austur og kústur

Jæja. Ætli það sé ekki alveg að opinberast að við hjónaleysin séum að fara að flytja á/til Egilsstaða (ég segi "á" sem er víst vitlaust og Stefán segir "til" sem er víst alveg hárrétt!). Stefán er búinn að segja upp sinni vinnu og fá smá vinnu fyrir austan og ég þarf að fara að semja uppsagnarbréf sem og sækja um einhver störf fyrir austan. Fjúff þetta er ekkert smá big news. Fyrir mig líka þó að ég hafi vitað þetta áður en ég byrjaði að skrifa þetta. En það er allt í lagi. Ég er búin að vera að melta þetta í þrjá fjóra mánuði núna og ég er ekki frá því að mig langi bara að fara. Mig langar að breyta til í vinnunni og ég veit að ég geri það ekki nema með því að gera eitthvað svona dramatískt. Ég er svo mikið í því að sætta mig bara við þær aðstæður sem eru í gangi. Ekki það að ég láti vaða yfir mig og sætti mig við hvað sem er ef ég er ósátt...ég bara nenni oft ekki að gera neitt í hlutunum Grin En allavega, við erum með hugann fyrir austann. Við erum einmitt að fara þangað núna um helgina í fermingarveislu og smá auka páskafrí. Notum tímann til að skoða íbúðir og eitthvað svoleiðis. Getur verið að það sé ódýrara fyrir okkur að kaupa bara íbúð á Egilsstöðum í staðin fyrir að leigja. Sjáum til sjáum til.

Sem færir mig í áttina að öðrum punkti. Það er kötturinn minn. Voða leiðist mér að fara í burtu og þurfa að gera eitthvað við hann. Fór alveg framhjá mér hvað það ætti eftir að vera mikið vesen. Mér finnst svo leiðinlegt að biðja fólk um að sjá um hann en tími samt engan vegin að borga undir hann kattarhótel. Finnst það eitthvað svo mikið waste of monney ! Ég hef fengið systur mínar til að heimsækja hann einu sinni á dag og svona en mér finnst samt leiðinlegt að biðja um það...og hvað á ég að gera við hann fyrir austan. Oh hann er svo mikið vesen. Ef hann væri ekki svona sætur ....  Þannig ef einhvern langar til að prófa að eiga kött í frá ca.laugardegi til laugardags, endilega hafið samband við mig. Kústur er voða sætur og getur verið alger kelirófa...bara svona þegar honum hentar og eins lengi og hann vill. Getur haft ofanaf fyrir sér heillengi mig gerfimús og boltum...og sérstaklega eyrnapinnum...þeir geta fylgt með í massavís Tounge Matur og salernisaðstaða fylgja Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst rosalega vel á þetta, fyrir ykkar hönd. (En fyrir mína hönd þá er þetta alveg ömurlegt )

En ég get alveg sætt mig við þetta, en bara ef þið verðið með svefnsófa sem við getum gist í þegar við komum. Þið eigið nefnilega ekki eftir að losna við okkur þó að þið flytjið

En þetta með köttinn, ég get því miður ekki tekið við honum. (Bara EKKI nefna þetta við Eirík hann væri alveg vís með að koma með hann heim eitt kvöldið!!!) 

Elín (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Lutheran Dude

Hæhæ ég er svakalega svakalega svakalega spennt! Vá, get ekki beðið eftir að ræða þetta og búa í sama bæjarfélagi (ekki eins og við gerum það ekki núna, en samt...)

Og varðandi Kústinn... spurðu bara Þorgeir, við erum að vísu að fara að passa Sófus yfir páskana, veit ekki hvort það er sami tími eða hvort það sé gáfulegt að vera allt í einu með tvo ketti sem þekkjast ekkert... en Egilsstaðir vúhú!

Lutheran Dude, 11.3.2008 kl. 12:24

3 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Já veistu ég er bara líka að verða spenntari og spenntari fyrir þessu....nú vil ég bara helst fara að fá loforð um vinnu og þá verð ég róleg líka

Er að fara með Kúst í heimsókn til móður sinnar og hálf systur á morgun, sjáum hvernig það gengur...annars gæti ég þurft að senda Eiríki sms "óvart"

Heiðdís Ragnarsdóttir, 11.3.2008 kl. 12:35

4 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

nohh!! það eru bara allir að flytja austur... hmm þá hef ég allavega afsökun til að keyra á egilsstaði :p heimsækja fólk ... gaman að þessu!

Dagný Guðmundsdóttir, 11.3.2008 kl. 21:07

5 identicon

Little Smeag (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Litle Smeag er ekki ánægð með fyrirhugaða flutninga  Hún er svo mikil snúlla, hún veit ekki að ég er að flýja borgina þar sem hún fær bílpróf í sumar  

Heiðdís Ragnarsdóttir, 13.3.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband