ÉG ER AÐ KOMA !!!

Voðalega er fólk lélegt að blogga svona fyrir jólin.  Koma svo....

Allavega. Við fórum að bera út jólakort á föstudaginn í kuldanum. Það var voðalega fínt. Það var skítkalt en ég var vel klædd. Ekki Stefán. Hann var í skyrtu með bindi. Ég var í flís og ull. Það var kalt en allt í lagi. Það var nefninlega logn. Ef það hefði verið hálfur metri á sekúndu þá hefði nefið dottið af mér. En það hélst á.

Í gær fórum við svo og sóttum Friðrik á Neskaupsstað. Stefán Bogi var svo spenntur að hitta hann að hann keyrði allt of hratt. Svo reyndi hann líka að taka handbremsubeygju á bílastæðinu okkar, að ég held til að sýna Friðriki hvað hann væri klár. Ég öskraði svo hátt NEI að hann hætti við. Ég vissi alveg hvað hann ætlaði að gera. Ég reyndi að minna hann á hvað hafði komið fyrir bílinn hans þegar einhver önnur gáfnaljós voru að gera það sama og rústuðu við það bílnum hans Stefáns. "Það voru líka einhverjir vitleysingar". Já já....hugsa ekki allir vitleysingar svona ???

Núna eru tveir dauðir fuglar í ísskápnum mínum. Og nei það er ekki kjúklingur. Þessir fuglar eru með fjöðrum, haus, augum, innyflum og öllu. Íjú. Jónas bóndi kom í gær með pakka til okkar sem við ætlum að fara með til Rvk. Í leiðinni kom hann með hangikjötslæri fyrir aðstoðina við smalamennsku og svo tvær rjúpur í poka í jólamatinn....rjúpudruslur. Ég er svolítið bitur yfir því að "þurfa" að borða rjúpur um jólin og þess vegna mun ég héðan í frá kalla þær rjúpudruslur Cool

HEY .... ÉG ER ALVEG AÐ KOMA TIL REYKJAVÍKUR LoL 

Það fyrsta sem Friðrik sagði þegar hann fór á fætur áðan var "ætli það verði flogið í dag?" Smá snjór.....JÁ AUÐVITAÐ VERÐUR FLOGIÐ....ÉG ER AÐ KOMA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Skvís

Velkomin til Reykjavíkur, ég frétti af þér þar í gær :)

Hvað verður þú lengi hérna fyrir sunnan, er einhver von um að fá að hitta þig?

Elín (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband