Vetrardagskráin að fara í gang

Sumarfríið mitt er búið. Það var svo mikið ljúft. Gerði ýmislegt og svo helling af ekki neinu. Er sem sagt byrjuð að vinna og það liggur við að ég þurfi annað mánaðarfrí eftir vikuna. Týpískt haust ástand þar sem vantar fólk vantar fólk vantar fólk. Þjónustunotendur sem eru búir að vera svo rólegir og góðir í sumar eru að taka út pirring á breytingum núna. Ekki skemmtilegt, sérstaklega ekki skemmtilegt þegar það hvað...jú jú, vantar fólk. Ef ég fengi að ráða öllu þá myndi ég hækka launin hjá þessari láglauna stétt OG setja inn eina til tvær vikur í vetrarfrí. Ef það er svo mikið að gera að það er ekki hægt að senda fólk í vetrarfrí þá fær það fríið borgað...tvöfallt W00t hey góð hugmynd hjá mér, best að semja og senda bréf til ráðamanna þjóðarinnar um þessa geggjuðu hugmynd hjá mér. Viss um að þeir taka henni vel !!! (not)

Allavega, það var rosalega gaman hjá okkur á Krít. Við lágum mikið í sólbaði, í sundlauginni og á vindsæng í sjónum. Vikuna sem við vorum úti voru skógareldarnir á Grikklandi í hámarki og það voru stanslausar fréttir af þessum eldum í sjónvarpinu. Enda engir smá eldar. Ég sá þá meira að segja úr flugvélinni þegar við flugum yfir Grikkland á leiðinni út. Það eina leiðinlega við þessa ferð okkar voru moskító flugurnar. Ég hef aldrei verið nógu mikið gæðablóð fyrir þær, ein eða tvær hafa kannski prófað en látið svo hinar vita að ég væri ekki nógu góð. Það var eitthvað annað upp á teninginn í þessari ferð. Ég taldi saman bitin mín og ég hef fengið svona á milli 20-30 bit í þessari 7 daga ferð. Ekki gott.

Við sáum litlar skjaldbökur "fæðast". Mömmurnar verpa helling af eggjum í sandinn á ströndinni og svo koma þær upp eftir einhvern ákveðinn tíma á nóttunni. Við fylgdumst með þessu síðustu nóttina okkar og við sáum tvær skjaldbökur koma upp og reyna að rata niður að sjó. Þær þurftu smá aðstoð þar sem ljósin í bænum rugla þær og þær villast. Þá er hætta á að þær nái ekki niður í sjó eða að hundar og kettir éta þær. En okkar kríli komust í sjóinn. Ótrúlega gaman að fylgjast með þeim.

En núna erum við semsagt komin heim og farin að vinna. Ég fór á tónleika á fimmtudaginn með Sólveigu. Það voru hljómsveitirnar Hvanndalsbræður og Ljótu hálfvitarnir. Ferlega skemmtilegar hljómsveitir báðar tvær. Skemmti mér mjög vel. Byrjaði líka að mæta í ræktina í vikunni. Komst að því að ég hef aldrei verið eins þung og ég er akkúrat núna Blush ekki gott. Er búin að panta mér tíma í fitumælingu í vikunni. Veit reyndar ekki af hverju, veit alveg að það er töluvert of mikið af henni! Og mælingin fer fram með töng...það ætti að verða erfið mæling, nóg að klípa í. Mér fannst nú tækið sem ég hélt í og mældi mig í fyrra vera aðeins skárri hugmynd, jafnvel þó að það sé ekki jafn nákvæm mæling. Töng...kemst ekki yfir þetta...

Var að rifja upp að ég er með myndasíðu. Ætlar að setja inn einhverjar myndir frá Krít þar og frá gönguferðinni okkar þar þegar ég fæ þær myndir, er ekki komin með þær ennþá. Svo er það bara 5 ára Kvennó reunion í kvöld Tounge hlakka rosa til...margt gerst á fimm árum. Sá það nú bara í séð og heyrt að ein bekkjasystir mín var að vinna brúðarhjón ársins í smáralindinni, komin 7 mánuði á leið ! Allt að gerast ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast Skvís!

Elín (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband