13.4.2008 | 16:39
Eldaðu maður!
Lofaði að sýna hérna hálsmenið sem ég vann á árshátíðinni minni um síðustu helgi.
Smart ha !! Hef hugsað mér að eiga keðjuna en ef einhvern langar til að ganga með þetta þá má sá hinn sami láta mig vita og það er aldrei að vita nema ég gefi viðkomandi þetta hálsmen...með keðjunni!!
Fyrst ég er byrjuð á þessari myndasýningu þá er þetta Kústur þegar ég týndi honum um daginn og fann hann inni í skáp!
Þarna sést líka glitta í kjólinn sem ég keypti fyrir árshátíðina og réttlætti kaupin svo með því að ég ætlaði líka að vera í honum í brúðkaupi í sumar Svona getur maður verið sniðugur.
Ég fékk Sólveigum með mér í bæjarferð í gær. Ljómandi gaman að kíkja í bæinn í góðu veðri á góðum vordegi. Ákvað að vera svona einu sinni svona spontant romantic og keypti eina bók til að gefa Stefáni. Þegar ég hitti hann svo seinna um daginn þá situr hann í bílnum sínum með nýja bók....svo förum við í mat til tengdó þar sem hún gefur honum matreiðslubókina "eldaðu maður!" Fannst eins og litla gjöfin mín væri ekkert spes lengur Allt í lagi. Ég les hana þá bara og heimta kvöldmat úr "Eldaðu maður!".
Athugasemdir
Gjöfin þín var sko alveg plenty spes. Takk fyrir mig.
Stefán Bogi Sveinsson, 14.4.2008 kl. 15:46
Hey kisan ykkar er eins og Hitler! Hafiði séð vefsíðuna með Hitler köttum? http://www.catsthatlooklikehitler.com/cgi-bin/seigmiaow.pl
Hrein snilld!
Guðrún , 16.4.2008 kl. 15:09
Já hef séð síðuna. Nú er bara að taka góða mynd til að senda
Heiðdís Ragnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.