað af snjónum var niðurtraðkaður. Það gerði verkefnið erfiðara. En ég gerði þetta og ég er best. Eins gott að það fari ekki að þiðna núna.

og meiri snjór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig

Ég held að hann geri almennt þau mistök að halda að hann sé númer eitt í lífinu. Ég hef aðeins rætt við manninn í nokkrar mínútur og þeim örfáu mínútum sem ég talaði við hann fannst mér hann einn sá sjálfumglaðasti maður sem ég hef talað við. Það var allavega mín upplifun

Sólveig, 1.12.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

hef reyndar vikið mér að honum einu sinni þegar ég var að vinna í nóa og hann kom að versla. var að spyrja hann um michael ball og tónleika sem þeir sungu saman á. hann var mjög almennilegur og skemmtilegur þá þannig að kallinn er ekki alslæmur....en  kannski var þetta af því að ég var að spyrja um eitthvað sem spilaði inná egoið....gæti verið

Heiðdís Ragnarsdóttir, 2.12.2008 kl. 09:01

3 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Afsakið.....en er það ekki Stefáns Boga verk að moka tröppurnar??
....Rosa dugleg samt....en mér finnst þetta frekar ill meðferð á þér greyið mitt!! ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 2.12.2008 kl. 09:34

4 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

ég reyndi eitthvað að koma því á framfæri að þetta væri ekki mitt verk....hann sagðist einu sinni hafa mokað tröppurnar...en ég var búin að fjarlægja þá minningu úr höfðinu á mér. en hann var í rvk alla helgina þannig að ég hefði nú átta að vera búin að þessu....nú eða hann áður en hann fór ! En nú fer gamla konan að flytja við hliðina á okkur og þá hlýtur hún að sjá um þetta svo hún fljúgi ekki á haustinn

Heiðdís Ragnarsdóttir, 2.12.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband