Kaffibörn

Jæja þá í þetta sinn....

Ýmislegt sem mér hefur dottið í hug undanfarna daga sem ég hef ekki nennt að koma niður á tölvutækt form. Ég er byrjuð að vinna nýju aukavinnuna mína og líkar bara vel. Er komin á sambýli þar sem ég þarf að ýta á eftir ungum mönnum að gera heimilisstörfin sín (þeir eru nú samt allir eldri en ég!!). Spurning hvort ég fái útrás fyrir tuði þörf mína í þessari vinnu...Stefáni væntanlega til mikillar ánægju. Eða þá að ég næ valdi á alveg gífurlegri samningatækni og fæ hann til að gera allt sem ég vil í skiptum fyrir kaffibolla !!! Það virkar allavega á einn sem býr þarna. Eða þá ég get notað annað á Stefán sem virkar oft á þessa tvo "hey, villtu ekki drífa þig að gera XXXX og þá get ég farið???" Hmmm, veit ekki með það, en kannski vill hann losna við mig svo að þetta virkar.

Ég fór á kaffihús í síðustu viku í fyrsta sinn eftir að reykingarbannið var sett á. Vá hvað það er mikill munur. Ekkert smá þæglilegt. Eitt samt sem ég fattaði sem er ekki nógu þægilegt fyrir mig....ennþá. Núna er miklu betra að vera með börn á kaffihúsum. Ekki það að ég sé á móti börnum eða barnafjölskyldum, en ennþá er ég mjög á móti barnavæli þegar ég er að reyna að slappa af með tímarit og kaffibolla. En ætli ég detti ekki í "hinn hópinn" nógu fljótlega til að vera ánægð með breytingarnar. Svo fór ég aðeins út á lífið á laugardagskvöldið og það er ekkert smá sem manni líður betur á þessum skemmtistöðum og börum. Munar öllu Wink

Er að komast að því hvað það er dýrt að eiga lítinn kisaling !! Woundering Hélt ekki að þetta væri svona dýrt, er að hugsa um að senda Kúst á Kattholt á meðan við förum austur í rúma viku. Ekki mikið 800 krónur fyrir daginn, en þegar allir dagarnir eru teknir saman, og hótel fyrir köttinn kostar hátt í 10.000 krónur...þá er þetta orðið dýrt. Alveg fullkomlega glatað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lutheran Dude

Er enginn sem getur passað?

Lutheran Dude, 12.6.2007 kl. 08:24

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Frænka mín sem gaf mér köttinn hefur passað fyrir mig en núna er hún komin með nýjan kettling (systir eða bróðir Kústs) á heimilið og minn er svo ráðríkur að ég vill ekki biðja hana um það núna. Kannski þegar kettlingurinn er farinn eða er orðinn aðeins eldri (hann er sko alveg nýr )

Heiðdís Ragnarsdóttir, 12.6.2007 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband