Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Kostningadagurinn mikli

Sit í Austrasalnum með grænt glas við hliðina á mér. Glasið (og glösin) keypti Stefán Bogi í Rúmfatalagernum á Akureyri um daginn. Fór að kjósa áðan og er núna að gæða mér á framsóknarkostningarkaffinu fræga (það besta á landinu er mér sagt). Ég bjó til ostasalat fyrir þá. Jebbs ég er að verða framsóknarkella á Austurlandi. Það er bara alveg ágætt. Ekki slæmur félagsskapur. Verst að ég er ekki mikill bakari. Á ekki hrærivél (sem er nú ekki bráðnauðsynlegt) né kökuform (sem er verra!). Ég hef t.d. aldrei bakað marens. Hef heyrt að það sé vandaverk og þess vegna þori ég því ekki. Konurnar hérna á Héraði koma með hverja Hnallþóruna á fætur annarri hérna inn og ég veit núna hvað Hnallþóra er. Ég spurði mömmu nefninlega að því í vikunni. Það eru sko svona dúlleríis kökur/tertur, oft með rjóma.

Ég hef ekki verið dugleg að prjóna undanfarið. Litla peysan mín er nefninlega ekki fyrir neinn sérstakan og þess vegna þarf ég ekkert að flýta mér með hana. Nú er hins vegar búið að biðja mig um að prjóna lopapeysur. Ég held að það séu þrjár sem eru að vinna með mér sem hafa beðið mig að prjóna fyrir sig. Ég þarf bara að fara að búa til business út úr þessu. Hef heyrt að þær sem eru að selja í búðir taki 500 krónur á klukkutímann. Þá yrðu mínar peysur nú svolítið dýrar þar sem ég er örugglega ekki eins fljót og þær. En kannski að maður setji einhvern smá pening ofaná efniskostnaðinn fyrir vinnuna. Smá bónus til að setja í brúðkaupssjóð Wink nú eða hundasjóð Tounge

 


MYNDABLOGG

Trúi því ekki að enginn hafi trú á okkur Stefáni í quicksteppið....eða þá að það les enginn blogg lengur....já það hlítur að vera ástæðan.

Myndaupdate

Þetta gerði ég á leikskólanum fyrir páska. Þetta listaverk er gert úr lituðum eggjaskurnum.

Árið 2009 016

Svo er það gluggaræktunin mín.

Þetta er dvergbíturinn minn (vinstra megin), ekkert komið á hann nema stór stór lauf. Hægra megin er kóríander. Notaði nokkur lauf af honum í salatið áðan og komst að því að þetta krydd er vont. Damn it.

Árið 2009 017

Næst eru svo timíanið og oreganoið. Timíanið var of æst þegar ég byrjaði, kom uppúr moldinni og visnaði svo bara og dó. Ég reyndi aftur og en sem komið er er bara mold og fræ í timíanpottinum. Oreganoið er að taka við sér. Var hrædd um að það færi sömu leið og timíanið en það er allt að gerast og oregano lykt ef maður setur nefið ofaní pottinn.

Árið 2009 019

Svo er það tréblómið sem ég þarf aldrei að vökva. Við hliðina á því er svo myntan. Ég bíð spenntust eftir henni af því að það er gott að naga myntublöð. Og auðvitað gerist ekki neitt þar. Myntan hefur tvær vikur í viðbót til að hunskast uppúr moldinni, eftir það gerist eitthvað drastískt.

Árið 2009 020

Svo er það óskilgetna plantan. Henti nokkrum paprikufræum úr papriku í ísskápnum í pott og vökvaði reglulega. Núna er þetta að gerast. (hin voru sko keypt í blómaval!)

Árið 2009 018

Svo er ég loksins búin að setja gardínur upp og er sátt við þær. Ég krullaði þær ekki utanum stöngina eins og ég ætlaði upphaflega að gera heldur lagði þær bara fallega yfir....kom mér á óvart og Stefán var alveg stein hissa á þessu Tounge

Árið 2009 021 

Soldið dökk mynd en svona liggja þær...dökk grænar og hinar undir eru fjólubláar.

Var ég búin að sýna ykkur peysuna sem ég prjónaði fyrir samstarfskonu mína um daginn ??

2606_55008158315_592253315_1596200_3556126_n

Maðurinn hennar er reyndar búinn að stela peysunni Bandit

Held að þetta sé "it" af myndum í bili. Untill I will blog again ...


Páskarnir komnir

PÁSKAFRÍ ... finally.  Ég er heima að horfa á fjölskyldumynd frá 1994 á rúv. Ég horfði á þessa mynd sem krakki og fannst hún rosa skemmtileg. Finnst hún ekki alveg jafn skemmtileg og núna en alveg ágætis fjölskyldumynd um krakka sem búa sér til sumarbúðir af því að þau vilja ekki fara í þær sem foreldrarnir vilja senda þau í. Stuð hjá mér. Í gær horfði ég á myndina Shall we dance. Hún var líka á rúv. Rúv er alveg að brillera í bíómyndavali. Rosa væri ég mikið til í að læra quickstep dans. Hann er geðveikt flottur. Miklu flottari en vals og eitthvað svona væmó. Hvernig væri að við Stefán dönsuðum brúðarkvikkstepp í brúðkaupinu okkar frekar en einhvern væmó vals ?? Ég þykist geta hreyft fæturna svona hratt...Stefán er ekki viss.

Hvað haldið þið ?? Getur ekki verið svo erfitt, steppidí stepp, hlaupedí hlaup, hoppedí hoppedí stepp. Sko er næstum því búin að ná þessu !  .....þyrftum reyndar svolítið stórt dansgólf Woundering

Það er kominn vorfílingur í mig. Sem er ekki alveg nógu gott þar sem það er bara apríl og það koma alltaf einhver hret í lokin. Fuglarnir eru samt að koma aftur. Við sáum svani og gæsir fljúga yfir um helgina. Hef reyndar ekki hugmynd um hvort að þessir fuglar fari alltaf af landi brott en ég hef allavega ekki séð þá í vetur. Svo eru fuglarnir líka farnir að syngja fyrir mig þegar ég labba í vinunna á morgnanna. Voða vorlegt.  Fékk líka svona extra vor í hjartað í gærkvöldi. Þá var ennþá bjart þegar ég var búin að borða og mig langaði voða mikið til að fara út og gera eitthvað. Ég gerði það ekki en mig langaði til þess Wink   Það þýðir að það sé að koma vor. Þegar mann langar alltaf til að vera úti.

Við Stefán fórum í sunnudagsbíltúr á Akureyri síðasta sunnudag. Ég hef bæði heyrt sögur af fólki sem gerir þetta stundum, þ.e. vera bara einn dag. Öðrum finnst þetta svolítið langur bíltúr. En við höfðum það voða gott. Fórum í rúmfatalagarinn, hlölla báta, greifann og á kaffihús. Heimsóttum líka Urði og manninn hennar. Alveg hreint luvelly. Okkur finnst líka svo gaman að spjalla og keyra. Þegar við verðum komin með þrjú börn og þurfum að komast út til að rækta sambandið þá förum við ekki út að borða eða eitthvað svoleiðis...við förum í bíltúr. Mjög djúpar samræður sem skjóta upp kollinum t.d. á möðrudalsöræfunum. Ljómandi góður bíltúr og gaman að koma á Akureyri. Váts hvað ég hlakka til að fara þangað í dekurferðina í maí InLove

Gleðilega páska Kissing


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband