Jól

Holidays are coming holidays are coming......osfrv.

Ég er að sjálfsögðu komin í bæinn. Við komum á sunnudaginn klukkan hálf sjö. Það er ekkert gaman að fljúga svona í myrkrinu. Mér finnst svo gaman að horfa niður og reyna að fylgjast með því hvar ég er en það gengur ekki mjög vel þegar það er niðamyrkur. Kannski að ég taki vasaljós með næst.

Allavega...aumingja pabbinn minn var strax drifinn út á rakarastofu til að setja lit í hárið á mér og klippa það svo af. Og svo kom afmælisdagurinn minn. Hann fór allur í jólagjafainnkaup. Sem mér fannst mjög gaman af því að ég hef ekki komin í kringluna eða smáralindina í þrjá mánuði. Sveitastelpan er nefninlega borgarbarn inn við beinið.

Ég fann engin ný jólaföt handa mér. Mig langaði í jólakjól en brjóstin á mér voru eitthvað ekki sammála því. Þau vildu allavega ekki passa í neinn kjól sem mig langði í. Stupid body parts. Þannig að ég keypti mér leggings. Ekki alveg sambærilegt en ég fer allavega ekki í jólaköttinn. Hann kemur samt örugglega og étur Stefán af því að hann gleymdi að kaupa jólanærbuxurnar sínar. Aumingja hann. 

Ég átti svo kósístund með sjálfri mér í gær. Fór á Súfistann í Iðu og fékk mér að borða og sat svo í klukkutíma með kaffibolla og las blöð og slúður. Reyndar trufluði Stefán og Friðrik mig aðeins þar sem þeir voru að borða á sushi barnum við hliðina. Stefán meðal annars með því að ræna matnum mínum þar sem ég sat og borðaði. Hann á bara ekki að velja sér hráan fisk ef hann langar frekar í crépsið mitt. Hnuss  .... En það var voða kósí þegar þeir voru farnir. Þá gat ég hreiðrað um mig í horninu mínu. Lítil umferð og voða rólegt á súfistanum. Luvely'

Við Stefán fengum gefins tvær rjúpur. Við fórum með þær til mömmu hans til þess að Stefán gæti hamflett þær með fagmönnum. Það var disgusting. Fórum eftir það á þorláksmessustund í Friðrikskapellu. Þar sátum við Stefán í rigningu inni. Húsið ekki alveg að þola rigninguna. Alltaf gaman og gott að vera á þessum stundum. Fannst hún reyndar ekki alveg eins hátíðleg og oft áður sökum lagavals. En góð engu að síður.

Og núna er kominn aðfangadagur.

GLEÐILEG JÓL Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband