Flutt !!

Jæja, komin í smá siðmenningu á Egilsstöðum. Var að hugsa um að fara á bókasafnið til að kíkja á netið en mundi þá skyndilega að það er smá nettenging hérna á kaffi Valný. Finnst miklu skemmtilegra að sitja með latte bolla og tölvuna mína heldur en að hanga í einhverri almenningstölvu. Plús það þá er þetta miklu meira kúl Cool Er reyndar hrædd um að færslan týnist þar sem tengingin er frekar hæg miðað við það sem maður er vanur...en vona að þetta hverfi nú ekki allt. Heiða heldur því fram að þetta sé frumstæð tenging, held frekar að það séu margir að nota hana. Það er alveg alvöru net á Egilsstöðum.

Ég er semsagt flutt austur. Flutningarnir gengu vel. Ofurhress bílstjóri kom og keyrði dótið okkar austur. Ég fékk her manna til að hjálpa okkur að koma dótinu í bílinn og þrífa litla kjallarann. Bíllinn sem flutti fyrir okkur var bíll plús kerra og við fengum kerruna undir okkar dót. Hún var skilin eftir í lundahólunum á meðan bíllinn fór í grafarholtið til að ná í búslóðina hjá Hlín og Þorgeiri. Pabbi og Biggi, mágur Stefáns, röðuðu í kerruna eins og þeir hefðu aldrei gert annað. Þeir voru eins og í eigin heimi í því að raða og ég er nokkuð viss um að það hefði ekki verið hægt að raða þessu betur. Mamma kom svo með mér í bílnum austur og pabbi kom fljúgandi um kvöldið. Þau voru hjá okkur um helgina og voru mikil hjálp. Pabbi hengdi upp og setti saman flest það sem átti að fara saman og mamma raðaði upp eldhúsinu hjá mér. Núna er eldhúsið mitt voða mömmulegt Wink Við pabbi settum svo saman bókaskáp sem ég keypti áður en við fórum austur. Við eigum tvo skápa sem eru ekki eins á litin af því að annar er keyptur í ikea en hinn einhverstaðar annars staðar. Litamunurinn er samt mjög lítill. Ég fór því ekki í ikea í þetta skiptið heldur í hirzluna til að kaupa nýjan skáp (hélt að hinn skápurinn hefði verið keyptur þar). Það kemur svo í ljós þegar við erum búin að setja skápinn saman að hann er í allt öðrum lit en hinir tveir...þessi nýi er miklu dekkri þannig að núna er ég með þrjá mismunandi liti á bókaskápunum mínum. Damn þetta var pirrandi af því að ég hélt að ég væri svo klár að kaupa sama lit. Þetta er samt frekar fyndið...

Kústur hagaði sér mjög vel í bílferðinni austur. Hann byrjaði að væla en hætti svo og lagði sig. Vaknaði eftir ca hálftíma, vældi smá og lagði sig svo. Þetta gerði hann alla ferðina. Svaf en minnti svo aðeins á sig á ca. hálftíma fresti. Á Akureyri ákvað ég að hleypa honum aðeins út til að teygja úr sér. Var með hann í bandi. Hann var ekki alveg að fatta það og ég efast um að hann hafi haft nokkuð gott af því að viðra sig svona. Hann var úti í svona 10 mínútur og mamma hló að mér mest allan tíman. Enda hálf asnaleg bæði tvö, ég með kött í bandi og kötturinn dauðskellkaður í bandi á bílstæði á Akureyri. Stupid really. Kústur virðist nú vera missáttur við að vera fluttur. Fær ekkert að fara út nema aðeins á svalirnar og má ekki lengur kúra í rúmminu okkar (erum nefninlega komin með svo fancy rúmteppi!) Hann er því búinn að hertaka svefnsófann (viðeigandi). Hann var svo áttavilltur greyið þegar hann kom að hann reyndi að skíta í fatahrúguna hans Stefáns. Mér tókst þó að koma í veg fyrir það og benda honum á sandinn sinn. Hann hefur þó verið að æla aðeins en ég er að vona að hann fari að hætta því. Frekar leiðinlegt og ógeðslegt. Er ný búinn í ormahreinsun þannig að ég vona að það sé ekki það sem er að angra hann. Ætli ég reyni ekki að halda honum inni en um sinn áður en ég sleppi honum lausum í skóginn Blush

Ég hef ekki mikið gert í íbúðinni síðan mamma og pabbi fóru. Stefán fékk mig til að sjá um eldamennsku í frjálsíþróttaskóla sem ÚÍA er með og það hefur tekið töluverðan tíma. Svo er ég líka búin að fara aðeins í leikskólann sem ég verð að vinna í til að sjá hvað ég verð að gera og aðeins að sjá krakkana sem ég verð að vinna með. Lofar góðu og ég held að ég verði ekkert SVO mikið úti á túni. Bara spennandi. Ég fer þó að verða leið á að stika í kringum kassa þannig að ég reyni örugglega að koma þeim frá á næstu dögum. Þá get ég líka farið að setja inn myndir. Ekkert gaman að sjá myndir af kössum. Þið verðið bara að bíða eftir að ég nenni að ganga frá til að sjá hvað íbúðin mín er flott (sem hún er). Ég er rosa ánægð með hana og veit að það verður gott að búa í henni.

Ég er líka búin að vera menningarleg í þennan stutta tíma minn hérna fyrir austan. Fór á miðvikudaginn á tónleika í Bláu Kirkjunni á Seyðisfirði með Páli Óskari og Monicu. Það var æði. Við Stefán ræddum það áður en Palli kom fram um það hvort hann yrði í hvítu jakkafötunum eða í glimmer/pallíettu galla. Hann var í hvítum pallíettu fötum. Það var æði. Við keyrðum aðeins um Seyðisfjörð eftir tónleikana og fundum gamlan bekkjarbróður Stefáns úti á palli með kærustu sinni og systur. Stoppuðum þar í smá stund og komumst að því að Svavar Knútur (úr Hraun) væri að koma kvöldið eftir til að trúbadorast á Hótel Öldunni á Seyðisfirði ásamt áströlskum trúbador. Þeir eru einmitt með eitthvað alþjóðlegt trúbador conspiracy í gangi. Ég ákvað á staðnum að ég ætlaði aftur á Seyðisfjörð daginn eftir. Stefáni leyst eitthvað illa á að ég væri ein á báti (þar sem hann var að stinga af til Reykjavíkur) þannig að hann fékk þetta fólk til að ættleiða mig. Þau semsagt sátu á borðinu hjá mér í gær. Ohhh þetta var svo æðislegt kvöld. Þeir sungu og sögðu sögur og þetta var svo skemmtilegt. Svo sat ég við gluggan og gat horft á þokuna leysast upp og fjöllin koma í ljós og fjúffenheimer þetta var svo fallegt. Yndislegt kvöld. Keyrði svo heim í þokunni klukkan hálf þrjú þar sem mér var boðið í smá eftir tónleikahitting með "fólkinu" og tónlistarmönnunum. Gaman gaman.

En já þetta er semsagt það sem ég hef verið að bauka á Egilsstöðum. Vá orðið langt...til hamingju þeir sem nenntu að lesa svona langt. Spurning hvenar ég blogga næst...kannski heima hjá mér !!! Hver veit Wink


Here we go !

Síðasta bloggfærslan úr bænum í bili. Nú er stefnan tekin austur. Búið að koma öllu í bílinn og kötturinn fékk náðarsamlegast að dvelja í þvottahúsinu hjá mömmu í eina nótt. Spennandi hvernig hann á eftir að fíla átta tíma akstur austur. Ef þið sjáið konu með svartan og hvítan kött í rauðu bandi einhverstaðar á landsbyggðinni á morgun þá er það ég að viðra köttinn Wink

To close for comforte !!

Pfff. Trúi ekki að ég hafi sett inn þessa fínu myndafærslu og ég fæ bara eitt komment. Reyndar skemmtilegt komment en bara eitt !!! Þessi vika er nú búin að vera ágætlega strembin og á ekkert eftir að "skána".  Mánudagurinn minn fór í stúss, tannlækni, dýralækni, kaupa kassa og flytjidót og keypti náttborð. Þriðjudagurinn fór í að pakka. Hugrún og mamma komu og björguðu mér seinni partinn og við vorum að troða í kassa langt fram á kvöld. Í dag var ég líka að stússast aðeins, pakka og þrífa. Ég þreif baðherbergið SVO vel að ég held að Tóta geti borðað af gólfinu. Kannski ekki samt, örugglega sápubragð af því!  Svo hjálpaði pabbi mér (og Hugrún) að flytja dótið okkar sem við höfum geymt á Vesturgötunni í bílskúrinn hérna. Og við fluttum rúmmbotninn okkar og einhverja kassa upp í bílskúr. Ég er sko búin að vera geðveikt dugleg þessa vikuna!

Á morgun kemur svo flutningabíllinn og tekur dótið okkar og flytur það austur á föstudagsmorgun. Ég og mamma ætlum að keyra austur á föstudaginn og pabbi flýgur til okkar um kvöldið. Partý á Egilsstöðum um helgina Smile 

Shitt svo á ég eftir að halda á þessu öllu upp á aðra hæð OG taka uppúr þeim aftur og raða og skipuleggja. Sem sagt...NÓG að gera.

Og hvernig er geðheilsan núna....bara nokkuð góð. Var rosa hamingjusöm að klára vinnuna síðasta föstudag og svo var gleðigangan um helgina. Hlakka meira til að flytja heldur en ég kvíði fyrir. Held ég eigi samt eftir að fá meira en vægt sjokk svona í október þegar ég geri mér grein fyrir því að ég ætla mér að vera þarna í myrkrinu í "sveitinni" í einhver ár ! Eins gott að Stefán Bogi verði skilningsríkur við litla borgar/mömmu barnið.


Man ekki eftir fimm vörðum á hálsinum !!

Fimmvörðuháls. Fínasta gönguleið. Meira upp en ég bjóst við. Varð þreyttari á leiðinni upp en ég bjóst við en ég kenni Sólveigu um. Hún er í svo fanta miklu formi að hún nánast hljóp upp hlíðina. En hún var sem betur fer aðeins orðin þreytt þegar við fórum niður Wink Smá myndasjó til að lýsa ferðinni:

IMG_0281

Tinna og Sólveig klukkan hálf sjö á laugardagsmorgni

IMG_0288

Heiðdís tilbúin að skella sér á hálsinn !

IMG_0307

Og svona leit ég út fjórum tímum seinna eftir að hafa þrammað upp á hálendið og var loksins komin í smá pásu. Pásan entist samt ekki lengi þar sem það var skítakuldi þarna uppi. Ég var hálf þunglynd síðast klukkutímann að skálanum og fannst allt ómögulegt en korteri eftir að við lögðum aftur af stað var allt orðið betra og skemmtilegra.

IMG_0308

Killer útsýni. Það var bara æði að labba niður í Þórsmörk. Ég hef nefninlega aldrei komið þangað. Mamma og pabbi fóru mikið með okkur systurnar á ferðalög um landið á sínum tíma og við höfum nú komið víða. En við höfum aldrei komið í Þórsmörk. Og ég er bara hneyksluð á því. Það er viðbjóðslega fallegt þarna og mig langar rosalega mikið í útilegu þangað til að geta gengið meira um og skoðað.

IMG_0325

So pretty

IMG_0342

Það var auðvitað útilegu djamm um kvöldið. Hérna erum við búnar að borða og Andri (Írafár) í hörkustuði á gítarnum og Þóra að syngja með.

IMG_0348

Tinna komin í splitt á jörðinni.

IMG_0352

Og allar komu þær aftur og engin þeirra dó !!!

Nenni ekki aðsetja inn fleiri myndir...það tekur svo langan tíma. En ferðin heim var löng þar sem það var bras að komast úr þórsmörkinni. Fullt af ám til að fara yfir og svona. Hef sjaldan setið í geðverri rútu. Ef ég hefði verið rútubílstjórinn þá hefði ég smellt smá ræðu í míkrafóninn um að ef fólk héldi ekki kjafti þá myndi ég stoppa rútuna og neita að keyra í bæinn. Voða jafnaðargeð sem þessi leiðindar bílstjóri hafði. En jey, það var gaman.

ok ein í viðbót af kisa uppi í tré...

IMG_0275

 


"Nígeríu" sms!

Ég fékk sms klukkan eitt í nótt og það var svona:

Frá MOBILE PW

Congrat, your GSM number won 945.000 pounds in the mobile phone win, your money is ready to be sent to you. For details contact Derick at dexxtx@aim.com

Gaman hvað þessir svindlarar eru að verða tæknivæddir. Verst að þeir fengu númerið mitt...hvernig ætli þeir hafi farið að því ....ekki eins og það sé hægt að leita það uppi á netinu.....Errm

Er að hugsa um að athuga hvort að email addressan i´mnotstupid@hotmail.com sé laus...


Flyt eftir tvær vikur !!! shittttt

Það eru "allir" að fara austur í sumar. Það er gaman. Nema fyrir það að það verður enginn fyrir austan þegar ég er fyrir austan. Það virðast allir fara áður en ég fer eða þegar ég er farin aftur til Reykjavíkur. Hver skipulagðu þetta sumar eiginlega ???

Sá mótorhjólaslys í gær. Sá ekki af hverju gæinn datt en allt í einu var hann kominn á götuna og ég var að stoppa til að keyra ekki aftaná bílinn sem var að stoppa til að keyra ekki á manninn á götunni. Hann virtist samt ekki hafa slasast þar sem hann stóð upp til að færa sig og hjólið af götunni. Svo stoppuðu tveir bílar hjá honum þannig að ég var ekkert að því. Ekki gaman að sjá samt.

Sól úti í reykjavík...ekki á Egilsstöðum....makes you think...


Vitleysa

Meiri vitleysan. Fullt af fólki sem hafði greinilega fylgst með fréttum og keyrði því aðra leið. Allavega var umferðin upp í breiðholt um breiðholtsbrautina mun þyngri en hún er á venjulegum degi (meira að segja föstudegi). Held að málið sé frekar sprungið gatnakerfi Reykjavíkurborgar en ónógar upplýsingar til vegfarenda.

Ekki hægt að kvarta undan upplýsingaskorti ef maður er ekki að fylgjast með ....


mbl.is Ákveðið var að færa bifreiðina strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki boot camp hommi !

Mig hefur langað til að blogga í viku en hef einhvernvegin ekki komið mér í það...og hef ekki haft neitt sérstakt að segja. Fór á famelíumót um helgina og ég fékk að fara á mótorhjól...mér fannst það mjög kúl...

verst að ég er ekki mjög kúl...IMG_0182

Hér er ég aðeins kúlaðri að pósa fyrir Hugrúnu...eða Heiðu...ToungeIMG_0221prittí mí

IMG_0225

Þetta eru fæturnar á Heiðu eftir daginn...hún vildi endilega fá tevu far og ég er ekki frá því að hún hafi fengið það ...IMG_0265

Er að fara að lalla fimmvörðuhálsinn (með einhverju bootcamp liði...usssss....ekki segja neinum frá!!!). Eins gott að ég muni eftir myndavélinni þá. Eini almennilegi göngutúrinn minn í sumar...nema við gerum eitthvað magnað fyrir austan.

Við Stefán fórum á útgáfutónleika hjá hljómsveitinni Hraun á mánudaginn.  Þeir eru svo mikið æði. Nú eru þeir búnir að gefa út tvo diska og þeir eru báðir æðislegir... ég er alveg rosalega heilluð af þeim núna. Roooosalega falleg tónlist og svo skemmtileg...Allir að kaupa I can´t believe it´s not happiness og Silent preatment. Bjútífúl. Þetta er nú orðin meiri bloggvitleysan

Tók mynd af þessum vinnandi hundi í London 2006London 2006 105


Myndir

Myndir eru skemmtilegar. Ég á fullt af myndum á tölvunni minni en hef ekki látið framkalla/prenta neina þeirra. Hef ekki fengið myndir úr framköllun í tíu ár (finnst ég rosa gömul þegar ég get farið að tala um 10-15 ár aftur í tímann og munað það rosa vel!). Mér finnst rosa gaman að sjá myndir af fólki sem ég þekki og mér fannst æðislega gaman að fara í heimsókn til mágkonu minnar um daginn þar sem hún dró upp hvern bunkann á eftir öðrum af myndum af fjölskyldumeðlimum. Fólkið sem ég fór með í göngu í fyrra var með myndakvöld á sunnudaginn sem ég komst ekki á. Bjóst nú við því að foreldrar mínir hefðu fengið diska með myndunum sem ég gæti skoðað seinna. En nei nei, engin kom með myndir til að deila. Ég er fúl. Fullt af myndum af mér og Stefáni uppi á Glettingi og eitthvað fleira skemmtilegt.

Ég keypti mér loksins digital myndavél fyrir stuttu. Hef nú ekki verið mjög dugleg við að taka myndir en það á kannski eftir að breytast í sumar. Verð nú í sumarfríi fyrir austan, kannski geri ég svona picture a day thing eins og Hlín er að gera. Það er samt eitthvað sem maður gerir bara þegar maður er í sumarfríi (nú eða barneignarfríi). Aldrei að vita, gæti verið gaman. Það er gaman að skoða myndir...verð því að vera duglegri að taka þær (og "framkalla" þær).

Ég fór í gær að kíkja á nýjasta litla frændann minn. Hann er á vökudeildinni og er voðalega lítill (samt alveg 11 merkur!). Algjör mús með "bundið fyrir" augun í bláu ljósunum. Svo mikill snúlli. Hlakka til þegar hann fer heim og ég get komið í heimsókn og knúsað hann smá...ekki bara klappað honum Wink

Ég er að fara á fjölskyldumót um helgina á Hellu. ú...muna eftir myndavél. ú og sækja Stefán á flugvöllinn í kvöld...ekki með myndavélina...


Hekla

Ég er stödd á Hótel Heklu á suðurlandi. Eitthvað ungir framsóknarmenn thing...(játa það fúslega að ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna!). En skjálftavirkni á svæðinu er að aukast aðeins þannig að það gæti orðið eitthvað fútt í þessu Woundering  svo gæti Hekla náttúrulega gosið....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband