Yndis stundir

Aldrei áður hef ég verið fegin að eiga engan sparnað....

Á milli þess sem ég upplifi angist og vonleysi yfir ástandinu á peningamálum og ömurlegheitum hugsa ég hvað mér finnst samt yndislegt að vera til. Hef fengið svona yndis tilfinningu nokkrum sinnum núna undanfarið. Í blaki á sunnudaginn (ég veit...fyndinn staðurLoL), í gær þegar ég var ein heima og bjó mér til kósístemningu með sjónvarpinu, nýja lampanum mínum, kertum og prjóni. Áðan þegar rigndi sem mest og ég stóð við gluggan og hlustaði á rigninguna og fuglana sem eru að springa úr ormum þar sem þeir koma upp úr jörðinni til að drukkna ekki og eru bara étnir í staðin. Í gær þegar Stefán Bogi kom loksins heim og við hlógum af því hvað það er oft misskilningur í bandarískum sjónvarpsþáttum.

Það er gaman að upplifa svona yndis stundir. Þegar manni finnst bara yndislegt að vera til. Og þvílíkt nauðsynlegt þegar heimurinn virðist vera að gufa upp í efnahagskerfi sem virðist hafa sjálfstætt líf og hlýðir ekki jakkafatagaurunum sem hafa verið að fóðra það undanfarið.  Kerfið hlýðir ekki og er farið að ráðast á þá sem hafa sinnt því hvað mest...vá hvað mér finnst þetta flott samlíking hjá mér Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Arason

Svona yndis-bloggfærslur eru vel þegnar þessa dagana!

Þorgeir Arason, 10.10.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband