Komin "heim"

Já ég er komin heim og það sem meira er...ég er að blogga heima hjá mér. Netið komið í lag en síminn er ennþá með stæla. Finnst þetta ekki alveg vera orðið heim ennþá. Dótið mitt er jú hérna og Stefán Bogi (þó að í mýflugu mynd sé! Wink). Finnst samt skrítið að þetta sé heim. Ég byrjaði að vinna í gær. Ekki sú hressasta þar sem ég var búin eftir vikuna með 15 ára dramadrottningum. Lenntum um miðnætti á laugardag og keyrðum austur á sunnudag. Ég vaknaði auðveldlega og var hress en um leið og ég mætti á leikskólgann þá hefði ég getað sofnað á staðnum. Vá, veit ekki hvað fólk hefur haldið um mig í gær. Var nú þeim mun skárri í dag en það var erfiðara að vakna í morgun. Var næstum búin að sannfæra sjálfa mig um að það væri í raun laugardagur og að ég hefði bara stillt klukkuna mína óvart. Áttaði mig þó fljótlega á því að svo væri ekki og drattaðist á lappir. Ég hef nú ekki verið að taka neina krakka í sérkennslu ennþá, er meira bara að fylgjast með á deildinni og kynnast krökkunum. Hjálpaði til við hádegismat hjá einum herramanni sem ég mun vinna með. Það var dálítill slagur þar sem hann ætlaði ekki að borða. Skemmtilegi parturinn af þeim slag var sá að ég réð við hann alveg sjálf (þurfti ekki aðstoð við að halda neinum) og hann reyndi að knúsa mig en ekki bíta mig....skemmtileg tilbreyting.

Prag var fínt. Erfitt en ekkert erfiðara en ég bjóst við. Var reyndar þreyttari heldur en ég bjóst við. En þetta voru æðislegir krakkar (svona þegar ÞÆR voru ekki í dramakasti) og ofsalega gaman að umgangast þau. Við vorum líka skemmtilegur og góður leiðtogahópur þannig að þetta var bara gaman. Ég fékk tvö bit en Stefán svona 52. Kvarta ekki undan því. Set inn myndir við tækifæri.

Leiter


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband