29.7.2008 | 12:21
Helgin
"a wedding, I love weddings, drinks al around !".......hver sagði þetta ???
Berglind og Jón Ómar eru hjón. Og það afskaplega falleg hjón. Brúðkaup eru yndisles. Skil ekki fólk sem finnst ekki gaman í brúðkaupum. Eníhús, eins og Hlín sagði þá verður erfitt fyrir mig að toppa þetta. Held að ég reyni það barasta ekkert. I will just do my owne thing (merkilegt hvað skriflega enskan er fljót að fara þegar maður er ekki lengur í skóla !). Hafði mjög gaman að því að þau fengu leynigest í veisluna. Regína Ósk kom og söng þrjú lög (við Þóra biðum báðar eftir því að Friðrik Ómar kæmi á eftir henni ). Ég var á tímabili búin að ákveða hvaða leynigestur ætti að koma í mitt brúðkaup, annað hvort Einar Ágúst eða Gunni Óla (eða báðir). En ég held að ég geri ekki þá kröfu lengur. Hef aðeins þroskast síðan þá...en bara smá.
Fór svo í göngutúr í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu á sunnudaginn. Fór svo heim og leitaði að ættingjum sem ég á í garðinum á islendingabok.is og svo gardur.is. Komst að því að ég á þrjú sett af langalang afa og ömmum. Við Heiða fórum því aftur um kvöldið og fundum leiðin þrjú. Voða "gaman". Þetta eru nefninlega leiði í elsta hlutanum af garðinum þannig að þau eru öll þarna í "kuðlinu". Finnst alveg magnað að ganga þarna um, 6-7 manns nánast á sama staðnum. Heilu fjölskyldurnar grafin saman, risa minnis merki um þennan og hinn og fullt af merkilegu fólki. Ef maður kann eitthvað í sögu þá finnur maður fullt af fólki sem maður kannast við. Skuggalega gaman að skoða kirkjugarða !!! Nýju kirkjugarðarnir eru ekki svona skemmtilegir, enda allir grafnir í röð og ekkert gaman af því
Svo er það bara Prag á laugardaginn ....
Athugasemdir
Captain Jack Sparrow mate
Hugrún (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.