Nammi

Ég er lasin heima, þess vegna get ég bloggað tvo daga í röð LoL

Þetta eru ekki pólitískar pælingar. Þetta eru meira svona fyrrverandi starfsmaður í búð og núverandi starfsmaður í leikskóla pælingar. Ég hlustaði á fréttirnar í gær. Þar var ein frétt um að flestar verslanir hefðu ekki gert neinar ráðstafanir vegna nýrra laga um staðsetningu sælgætis. Það er semsagt búið að samþykkja einhver lög til að "vernda börnin" um það að sælgæti og snakk eigi ekki að vera í sjónhæð barnanna.

Sorry, en þetta er eitt það vitlausasta sem ég hef heyrt í langan tíma.

Nr. 1.  Bara praktíska hliðin. Hver er "sjónhæð barnanna"?? Hvaða aldur erum við að tala um? 2-3 ára, 4-6 ára, 7-10 ára ? Svolítill munur á hæðinni á þessum börnum.

Nr. 2.  Ég fór að pæla í því hvaða aldur er í mestri "hættu" þegar kemur að nammi og snakki. Eru það leikskóla börnin, grunnskólabörnin eða unglingarnir? Mig minnir að það séu unglingarnir sem borði mest af sælgæti, snakki og gosi. Svona þegar foreldrarnir eru aðeins að missa tökin (sem er eðlilegt), unglingarnir eru með einhver fjárráð og ráða sér aðeins sjálfir. Ég hélt að það væru þeir sem væru að fitna mest.  Þurfum við að færa þessar vörur úr sjónhæð unglinganna ???

Nr. 3.  Þessi lög eru ekki gerð til að vernda börnin. Þau eru gerð til að vernda foreldrana. Þetta er fyrir foreldra sem nenna ekki að ala upp börnin sín. Ég hafði nammi fyrir augunum sem krakki og ég er ekki fúl út í móður mína fyrir að segja "nei" við mig ef ég suðaði. Ég var örugglega ekki sátt á þeim tíma en ég er nokkuð viss um að ég sé betri manneskja fyrir vikið. Börnin læra það að maður fær ekki alltaf allt sem maður vill.

Nr. 4.  Fólk er svo vitlaust. Ef þetta verður gert er ég viss um að starfsfólk verslana eigi eftir að fá komment eins og "ég ætlaði að leyfa barninu mínu að velja sér nammi en það er svo mikið vesen af því að það er svo hátt uppi"

Þegar ég vann í búð þá sá ég börn í frekjuköstum. Gerðist það á hverjum degi. Nei. Voru það alltaf sömu börnin. Nei. Ég dáðist mest af fólkinu sem annað hvort fór út með börnin sín eða hunsaði þau þegar þau létu svona. Þegar ég var á kassa var fólk yfirleitt að kaupa nammi handa sér en ekki börnunum sínum.

Þetta er eitt af þessum málefnum sem hljóma vel ... verndum börnin ... en mér finnst þetta bara vitlaust. Ég held að ég þurfi meiri aðstoð við að ala sjálfa mig upp heldur en ég þyrfti til að ala upp börnin mín. Það er nefninlega miklu auðveldara að hugsa skynsamlega um einhvern annan en sjálfan sig. Ég legg því til að sælgæti, snakk, sykrað gos og sætabrauð verði flutt úr sjónhæð minni. Takk fyrir.


Varúð

Varúð ... nú kemur smá pólitískt blogg.

Ég held að ég sé nokkuð sátt við það nú orðið að unnusti minn hafi skráð mig í litla flokkinn sinn hér um árið. Ég er nefninlega komin með greiningu á vinstri og hægri. Í efnahagshruni vill hægri hliðin bjarga öllum aumingjans auðmönnunum sem eru að tapa öllu sínu. Hafa engann áhuga á venjulegu fólki eins og mér og sérstaklega engann áhuga á bjána heimilunum sem tóku of há lán (sem voru kannski ekki einu sinni svo há þegar þau voru tekin !) og stefna núna í gjaldþrot. Vinstri hliðin vill ekkert sjá af aumingjans auðmönnunum heldur vilja bara bjarga þeim sem eru alverst settir. Semsagt ekki mér af því að ég er svona meðal týpan. Týpan sem er jú með lán á bakinu, lán sem hafa hækkað fáránlega mikið á hálfu ári, en nær alveg að halda sér á floti. Ég er semsagt búin að komast að því að hægri og vinstri vilja ekkert fyrir mig gera. Held að ég sé bara sátt við að vera í miðjunni....þar eru menn allavega að reyna.

Pólitíski hlutinn búinn...nú er allt í lagi að lesa áfram.

Haha, fólk hélt því fram að ég myndi leggjast í barneignir eða bakstur og sultur við flutning minn austur. Þarna lék ég á ykkur, ég er orðin kryddjurtaframleiðandi LoL.

Ræktunin mín gengur vel. Allar tegundirnar sem ég setti niður á mánudaginn síðasta eru byrjaðar að koma upp, þó að þær eigi ekki að byrja að spíra fyrr en eftir eina til tvær vikur í viðbót. Vííííí. Ég hlýt að vera svona hæfileikaríkur ræktandi. Ég hef allavega fulla trú á því þar sem ég fór aftur í blómaval um helgina og keypti myntu og litla dvergbíta....spennó. Núna eru semsagt fimm pottar af kryddjurtum í glugganum mínum. Og ég notaði tækifærið og umpottaði blómunum þremur sem ég á. Eitt er lítið drekatré sem ég er að reyna að halda lífi í, græðlingar frá trénu hennar mömmu. Gengur fínnt þó að það stækki hægt. Svo er ég með "indjánafjöður" sem afi gaf mér þegar ég bjó á vesturgötunni. Ofurblóm en það leið yfir nokkrar fjaðrir um daginn og ég hef ekki hugmynd um af hverju. Svo er það blómið sem hefur búið hérna lengur en ég. Held að það heiti ástareldur eða eitthvað. Ég er mjög spennt yfir því hvort að hvítu blómin sem voru á því síðasta sumar komi aftur núna í sumar. Fasteignasalan skildi það eftir þegar við fengum íbúðina og Stefáni tókst að halda lífi því í mánuð Wink Já alveg rétt svo eru tvær greinar úti á svölum sem spennandi er að sjá hvort að laufgist í sumar. Guð en spennandi líf sem ég lifi Cool

Ú ú ú ú ú ú ú ú Nói Sírius hefur þróað hugsanalesturs búnað og er loksins búin að lesa hugsanir mínar.... ég sá draumaeggið mitt í kaupfélaginu um helgina. SUÐURSÚKKULAÐI EGG jammí...ég ætla svo mikið að fá svoleiðis egg um páskana. Eini litli gallinn er að það er ungi á egginu en ekki strumpur. En hverju fórnar maður ekki fyrir gott súkkulaði. Kannski að Stefán fái bara strumpaegg svo að það komi strumpur í húsið Tounge  Ég er svo búin að fara út og klippa nokkrar greinar af trjánum fyrir utan og vona að þær verði páskalegt eftir nokkrar vikur.

Núna ætla ég að halda áfram að prjóna. Ég er að lasinpúkast heima í dag. Ég er komin með alveg 7cm af míní próninu mínu Joyful


Kryddprjón

Ég er heima hjá mér að hangsa. Ákvað að taka myndir út í loftið...haha nei þær eru ekki út í loftið. Þær eru m.a. af mér. Sko....

Þetta er ég í peysunni minni sem ég var rosa lengi að prjóna og var líka soldið erfitt að prjóna...þangað til það gekk allt í einu upp...dont know. En ég er allavega frekar stollt af þessari

Eitt og annað 4 004

Þetta er svo peysan sem ég prjónaði núna í janúar eða febrúar. Hún er nú ekki alveg fullkomin, ermarnar eru t.d. allt of langar og hún er svona í það stæðsta. En hún er alveg nothæf Wink

Eitt og annað 4 001

Ég er ekki svona stór (feit) í alvörunni....ég stend bara asnalega Tounge

Ég er búin að prjóna voða mikið úr ull undanfarið og ákvað því að breyta til og prjóna pínulitla peysu úr tvinna með tannstönglum...eða svona næstum því...og þar sem við Hlín kenndum okkur að prjóna kaðla um daginn þá ákvað ég að prófa að prjóna svona dúllerí...ég er komin með alveg 6 cm eða eitthvað Grin     (og nei þetta er ekki hint um eitt né neitt...bara krúttleg peysa!!)

Eitt og annað 4 009

Svo tók ég upp á því að fara í Blómaval síðasta mánuda. Mig langaði til að rækta eitthvað. Þar sem ég er ekki með garð og langar ekki til að fylla svalirnar mínar af mold þá ákvað ég að reyna við kryddjurtir. Mig langaði mest í myntu en hún var ekki til. Þarf að tékka á því aftur í næstu viku. En ég keypti mér sem sagt þrjá skrautlega potta, mold og þrjár tegundir af kryddi. Ég er semsagt að reyna að rækta oregano, timjan og kóriander. Á hverjum pakka stendur hvað maður ætti að þurfa að bíða lengi eftir að fyrstu spírurnar koma upp. Fyrstu spírurnar eru að koma upp úr einum pottinum (eftir fimm daga) og það er timjanið sem er að brjótast út...og það átti ekki að koma fyrr en eftir þrjár viku !!! Skil ekki alveg, en hérna er mynd af ræktuninni minni LoL

Eitt og annað 4 006

Og ég sem nota aldrei ferskar kryddjurtir í mat ... verð víst að gera það núna Smile Held að ég láti þetta nægja í bili. Góða helgi W00t

 


Laukur

Borg óttans var heimsótt þessa helgina sökum spurningafíknar unnustans. Ég bjóst við ömurlegu flugi fram og til baka þar sem veðrið var leiðinlegt. En það var bara fínt. Get sko ekki kvartað yfir því. Keppnin tapaðist eins og alþjóð veit en það er allt í lagi. Ég var í salnum og verð að viðurkenna að fordómar mínir í garð kópavogs liðsins rýrnuðu töluvert við það að sjá þá "live". Voru ekki eins leiðinlegir og hrokafullir og þeir virka í sjónvarpinu. Einhver stakk upp á því að það væri sökum þess að þeir væru ekki eins sigurvissir og þeir hafa verið undanfarið. Það getur svo sem vel verið, en þetta voru almennilegir strákar og litu ekkert sérstaklega stórt uppá sig í salnum. Ég hef heyrt einvherjar hugmyndir manna um að banna fyrrverandi gettu betur keppendum að taka þátt í Útsvarinu. Allt i lagi, en þá verða Stefán Bogi og Urður ekki með aftur.  

Ég uppgötvaði eiginlega í fyrsta sinn núna um helgina hvað átt er við um hraðann í Reykjavík. Allavega í umferðinni. Ég keyri lítið hérna fyrir austan og mest innanbæjar og ekki er umferðin mjög þung á þessu svæði. Ég þurfti því smá stund til að venjast hraðanum aftur í borginni en það kom fljótt. Ég hef sagt að þegar ég verð svona "landsbyggðarkella" sem getur ekki keyrt í reykjavík...þá verður gripið til aðgerða, tek ekki í mál að væla yfir umferð í reykjavík...þó að hún sé í hnotskurn ömurleg Wink

Við Stefán Bogi erum á hjónanámskeiði í kirkjunni. Afskaplega uppbyggilegt og gott námskeið. Í síðustu samveru var fjallað um ágreiningsmál og hvernig leysa á úr þeim. Ein spurningin í bókinn var um það hvort eða hvernig við notum t.d. þögn, kynlíf, hunsun o.s.frv. til að klekkja á eða refsa makanum ef við erum reið eða sár út í hann. Við Stefán komumst að því í sameiningu að við erum ekkert mikið að nota úthugsaðar aðferðir til að refsa hvort öðru. Þangað til í kvöld. Þá fattaði Stefán eina aðferð sem ég nota víst til að refsa honum. "Þú setur lauk í salatið mitt". Það passar. Hann þvoði ekki upp pönnuna eftir sig í dag !!


Veður

Ég bý úti á landi og sökum þess hef ég talið mér trú um að það sé mjög mikilvægt að fylgjast með veðurfréttum. Ekki það að ég sé endilega að fara eitthvað .... mér finnst bara ágætt að fylgjast með því og hafa hugmynd um hvort að allar heiðar hér í kring séu færar. Ég man eftir ádeilu á veðurfréttamenn í sjónvarpi um að þeir stæðu alltaf fyrir austurlandi. Ég tók einnig eftir því að þetta lagaðist mikið eftir að þessu var komið á framfæri. Þeir passa sig núna en ef þeir á annað borð standa fyrir einhverjum hluta landsins þá standa þeir fyrir austurlandinu. Ég gæti sætt mig við þessa þróun mála ef þeir segðu betri veðurfréttir af austurlandinu. Stundum finnst mér eins og þeir gleymi austurlandi...segja frá norðurlandi, norðausturlandi og svo suðurlandi. Ég er ekki alveg nógu ánægð með það. Ég vil meiri fréttir af mínum parti....hann er nefninlega svo fallegur Joyful

Ég var að klára að prjóna peysu fyrir eina stelpu sem er að vinna með mér. Fattaði svo áðan þegar ég var búin að koma peysunni til skila að ég gleymdi að taka svona mont mynd af henni. Bögg. Nú er bara að vona að stúlkan taki mynd af peysunni fyrir mig svo ég geti montað mig. Og svo þarf ég að taka myndir af hinum þremur peysunum sem ég er búin að gera undanfarið (ein á Stefán og tvær á mig).  Nú er bara að finna sér eitthvað nýtt á prjónana. Er að hugsa um eitthvað fínlegra en lopapeysu núna. Sjá hvort að ég hafi þolinmæði í það...t.d. ungbarnaföt eins og Hugrún er alltaf að gera. Ég var nefninlega að læra að gera kaðlaprjón Joyful 

En ég kem suður næstu helgi til að fylgjast með bóndanum í útsvari. Ég kíki kannski á uppskriftir og garn þar með Hugrúnu ef hún er ekki að vinna. Já og heimsæki ömmu og afa. Var búin að ákveða að gera það núna ef þau eru heima. Meira er ekki skipulagt. Nú er bara að vona að veðrið hagi sér vel GetLost


Höttur er fjall á Héraði

Ég sit í stofunni minni með tölvuna í fanginu og friends í dvd spilaranum. Ég er í ullarsokkum og með teppi yfir mjöðmunum. Þvottavélin er að snúast. Hún er alveg að verða búin. Þá þarf ég að standa upp og hengja upp. Oh ég nenni því ekki. En þá gæti ég náð í fótakremið mitt og borið á iljarnar. Ég er nefninlega svolítið þreytt í fótunum eftir blakmótið sem ég var á í gær og í dag. Það var á Norðfirði. Gaman að kíkja reglulega á Neskaupstað. Rifja upp hvar Friðrik átti heima. Og það að ég hef labbað yfir stóra stóra fjallið bakvið bæinn yfir í Mjóafjörð. Good times.

En blakmótið var skemmtilegt. Við unnum fjóra af sex leikjunum okkar. Og ég stóð mig að mestu ágætlega. Var sett á miðjuna núna í staðin fyrir kanntinn. Þó að ég hafi snúist nokkrum sinnum í hringi í kringum sjálfa mig þá held ég að ég hafi verið ágæt. Uppgjarirnar mínar voru samt eitthvað að klikka. Auðvitað klikka þær stundum en þær klikkuðu oftar en vanalega....sem var pirrandi. En þetta var voða gaman og það er sko það sem skiptir mestustu máli.

Við byrjuðum reyndar á því að horfa á Útsvar í Egilsbúð og borða pizzu. Enda vorum við svolítið þungar á okkur þetta kvöld Pinch En þetta var of spennandi þáttur....ég var farin að garga á sjónvarpið og liðsfélagar mínir hlógu að mér. En það var allt í lagi...ég tók varla eftir því. Nú er bara stefnan tekin á Reykjavík næstu helgi Cool 

Áfram Fljótsdalshérað og Höttur !!!


Umsókn

Ég labba í vinnuna á hverjum morgni. Ég var fimm mínútur að labba í vinnuna í sumar en í vetur hef ég verið 10-15 mín að labba í snjó og hálku. Stundum er kalt en það er allt í lagi af því að ég á hlífðarföt, úlpu, snjóbuxur og gönguskó. Það hefur aldrei verið vont veður. Einu sinni í síðustu viku var snjófjúk í andlitið á mér sem gerði það að verkum að maskarinn sem ég setti á mig fyrr um morguninn var nánast allur farinn þegar ég komst í hús. En það var allt í lagi. Ég vorkenni stundum fólkinu sem fer á bíl í vinnuna (segi ég sem hef átt bíl frá því ég var 18 Joyful). Mér er nefninlega aldrei kalt. Mér er yfirleitt heitt þegar ég kem í vinnuna. Ég er svo vel klædd. Þeir sem koma á bíl eru yfirleitt verr klæddir en ég. Af því að þeir eru á bíl. Samt er venjulega bíllinn skít kaldur þegar maður sest í hann á vetrarmorgnum. Og þó að maður sé á góðum bíl þá eru bílarnir alltaf nokkrar mínútur að hitna. Á meðan er manni kalt af því að maður situr bara kyrr og bíður eftir því að hitna. Svo ekki sé talað um það að skafa af bílnum. Aldrei er maður nógu vel klæddur til þess. Á Egilsstöðum eru vegalengdirnar það stuttar að ég efast um að bíllinn nái að hitna svo mikið áður en maður kemst á leiðarenda (nema auðvitað að maður búi aðeins fyrir utan bæinn). En mér er alltaf hlýtt (jú og konunum fyrir neðan mig af því að þær fara alltaf út og setja bílinn í gang nokkrum mínútum áður en þær fara af stað...en hver nennir því svosem!!!).

Ég er að hugsa um að bjóða mig fram til alþingis. Ekki til þess að sitja sem þingmaður eða ráðherra. Ég ætla að sitja þar sem leikskólakennari. Þyrfti kannski að ná mér í þá formlegu menntun fyrst en ég geri það þá bara. Hvernig í ósköponum dettur Heiðdísi í hug að vinna á alþingi sem leikskólakennari ??? Jú, ég er búin að vinna á leikskóla núna í hálft ár. Á leikskólanum er börnunum kenndar ákveðnar hegðunarreglur. Stundum skil ég ekki af hverju verið er að kenna börnunum þessar reglur þar sem fullorðna fólkið mölbrýtur þær allar hægri vinstri ! Og þá sérstaklega alþingismenn og pólitíkusar. Nokkrar reglur sem gott væri að brýna fyrir alþingismönnum :

1. Hendur og fætur fyrir sig (Steingrímur J!!)

2. Skiptast á (ýmislegt í boði þarna, ræður, nefndir, ráðherrastólar o.s.frv.)

3. Ekki grípa frammí (mættu margir taka rifja þessa ágætu reglu upp).

4. Ekki fara í fýlu þó að þú tapir, það geta ekki allir unnið og enginn vill spila við þá sem eru tapsárir.

5. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir (taka upp Olweus eineltisáætlunina þar sem menn eru duglegir að leggja flokksbræður sína sem og vinnufélaga í einelti með svikum, baktali og baktjaldarmakki, á við alla flokka!).

Þetta eru bara nokkrir punktar sem mér hefur dottið í hug á síðustu vikum og mánuðum. Eflaust eiga fleiri við. Er að hugsa um að krefjast sömu launa og ráðherrar fá, um 8-900.þúsund á mánuði, enda mikið erfiðara að hafa hemil á alþingismönnum heldur en börnum og sjálfsagt töluvert minna gefandi.

Hvert á ég svo að senda umsóknina mína ??? 


Andlaus

Ah ég átti svo góða helgi síðustu helgi. Þreyf íbúðina mínu fínu á laugardag og bauð grasekkjunni Hlín í mat. Á sunnudaginn fórum við Stefán í konudags brunch á Hótel Hérað. Ohhh það er ógeðslega gott. Það er allt til og maður étur á sig gat. Svo fórum við í bíltúr sem endaði í kaffi á Ketilstöðum í Jökuldalshlíð. Ljómandi allt saman. Yndis helgi...gerði gagn og slappaði af.

Það er aftur komið frost á Egilsstöðum. Og það kom fullt af snjó í nótt. Og það er búið að skafa göngustígana. Vel gert. Núna vantar bara eitt stykki ljósastaur! Smile

Hefur einhver séð auglýsinguna frá einhverju flutningafyrirtæki sem heitir Ups (jú pí ess).  Ég verð að viðurkenna að ég myndi ekki treysta fyrirtæki sem heitir úps !!! Finnst það ekki mjög traustlegt !!

Mér finnst gaman að hafa vetur....en ég er samt farin að hlakka til að fá sumarið. Vona bara að það komi almennilegt sumar í sumar. Það er komið eitthvað að gera flestar helgar í júlí !! Veit ekki hvort að ég hafi áhuga á að gera það allt en það er allavega eitthvað að gera. Stuð.

Hmmm ég er andlaus í kvöld...enda með höfuðverk.


Sumar ???

Það hefur verið kallt hérna fyrir austan undanfarið. Um helgina hlýnaði...reyndar svo mikið að ístölt mótinu var frestað. Á að vera um næstu helgi í staðin....spurning hvort að frostið verði komið aftur þá ! Allavega það hefur verið kalt. En núna er hlýrra. Og ekki bara hlýrra heldur bjartara líka. Svo hlýtt og bjart að það er nánast kominn vor fílíngur í loftið. En ég læt ekki plata mig. Er nokkuð viss um að veturinn sé bara að plata og muni koma aftur af fullum krafti. Sem er gott....mér finnst gaman að hafa kalt og ég vil eiginlega hafa almennilega kalt aðeins lengur. Það er svo kósí.

Ég var eins og margir vita send til Reykjavíkur síðustu helgi. Nokkrum samstarfskonum mínum fannst það ekki hægt að ég væri alltaf heima að horfa á manninn í sjónvarpinu þannig að þær komust á snoðir um ódýra miða sem ekki átti að nota og settu nafnið mitt á annan þeirra. Klukkan hálf eitt var mér sagt að fara heim að pakka....ég væri að fara suður með fimm vélinni. Þar sem ég er ekki fjóra tíma að pakka þá var ég aðeins lengur í vinunni og fór svo heim að pakka og í flugvél klukkan fimm. Það var æði. Kom mömmu á óvart og horfði á allt of spennandi þátt af Útsvari LIVE. En "við" unnum mér til mikillar ánægju. Ég var nefninlega dauðhrædd um að ég væri jinx. En þau unnu þó að ég væri í salnum og þó að þau væru vitlaus litur (eru vön að vera appelsínugul en voru bláu megin).

Ég sagði í hálfkæringi við eina sem vinnur með mér að ég skyldi vinka henni úr sjónvarpinu. Í sigurvímunni stóð ég við það og veifaði myndavélinni eins og tíu ára krakki. Sumir sáu það...aðrir ekki....og sumir sáu mig og veifuðu á móti Wink þeir eru klárlega bestir.

Morguninn eftir sendi ég Stefán norður á Akureyri en sjálf fór ég í bæjar rúnt. Fór í virku til að kaupa rennilás sem bestasta mamman mín ætlar að setja í peysuna mína. Fór í smáralindina og fékk valentínusarköku frá Jóa Fel, Begga og Pacasi. Tókst þá að troða mér aðeins í sjónvarpið aftur...núna í íslandi í dag að fá mér köku. Sigríður Klingenberg var þarna í asnalegum kjól með ennþá asnalegri gleraugu að "ástar" eitthvað. Hélt mig frá henni þar sem ég hefði getað sparkað í hana....alveg óvart að sjálfsögðu !!!

Um kvöldið...eftir læri hjá mömmu...jammí....fór ég á KSF fund sem var mjög áhugaverður að því leiti að 50% viðstaddra eiga lögheimili á Egilsstöðum. Gaman að því. Fór svo í "alvöru" bíó í fyrsta sinn í langan tíma. Gaman að því.

Ekki gat ég farið í svona borgarferð án þess að borga eitthvað fyrir það. Ég mætti á flugvöllinn á sunnudaginn klukkan 15:30 til þess að mæta í flugið mitt sem var kl 16:00. Komst þá að því að ég var að ruglast og flugvélin fór kl 15:30. Stórt ÚPS. Ég mætti því aftur um sex leitið og beið eftir því að komast að því hvort að ég kæmist heim með sex vélinni. Það rétt slapp og ég þurfti að borga 4500kr fyrir það. Sem var allt í lagi þar sem ég hélt að ég þyrfti að borga 10þús. Svo ég var bara nokkuð sátt....en ekki við sjálfa mig þar sem ég geri ekki svona !!! Þá vitiði það....svona gerist þegar maður býr of lengi með Stefáni Boga !!!

Vó löng færsla....búin !!!!


The paper cut week

Ég hef ekki fengið "paper cut" í mörg ár og núna fæ ég tvö á einhverjum þremur dögum. Og þetta er svo vont... Fékk fyrst eitt rosa djúpt á vondan stað og náði mér svo í annað í dag. Oh þetta er svo lítið en samt svo sárt. Bögg.

Ég fór í prjóna hitting í gær. Kláraði þar peysuna sem ég byrjaði á í janúar. Eða já ég kláraði að prjóna hana. Nú er allt dúllið og vesenið eftir ef ég nenni því. Er að spotta saumakonur hérna ... ein í vinunni á systur sem er saumakona. Þarf að athuga það eitthvað nánar. Ég er ennþá svo montin af peysunni minni sem ég kláraði í síðustu helgina. Hef fengið svo rosalega mikið hrós fyrir hana. Fólk meira að segja öfunda mig af henni....ekki oft sem ég á eitthvað svoleiðis Joyful   Ég var samt að hugsa með mér núna í dag hvað ég væri búin að vera dugleg að prjóna síðasta árið. Ég er búin að gera eina barnapeysu, þrjú vesti, næstum því tvær peysur á mig og eina peysu á Stefán. Finnst það bara nokkuð gott. Hef líka gert nokkrar stúkur, kraga og sokka. Nokkuð ánægð með mig Wink

Svo var annar vinnu hittingur í kvöld. Eldri álman hittist í leikskólanum til að borða og spila. Það var alveg ljómandi skemmtilegt. Ég var í náttbuxum í allan dag. Það var nefninlega komið í asnalegum buxum í vinuna dagurinn í dag hjá starfsfólki. Svona öðruvísi dagar byrjuðu fyrir jólin og fyrst var rosa mikil þátttaka. Pilsadagur, kjóladagur, boladagur o.s.frv. Þátttaka hefur farið dvínandi síðustu skiptin og í dag vorum við þrjár eða fjórar sem mættum í öðruvísi buxum. Sem gerir það að verkum að manni líður eins og fávita. Ekki það mér leið mjög vel í náttbuxunum mínum, en mér leið eins og fávita þegar ég mætti foreldrum... rosa professional eitthvað í hreindýranáttbuxunum mínum í vinunni. MEN. Tek ekki þátt í svona lengur.

Útsvar á morgun....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband