Bæjarstjóri!!

Hlín mín ! Viltu vera svo væn að sýna Eiríki bæjarstjóra þessa færslu næst þegar hann á leið um þinn hluta af skrifstofunni ??

ÉG DATT EINU SINNI ENN !!!

Og núna var það svo sníkí.....það hefur nefninlega þiðnað allhratt og mest öll hálka farin, nema þar sem stæðstu skaflarnir voru. Ég var semsagt á leið í vinnu áðan. Niður brekkuna á göngustígnum "mínum". Ég passa mig á stóru hálkublettunum og er komin á auða partinn. Mér sýndist stígurinn vera alveg auður þangað til allt í einu ég flýg á afturendan... í ÞRIÐJA SKIPTIÐ í vetur, ANNAÐ SKIPTIÐ Á EINNI VIKU. Og hverju var það að kenna í þetta skiptið ? Ljósleysi. Ef það hefði verið ljósastaur .... ekki nema einn lítill ljósastaur.... þá hefði ég séð hálkublettinn og labbað í kringum hann. Og nei Hugrún ég vil ekki mannbrodda í jólagjöf af því að í þetta skiptið hefði ég skilið þá eftir heima.

Kröfur mínar eru eftirfarandi: Ég keypti mér íbúð á Egilsstöðum þannig að ég er ekkert á förum. Ég vil því að mínir skattar séu notaðir í A) ljósastaura á göngustígana í Selbrekkunni (allavega "minn" part, bakvið húsin þar sem engin birta er!) og B) kaupa svona litla ruðningsvél til að skafa af gangstéttum og göngustígum. Nú segir herra bæjarstjóri að það sé til lítil ruðningsvél fyrir gangstéttar og göngustíga. Ég vil fá þessa sem er með sanddreyfara aftaní! Mér er alveg sama hvort að það sé keypt ný vél með þessum skemmtilega aukabúnaði eða maður settur aftaná þá vél sem er til og hann látinn dreyfa sandi.....það er sandurinn sem ég er að sækjast eftir.

Hlín ég treysti á þig !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko mína.   Afi.

Hörður Þ (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 09:45

2 identicon

Þú ættir bara að senda bréf beint á bæjarstjórann... en vinsamlegast sendu mér afrit, það gæti orðið fyndið. Held ég gefi þér bara samt mannbrodda sem svona vetrargjöf.

Hugrún (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:08

3 identicon

Hæ skvís.

Ég ætla rétt að vona að við hittumst eitthvað þegar þú kemur suður um jólin :) Þið eruð alltaf velkomin hingað ef þið eigið leið hjá :)

Elín (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband