Miðvikudagur

Ég er að horfa á britains next top model með öðru auganu. Í síðasta þætti er aðal dómaragellan að skammast og segir að stelpurnar í þættinum taki þessa keppni ekki nógu alvarlega. Hvernig er hægt að taka þessa vitleysu alvarlega þegar einn af dómurunum er með varir á stærð við loftbelgi. Ég skammast mín fyrir það að "Huggy Ragnarsson" sé í raun Hugrún Ragnarsdóttir. Konan er eins og fífl. Bæði í framan með stæðstu sílíkonvarir sögunnar heldur hegðar hún sér líka eins og fáviti. Er að hugsa um að afneita því að hún sé íslensk. Vona að við séum ekki mikið skyldar.

Er orðin leið á íbúðinni minni. Ekki íbúðinni sjálfri heldur staðreyndinni að það er fullt af dóti ennþá í kössum. Ekki kannski svo mikið af dóti. Aðallega skrautmunir og svolleiðis og annað sem þarf að vera í geymslu. Langar til að fara að klára að koma þessu fyrir svo íbúðin verði eins og hún Á að vera Wink 

Mér finnst leiðinlegt að vaska upp. Ég á uppþvottavél en það vill svo til að hún er ekki á austurlandi þannig að ég þarf ennþá að vaska upp. Það er samt eitt skemmtilegt við að vaska upp. Útsýnið úr eldhúsglugganum mínum. Það er bara nokkuð fallegt hérna í Selbrekkunni. Þegar ég sagði fólki að ég væri að flytja austur fékk ég alltaf aðra hvora þessa setningu sem "response". "það er svo fallegt á egilsstöðum" eða " það er alltaf svo gott veður fyrir austan". Fallegt, já það er það og maður þarf ekki að fara langt til að það sé ennþá fallegra. Alltaf gott veður...nei. Hefur verið allt í lagi svona oftast en ekkert til að hrópa húrra fyrir. Kemst líklega ekki í berjamó um helgina þar sem það er spáð rigningu. Bleh


mánudagur

Ég á heima á annari hæð...af hverju þarf ég að vera að veiða mosakóngulær á parketinu hjá mér ?? vitlausu kóngulær...

Er ein heima. Stefán Bogi er í Reykjavík. Svindl... ég er miklu meira mömmubarn en hann samt er hann alltaf í reykjavík. Ég þarf greinilega að verða mér úti um eitthvað svona nefndarstarf svo ég geti látið einhvern annan borga fyrir mig ferð til mömmu. Er reyndar búin að skrá mig á ráðstefnu um ADHD í september þannig að ég verð í rvk í fjóra daga...en ég þarf að borga það allt sjálf (ok fékk styrk í svona í janúar en lets face it...þeir peningar er löngu búnir...).

Mig vantar ennþá gardínur í stofuna mína...veit ekkert hvaða lit ég á að skoða. Allavega ekki beis eða hlutlausan þægilegan lit þar sem öll stofan mín er í trélitum....

ÁFRAM ÍSLAND


Skítakuldi ...

Skítakuldi á egilsstöðum.

Ég er loksins komin með heimasíma. Hann virkar í annari dósinni (auðvitað þar sem við ætluðum ekki að hafa símann!). Síminn virkar bara í annari dósinni. Netið virkar í þeim báðum en ef hann er í hentugri dósinni þá virkar það ekki nema að ef síminn, sem virkar ekki í þeirri dós, sé einnig tengdur þar. Náðuð þið þessu ?? En ég er semsagt komin með heimasíma. Er meira að segja skráð fyrir honum hjá símaskránni. Gaman að því.

Skítakuldi á egilsstöðum. Eins gott að það komi ekki næturfrost sem skemmir berin áður en ég kemst í berjamó !!!


Komin "heim"

Já ég er komin heim og það sem meira er...ég er að blogga heima hjá mér. Netið komið í lag en síminn er ennþá með stæla. Finnst þetta ekki alveg vera orðið heim ennþá. Dótið mitt er jú hérna og Stefán Bogi (þó að í mýflugu mynd sé! Wink). Finnst samt skrítið að þetta sé heim. Ég byrjaði að vinna í gær. Ekki sú hressasta þar sem ég var búin eftir vikuna með 15 ára dramadrottningum. Lenntum um miðnætti á laugardag og keyrðum austur á sunnudag. Ég vaknaði auðveldlega og var hress en um leið og ég mætti á leikskólgann þá hefði ég getað sofnað á staðnum. Vá, veit ekki hvað fólk hefur haldið um mig í gær. Var nú þeim mun skárri í dag en það var erfiðara að vakna í morgun. Var næstum búin að sannfæra sjálfa mig um að það væri í raun laugardagur og að ég hefði bara stillt klukkuna mína óvart. Áttaði mig þó fljótlega á því að svo væri ekki og drattaðist á lappir. Ég hef nú ekki verið að taka neina krakka í sérkennslu ennþá, er meira bara að fylgjast með á deildinni og kynnast krökkunum. Hjálpaði til við hádegismat hjá einum herramanni sem ég mun vinna með. Það var dálítill slagur þar sem hann ætlaði ekki að borða. Skemmtilegi parturinn af þeim slag var sá að ég réð við hann alveg sjálf (þurfti ekki aðstoð við að halda neinum) og hann reyndi að knúsa mig en ekki bíta mig....skemmtileg tilbreyting.

Prag var fínt. Erfitt en ekkert erfiðara en ég bjóst við. Var reyndar þreyttari heldur en ég bjóst við. En þetta voru æðislegir krakkar (svona þegar ÞÆR voru ekki í dramakasti) og ofsalega gaman að umgangast þau. Við vorum líka skemmtilegur og góður leiðtogahópur þannig að þetta var bara gaman. Ég fékk tvö bit en Stefán svona 52. Kvarta ekki undan því. Set inn myndir við tækifæri.

Leiter


prag

Jæja þá er bloggið komið í samt lag aftur. Allt á sínum stað nema listinn yfir þá bloggara sem eru ekki með moggablogg....set hann inn aftur seinna, er svo mikið maus að ég nenni því ekki núna. Sit núna uppi í sófarúmmi með Stefán Boga sofandi við hliðina á mér á vesturgötunni. Erum að fara til Prag í kvöld/nótt. Þarf að fara í apótekið á eftir að ná í hræðslupúkapillurnar mínar. Fyndið hvað ég verð stressuð að biðja lækninn minn um þær. Þetta eru rosa veika kvíðapillur og ég fékk síðast svoleiðis fyriri tveimur árum. Þær runnu út í fyrra. Samt er ég dauðhrædd um að læknirinn haldi að ég sé komin á kaf í læknadópið....miss paranoid I know.

En já, Prag á eftir með hóp af kópavogskum unglingum sem hafa vælt yfir því að þurfa hugsanlega að vera með höfuðfat út af sólinni og að fá ekki að versla allan timann. Vona að þau skemmti sér nú samt Smile Ég er allavega alveg að fara að hlakka til.

Ætli ég nái að draga SB í ikea í dag að skoða gardínur.....


Helgin

"a wedding, I love weddings, drinks al around !".......hver sagði þetta ???

Berglind og Jón Ómar eru hjón. Og það afskaplega falleg hjón. Brúðkaup eru yndisles. Skil ekki fólk sem finnst ekki gaman í brúðkaupum. Eníhús, eins og Hlín sagði þá verður erfitt fyrir mig að toppa þetta. Held að ég reyni það barasta ekkert. I will just do my owne thing (merkilegt hvað skriflega enskan er fljót að fara þegar maður er ekki lengur í skóla !). Hafði mjög gaman að því að þau fengu leynigest í veisluna. Regína Ósk kom og söng þrjú lög (við Þóra biðum báðar eftir því að Friðrik Ómar kæmi á eftir henni Tounge). Ég var á tímabili búin að ákveða hvaða leynigestur ætti að koma í mitt brúðkaup, annað hvort Einar Ágúst eða Gunni Óla (eða báðir). En ég held að ég geri ekki þá kröfu lengur. Hef aðeins þroskast síðan þá...en bara smá.

Fór svo í göngutúr í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu á sunnudaginn. Fór svo heim og leitaði að ættingjum sem ég á í garðinum á islendingabok.is og svo gardur.is. Komst að því að ég á þrjú sett af langalang afa og ömmum. Við Heiða fórum því aftur um kvöldið og fundum leiðin þrjú. Voða "gaman". Þetta eru nefninlega leiði í elsta hlutanum af garðinum þannig að þau eru öll þarna í "kuðlinu". Finnst alveg magnað að ganga þarna um, 6-7 manns nánast á sama staðnum. Heilu fjölskyldurnar grafin saman, risa minnis merki um þennan og hinn og fullt af merkilegu fólki. Ef maður kann eitthvað í sögu þá finnur maður fullt af fólki sem maður kannast við. Skuggalega gaman að skoða kirkjugarða !!! Nýju kirkjugarðarnir eru ekki svona skemmtilegir, enda allir grafnir í röð og ekkert gaman af því Joyful

Svo er það bara Prag á laugardaginn ....


Hot me

Ég er greinilega mjög falleg í Reykjavík. Ég hef verið að þvælast í bænum í dag og á miðvikudaginn. Á miðvikudaginn var sagt við mig á götuhorni "þú ert flott....þú ert flott....áttu pening...þú ert flott". Nei þetta var ekki rosalega fallegur handboltakappi eða rokkari. Ekki einu sinni myndarlegur túristi. Nei þetta var einn af bæjarins bestu...þ.e. róni/útigangsmaður/ógæfumaður/alkoholist.

Í dag var ég semsagt aftur í bænum (bæði skiptin um miðjan dag). Var að koma út úr máli og mennignu þegar maður sem gengur fyrir aftan mig lætur mig vita að ég sé falleg. Segir það þrisvar og spyr mig svo hvort að ég sé ekki að vestan. Ég þakkaði fyrir mig, sagðist ekki kannast við það að vera að vestan og labbaði svo í hina áttina. Again, ekki læknir, arkitekt eða lögfræðingur heldur einn af bæjarins verstu. Verður að viðurkennast að þeir hafa afskaplega góðan smekk, en ég hefði það alveg ágætt án þeirra. Saknaði allt í einu Guðmunds í Byrginu þar sem menn áttu örugglega heima fyrir ári síðan!

Brúðkaup á morgun. Gaman gaman.


Bíó and alone again !

Ég er komin í bæinn og þá fara allir aðrir úr bænum. Mamma, pabbi og Heiða eru að fara á Landsmót skáta svo ég verð ein í húsinu. Hugrún er reyndar við hliðina á mér en hún er að vinna á dagin. Af hverju er fólk ekki í sumarfríi til að hitt mig. Skrítið Tounge

Fór á mamma mia í kvöld. Skemmtileg blanda af aulahrolli og skemmtun. Magnað hvað bíóin geta haft hljóðið á hasarmyndum hátt stillt en söngvamyndir eru einhverstaðar í medium. Þegar ég fer á söngleik þá vil ég hafa tónlistina svolítið hátt stillta svo maður geti þess vegna raulað með án þess að allur salurinn heyri í manni. Þetta hefur pirrað mig á phanton of the opera, sweeney todd og núna á mamma mia. Ég myndi fara á power sýningu á mamma mia ef hún væri í boði !!!

Pierce Brosnan getur alveg sungið. En hann getur ekki mæmað/leikið sig syngjandi...er svo skrítinn á svipinn alltaf þegar hann syngur !! Meryl Streep hefur einhvernvegin aldrei heillað mig sem leikkona en eftir að hafa séð hana í The Devil wears Prada og núna syngjandi í Mamma Mia þá er ég að taka hana í sátt. Sá hana ekki fyrir mér syngjandi á grískri eyju en hún "negldi" þetta bara. Góð skemmtun um leið og maður losar sig við aulahrollin og bara skemmtir sér (en hljóðið má vera hærra !!)


Síminn sukkar

Sagan af símanum heldur áfram. Við vorum vakin á mánudagsmorgun af símamanni sem spurði hvort við værum heima, hann væri á leiðinni. Við drifum okkur á fætu til að vera ekki í rúminu þegar hann kæmi. 10 mín seinna hringdi hann aftur. Skógarsel...jújú hann var þar, 17 A er það ekki. Jú. En hann fann ekki neitt 17a bara 17. Stefán fór út á stöppur og sá ekki neinn. Aumingja maðurinn leitaði og leitaði í Skógarselinu í breiðholti og fann bara ekki 17a. StupidStupidStupid.... Stefán var reiður þegar hann hringdi í símann í gær og heimtaði að eitthvað væri gert rétt þar sem við værum búin að vesenast í þessu í þrjár vikur. Það kom maður í dag (meðan við vorum ekki heima of course) og tengdi símann. Stefán fékk meira að segja sms um að öllu væri lokið. Þegar hann kom heim prófaði hann símann og viti menn.....enginn &%#$%&/()(/ sónn....men hvað þetta fer að vera mikið pirrandi. Finnst að við eigum að fá mánuð ókeypis vegna vittleysisgangs hjá símanum. Þeir eru að verða búnir að skemma mánuð hjá okkur (sem við auðvitað borgum fullt gjald fyrir) og kosta okkur amk 7500 kall í mannaheimsókn.

Ég er semsagt komin í bæinn og er á Vesturgötunni. Eyddi deginum í dag með Haddý og Egil. Framundan er chill í bænum, brúðkaup og meira chill. Loving it. Við Hugrún verðum svo einar heima þar sem the rest of the famely verður á skátamóti á akureyri. Gaman að því.

Búin að setja inn myndir af vikunum mínum á Egilsstöðum í myndaalbúmið hérna til vinstri. Skoðiði húsið mitt Wink já og kreisí garðálfana í garðinum. Held í alvörunni að konan fyrir neðan okkur sé ofvirkur garðálfur í dulargerfi....


Egilsstaðir vika 2

Nei ég er ekki komin með netið heim til mín. Þökk sé símanum. Ég hringdi í símann áður en ég flutti til að flytja númerið okkar og netið. Ég mátti það ekki af því að það var skráð á Stefán. Hann hringir og er tjáð að við þurfum að fá einhvern mann til að tengja símadósina okkar og það mun kosta amk 7500krónur. Byrjað á því að senda beiðni austu. Svo hringir Stefán í síðustu viku til að vita hvað er að gerast. Þá er honum tjáð að allt sé tengt og nú eigi að koma sónn í simann. Heiðdís prófar og reynir og tengir símann á alla mögulega vegu, með og án internets og með og án síu og millistykkis og ég veit ekki hvað og hvað. Heiðdís hringir þá aftur og spyr hvað sé í gangi....já þið eruð í nýrri íbúð og það þarf að koma maður fyrir 7500 kall og tengja eitthvað hjá ykkur. AAAaaarg. Send beiðni AFTUR og sjáumst hvað gerist í næstu viku. Ég ætla að hringja í þá á hverjum degi í næstu viku þangað til þetta er komið í lag. Stupid mannleg mistök. Þoli ekki þegar ég ætla að hugsa fram í tímann og láta eitthvað ganga fljótt og út af vitleysu í einhverjum öðrum þá gerist ekki neitt.....arg arf arg.

Eníhú. Fyrir utan þetta símavesen þá gengur allt vel. Við skelltum okkur í útilegu síðustu helgi á Mývatn. Þar var einhver lókal útihátið sem heitir Úlfaldinn....geðveikt sniðugt. Við fórum bara af því að Hraun var að spila. Ég er nefninlega orðin grúppía hjá þeim núna. Voða gaman, "djömmuðum" svo með hljómsveitinni. Loksins er ég orðin alvöru grúppía. Samt greinilega orðin fullorðin grúppía þar sem ég var með manninn minn með mér og hljómsveitarmeðlimir flestir með sína maka með sér....damn it. En þetta var voða gaman. Stefán kom með tjald sem hann fann í geimslunni hjá mömmu sinni og ég er sannfærð um að það er frá 1970. Set inn mynd þegar ég get...er nokkuð viss um að ég get fundið mynd af afa mínum við svipað tjald frá sautjánhundruð og súrkál. En það var ágætt að sofa í því og þar er víst það sem skiptir máli. Ég er búin að taka fullt af myndum síðustu daga af öllu og engu og mun setja þær inn við tækifæri.

Við fórum svo í bítúr um Mjóafjörð á mánudaginn. Veigur Stefánsbróðir og fjölskylda er búin að vera hérna í vikunni í sumarbústað og þau buðu okkur með í bíltúr. Mikið einstaklega er Mjóifjörður flottur. Keyrðum alla leið út á Dalatanga. Þar er viti og bær og eitthvað. Set inn myndir af því líka. Það er rosa mikið af flottum fossum í mjóafirði. Labbaði upp hjá tveimur. Fyndið samt að mér fannst svo erfitt að hætta að labba upp...langaði alltaf aðeins hærra og aðeins hærra. Verð að draga Stefán með mér í svona fossagöngu einhvertíma.

Hef ekki verið að gera neitt merkilegt síðan á mánudaginn. Stefán vinnur og vinnur og ég hangsa og hangsa í sumarfríinu mínu. Er búin að labba um bæinn, prófa vídjófluguna og heimsækja apótekið. Fór á pósthúsið og sendi bréf með lykli í og fór með eina þvottakörfu á sorpu. Núna er mér farið að leiðast. Ekki af því að það sé ömurlegt að búa á Egilsstöðum heldur af því að Stefán er alltaf að vinna og ég þekki engann. Hef þess vegna ákveðið að flýta reykjavíkur ferð minni um nokkra daga og kem í bæinn á mánudagskvöld (Stefán líka af þvíað hann er að fara á fund). Hann fer til baka á þriðjudag en ég verð lengi. Næ þá að hitta á Haddý frænku og einhverja fleiri. Veiti Hugrúnu litlu félagsskap á meðan restin af famelíunni fer á skátamót á Akureyri. Nice nice.

Ég leyfði Kústi að fara út á miðvikudaginn. Hann hefur varla komið inn síðan. Honum finnst svo gott að vera úti. Fyndið samt að hann kemur alltaf þegar ég kalla á hann. Ég þarf ekki að gera annað en að standa á svölunum eða við útidyrnar og tala eða kalla á hann þá kemur hann. Hann er svo mikið krútt.

HEf verið að stunda kaffi Valný töluvert á síðustu tveimur vikum. Langar að benda eigendum og forstjórum Kaffitárs og Te og Kaffi (sen skoða þessa síðu auðvitað reglulega) að latteið á Kaffi Valný kostar 300 krónur bollinn hvort sem það er síróp í því eða ekki. Kaffið kaupa þær af te&kaffi. Í bænum kostar latte bolli yfirleitt um 350 krónur og fer oft uppí 400 ef það er síróp í því. 300 krónur hjá Valný....klöppum fyrir því og púum á okrið í bænum (og kaffið hér er ekki verra (oftast betra) en í rvk...eigum við að ræða það eitthvað eða....)

Fjúff, verð að fara að hætta núna...sól úti og svaðalega heitt hérna á skrifstofunni hans Stefáns sem ég laumaði mér á til að netast aðeins á meðan hann horfir á fótbolta.... untill later....luvluvluv Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband