Sold!

The car has left the Egilsstaðir. YESSSS.  Seldur og farinn....þau geta ekki skilað honum núna...er það nokkuð ??

Og sölutrikkið....lækka verðið. En ég kem allavega ekki út í mínus. Á smá pening til að eyða í jólin og sjálfa mig og svo verður hann búinn. En það er allt í lagi. Núna get ég nefninlega hætt að borga 30.þúsund krónur á mánuði í ekki neitt. Get vonandi komið aðeins oftar til Reykjavíkur í staðin. Haustið hefði nefninlega verið fullkomið ef ég hefði komist eins og einu sinni oftar til höfuðborgarinnar, svona í lok nóvember hefði verið perfectó. Eins gott að það verði flugfært um helgina þar sem við Stefán eigum eftir að kaupa allnokkrar gjafir. Það verður gert í jólaösinni 22. og 23. desember. Kannski að maður hafi líka efni á að gefa sjálfum sér eins og eina litla afmælisgjöf...það væri nú gaman.

Við Stefán erum búin að gera jólahreingerninguna. Hún var framkvæmd um síðustu helgi. Ég skúraði. Ég geri það sko ekki oft. Merkilegt hvað mér finnst ég vera miklu fljótari að þrífa þessa íbúð heldur en kjallarann í lundahólunum. Gæti verið af því að inni í skáp eru ennþá svona þrír kassar af smádóti sem var í öllum hillum í hólunum. Og líka af því að núna er sama dóti dreyft á stærra svæði. Og að það eru gluggar á rýminu. Held að allt þetta geri það að verkum að ég er fljótari og finnst þetta ekki alveg eins leiðinlegt. Held því að smádótið fái bara að vera ennþá ofaní kassa !!! Þarf ekki að þurrka af því þar.  

Annars ekkert voða mikið annað að frétta. Hér er ennþá snjór og kallt. Sem er luvely. Það má nefninlega alveg vera svoleiðis á veturna. Ég hef reyndar aldrei fundið jafn mikið fyrir skammdeginu eins og ég geri núna. Það lýsir sér aðallega í því hvað það er rosalega erfitt að koma sér á fætur á morgnanna og því að ég virðist alltaf vera dauðþreytt þegar ég kem heim. Legg mig kannski smá og get svo ekki sofnað á kvöldið. Asnalegi vítahringur. En það eru bara tveir og hálfur vinnudagur eftir....jibbí jey....þá fer ég "heim"

Jæja, best að fara að gera eitthvað

p.s. hef ennþá ekkert heyrt frá bæjarstjóranum....Hlín er hann ekki örugglega búin að sjá færsluna ???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég gaf mér afmælisgjöf í gær :) Keypti úlpu frá Cintamani sem var alveg sjúklega dýr en vibbaflott :)

Þjóðarblómið, 17.12.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband