Hjólkoppurinn

Ég lennti í þeirri skemmtilegu reynslu fyrir rúmlega ári síðan, úff meira en ári...fyrir ca.16 mánuðum síðan að ég keyrði á kannt. Felgan beyglaðist aðeins (kostaði 500 krónur að laga) en hjólkoppurinn fauk af. Ég fór einhverjum tveimur mánuðum seinna (þegar ég var orðin leið á að finnast bíllinn minn ljótur) og keypti nýjan hjólkopp hjá toyota. 5000 Kall takk fyrir. Ekkert smá dýrt apparat. Allavega, haldiði  ekki að 5000 króna koppurinn minn hafi horfið af bílnum fyrir nokkrum vikum. Mín ekki sátt og ætlaði sko ekki að eyða 5000 kalli aftur í þetta. Var alltaf á planinu að finna mér ódýran kopp þegar hvað !!??!? Mín er bara í göngutúr í vinnunni þegar ég labba framhjá þessum fína óskemmda toyota hjólkopp, lá bara í grasinu og beið eftir mér.  Ég fór með hann á bílinn minn og skellti honum á, hann smellpassaði og mér sýndist þetta barasta vera alveg eins og þeir sem voru á bílnum. Ekkert smá flott.

Það var svo ekki fyrr en núna í gær að ég áttaði mig á því að þessi nýfundni hjólkoppur var ekkert eins og hinir sem voru fyrir. En munurinn er svo lítill að ég ætla að þykjast ekki sjá muninn .... ég kann sko að þykjast fyrir 5000 krónur Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband