19.9.2008 | 19:57
Meiri sveit
The sveitastemning will continue. Ég er að fara að smala á morgun. Vey....ég held að það verði gaman. Ég skil reyndar ekki þessa stemningu hérna fyrir austan að það virðist enginn smala á hestbaki...allir labbandi. Skil ekki svoleiðis. En það verður samt gaman. Ég er búin að ákveða það. Verð reyndar alveg örugglega alveg dauð eftir daginn en það er allt í lagi...hef mjög gott af því að drepast eftir svona daga. En já, þetta er örugglega skemmtilegra en að þrífa !
Vikan mín er annars búin að vera fín. Við vorum með æskulýðsfund í Fellabæ á miðvikudaginn. Gekk vel, var gaman. Svo er ég búin að sjá auglýst hérna öldungablak sem ég er mjög spennt fyrir. Við Stefán ætlum að fara og ég ætla að reyna eftir fremsta megni að dobbla allavega Hlín með okkur. Það verður gaman, ég er búin að ákveða það líka.
Og svo er það bara heimsókn í höfuðborgina í næstu viku......víhú....
Smá krúttlegt úr leikskólanum
"ég sakna þín svo" sagði strákur sem var í tíma hjá mér hálfri mínútu áður en hann sagði þessa fínu setningu.´
Ein stelpa var að borða morgunmat og var illt í maganum. Leikskólakennarinn leit af henni og heyrir svo "má ég fá annan disk". "Nú, hverju, hvað er þetta í disknum þínum" ..... "ælupest!"
Ég spurði einn strák hvort hann vissi hvað " þetta" væri. ("þetta" var leðurblaka) "þetta er flugmús"
Ég var með tvo stáka hjá mér í svona orðabingó. Annar er ofvirkur og hinn er í málörvun. Sá sem er í málörvun átti að segja fíll. Hann var eitthvað lengi að koma sér að því að segja orðið þannig að hinn fór að hvetja "segðu fíll....SEGÐU FÍLL" sagði hann og kýldi sessunaut sinn. Talandi um að vera hvetjandi
Athugasemdir
Leikskólabörn eru svo miklir snillingar
Þjóðarblómið, 20.9.2008 kl. 14:53
Krakkar eru svo skemmtilegir :)
Elín (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 09:55
Ég prófa blakið allavega... KLUKK
Lutheran Dude, 22.9.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.