Vetrardagskráin að fara í gang

Sumarfríið mitt er búið. Það var svo mikið ljúft. Gerði ýmislegt og svo helling af ekki neinu. Er sem sagt byrjuð að vinna og það liggur við að ég þurfi annað mánaðarfrí eftir vikuna. Týpískt haust ástand þar sem vantar fólk vantar fólk vantar fólk. Þjónustunotendur sem eru búir að vera svo rólegir og góðir í sumar eru að taka út pirring á breytingum núna. Ekki skemmtilegt, sérstaklega ekki skemmtilegt þegar það hvað...jú jú, vantar fólk. Ef ég fengi að ráða öllu þá myndi ég hækka launin hjá þessari láglauna stétt OG setja inn eina til tvær vikur í vetrarfrí. Ef það er svo mikið að gera að það er ekki hægt að senda fólk í vetrarfrí þá fær það fríið borgað...tvöfallt W00t hey góð hugmynd hjá mér, best að semja og senda bréf til ráðamanna þjóðarinnar um þessa geggjuðu hugmynd hjá mér. Viss um að þeir taka henni vel !!! (not)

Allavega, það var rosalega gaman hjá okkur á Krít. Við lágum mikið í sólbaði, í sundlauginni og á vindsæng í sjónum. Vikuna sem við vorum úti voru skógareldarnir á Grikklandi í hámarki og það voru stanslausar fréttir af þessum eldum í sjónvarpinu. Enda engir smá eldar. Ég sá þá meira að segja úr flugvélinni þegar við flugum yfir Grikkland á leiðinni út. Það eina leiðinlega við þessa ferð okkar voru moskító flugurnar. Ég hef aldrei verið nógu mikið gæðablóð fyrir þær, ein eða tvær hafa kannski prófað en látið svo hinar vita að ég væri ekki nógu góð. Það var eitthvað annað upp á teninginn í þessari ferð. Ég taldi saman bitin mín og ég hef fengið svona á milli 20-30 bit í þessari 7 daga ferð. Ekki gott.

Við sáum litlar skjaldbökur "fæðast". Mömmurnar verpa helling af eggjum í sandinn á ströndinni og svo koma þær upp eftir einhvern ákveðinn tíma á nóttunni. Við fylgdumst með þessu síðustu nóttina okkar og við sáum tvær skjaldbökur koma upp og reyna að rata niður að sjó. Þær þurftu smá aðstoð þar sem ljósin í bænum rugla þær og þær villast. Þá er hætta á að þær nái ekki niður í sjó eða að hundar og kettir éta þær. En okkar kríli komust í sjóinn. Ótrúlega gaman að fylgjast með þeim.

En núna erum við semsagt komin heim og farin að vinna. Ég fór á tónleika á fimmtudaginn með Sólveigu. Það voru hljómsveitirnar Hvanndalsbræður og Ljótu hálfvitarnir. Ferlega skemmtilegar hljómsveitir báðar tvær. Skemmti mér mjög vel. Byrjaði líka að mæta í ræktina í vikunni. Komst að því að ég hef aldrei verið eins þung og ég er akkúrat núna Blush ekki gott. Er búin að panta mér tíma í fitumælingu í vikunni. Veit reyndar ekki af hverju, veit alveg að það er töluvert of mikið af henni! Og mælingin fer fram með töng...það ætti að verða erfið mæling, nóg að klípa í. Mér fannst nú tækið sem ég hélt í og mældi mig í fyrra vera aðeins skárri hugmynd, jafnvel þó að það sé ekki jafn nákvæm mæling. Töng...kemst ekki yfir þetta...

Var að rifja upp að ég er með myndasíðu. Ætlar að setja inn einhverjar myndir frá Krít þar og frá gönguferðinni okkar þar þegar ég fæ þær myndir, er ekki komin með þær ennþá. Svo er það bara 5 ára Kvennó reunion í kvöld Tounge hlakka rosa til...margt gerst á fimm árum. Sá það nú bara í séð og heyrt að ein bekkjasystir mín var að vinna brúðarhjón ársins í smáralindinni, komin 7 mánuði á leið ! Allt að gerast ...


Sól

Sól sól skín á mig sól sól skín á mig sól sól skín á mig á morgun....og hinn og hinn og hinn og hinn osfrv... Grin

Sumarfrí og mennó dagur

Aahhhh, ein vika búin, ein eftir og vika á Krít. Vikan mín er búin að vera voða kósí og indæl. Ég er að vakna um tíu, horfi á sex and the city og dunda mér svo eitthvað um daginn. Ég er meðal annars búin að þrífa heima hjá mér. Jibbí. Er líka búin að sitja á kaffihúsum að lesa slúður. Very nice. Þessi vika fer í meira afslappelsi og undirbúning fyrir Krít. Maður þarf að fara að kaupa gjaldeyri og sólarvörn og svoleiðis. Svo er ég líka að fara með bílinn minn í skoðun...loksins. Er farin að óttast það að lögreglan mæti á svæðið og klippi númerin af bílnum mínum...ónó.

Ég var nú í bænum mest allan menningar laugardaginn. Við Stefán gengum um, leigðum okkur lifandi bók sem var múslimi, fengum okkur vöfflu í þingholtunum, skoðuðum grænmetismarkað og eitthvað svoleiðis. Svo fór Stefán að vesenast og ég fór með bláber og kók á miklatún að hlusta á ljótu hálfvitana og Pétur Ben. Og reyndar einhverja gamla pönkhljómsveit sem hét vonbrigði og ég varð fyrir jú, vonbrigðum með. Pönk hefur aldrei verið my thing. Svo lallaði ég niður laugarveginn og hitti Tótu þar alveg óvart. Þegar heim var komið var bara búið að slá upp fjölskyldupartýi. Ferlega skemmtilegt. Við komum akkúrat á réttum tíma í matinn Grin Verst að við missum af næsta fjölskyldupartýi sem verður á ljósanótt í keflavík. Þá verðum við væntanlega í flugvél á leið til íslands. Hitti í "partýinu" "litlu" frændur mína sem hafa stækkað um 10cm hver síðan ég sá þá síðast (shitt allt of langt síðan). Þekkti þá næstum því ekki aftur. Sorglegt. Eftir matinn fórum við aðeins í bæinn og lenntum á einhvert óútskýranlegan hátt í færeyskum hringdansi í ráðúsinu. Það var mjög gaman. Náði nú aldrei viðlaginu þó það væri sungið svona tuttuguogfimm sinnum. Stuð.

 


Sumarfrí

Þá er ég komin heim úr austulandsferð númer tvö í sumar. Við eyddum verslunarmannahelginni á Borgarfirði eystri. Þar fórum við á hagyrðingamót og tónleika með Hvanndalsbræðrum. Mjög skemmtilegt. Aðfaranótt sunnudags og sunnudagurinn var leiðinlegur vegna veðurs en á mánudaginn byrjuðum við að labba. Við gengum um víknaslóðir í fjóra daga og við gengum meðal annars upp á Glettina (austurland að glettingi þið vitið). Það var rosalega gaman. Verst hvað fæturnir á mér fóru illa út úr þessu. Ég hef aldrei áður fengið jafn margar blöðrur á fæturnar. Held að ég hafi fengið 11 eða 12 blöðrur á fjórum dögum. Ái. Enda var það 30-60 mínútna prósess að teipa á mér tærnar áður en við byrjuðum að ganga síðustu tvo dagana. En þetta var samt alveg rosalega gaman.

Núna erum við semsagt komin heim og ég er í sumarfríi. Verð í fríi þessa viku og næstu. Eru einhverjir fleiri í sumarfríi núna sem langar að gera eitthvað með mér ??? Smile Fara í sund eða á kaffihús eða eitthvað. Call me Wink

Set inn myndir þegar ég fæ þær í tölvuna mína.


Átta staðreyndir

Bara svona af því að ég hef ekkert sérstakt að blogga um þá ætla ég að svara svona klukk leik þar sem ég á að segja átta staðreyndir um sjálfa mig. Í boði Evu Hlínar Wink

1. Ég er dellukelling. Fæ hluti á heilann í ákveðinn tíma. Dæmi sögur (Harry Potter, Lord of the Rings), tónlistarmenn (Skítamóral, Michael Ball), söngleiki (cats, joseph and the amazing technicolor dreamcoat), og áhugamál. Nýjasta dellan mín er að mig langar til að læra að skrappa. Googliði það ef þið hafið ekki hugmynd (scrap booking).

2. Ég hef átt heima á fimm stöðum um ævina. Breiðholti (man ekki hvar, flutti fyrir eins árs Grin), Ránargötu 9 vesturbæ, Miðbraut Seltjarnarnesi, Vesturgötu vesturbæ og Lundahólum í Breiðholtinu. Algjört borgarbarn.  

3. Hef átt einn hest (hann hét Korgur). Hann dugði ekki í ár. Varð haltur og neitaði að lagast. Hann var svo felldur. Hef eignað mér tvo aðra hesta sem pabbi hefur átt Gust og Hnokka). Núna á ég bara kisaling sem heitir Kústur. Hann er fyndinn.

4. Ég fæ illt í magann ef ég verð kvíðin. Þá fer allt í klessu.

5. Mig langar til að ferðast til framandi landa. Ég bara þori það ekki. Held að einhver komi og lemji mig eða steli mér eða eitthvað. Mig langar heldur ekki til að fara að skoða fátækt fólk í fátækum löndum eða í fátækra hverfum. Það virðist vera í tísku núna en ég held að fólkinu finnist ekkert gaman að láta skoða sig !!

6. Ég tárast oft í bíó og leikhúsi. Alveg jafn mikið þegar það er eitthvað sorglegt og þegar það er eitthvað fallegt.

Fjúff hvað það er erfitt að finna upp svona um sjálfan sig.

7. Ég á tvær bráðskemmtilegar, stórmerkilegar og stórfurðulegar systur.

8. Ég syng ekki í sturtu en ég syng oft hástöfum í bílnum mínum...þegar ég er ein. Þá er ég efni í stórsöngvara...en bara þegar enginn heyrir Cool 

Núna á ég að klukka einhvern. Prófa Sólveigu, Hlín og Friðrik.


Meiri Harry Potter

Mér og fleirum til mikillar ánægju hefur J.K.Rowling víst sagt að hún ætli að gefa út "nýja" bók um Harry Potter. Þetta á víst að vera svona uppflettirit. Ég mun örugglega kaupa þá bók þegar hún kemur út.

Annars fann ég vísun í viðtal við Rowling á bloggrúnti núna í morgunsárið þar sem hún segir aðeins meira frá örlögum sögupersónanna heldur en kemur fram í síðasta kaflanum í Deathly Hallows. Gaman að lesa og ég set tengilinn inn en tek auðvitað fram að þetta er gífurlegur spoiler og ætti ekki að lesast nema maður sé búin með síðustu bókina.

ÝTA HÉR


Af hverju ?

Af hverju eru fréttamenn á stöð tvö allt í einu farnir að kalla golf höggleik ???

Búin

Búin að bíða í röð

Búin að kaupa bókina

Búin að vaka fram á nótt að lesa bókina

Búin með bókina

Harry Potter bókaserían er búin

Soldið sorglegt en gaman að vera loksins komin með endi á þetta allt saman. Loksins búin að fá svör við svo mörgu sem hefur leitað á mann í gegnum árin. Hljómar kannski undarlega but face it, its true. Hugrún kláraði bókina á rúmum tólf tímum. Ég á rúmlega tuttuguogfjórum. Núna er ég að klára Merlin bókina sem ég er að lesa til að geta byrjað á Harry Potter frá byrjun og lesið allar sjö í röð í einu. Gaman hjá mér. Og þar sem ég er að fjalla um bækur ætla ég að koma því á framfæri að bækurnar eftir Paulo Coellho eru leiðinlegar. Er búin að lesa tvær og nenni ekki að klára þá þriðju. Þær eru kannski góðar...en hund leiðinlegar.

Fór á Argentínu í gær....eldsteikt er ekta Tounge


spotter

4 timar og 16 mínútur


Harry

Bara ein nótt LoL minns orðin spennt...

var að fatta hvað við íslendingar erum heppnir. Byrjar er að selja bókina klukkan eina mínútu yfir tólf á breskum tíma en þá er klukkan eina mínútu yfir ellefu á íslandi....yessssss fæ hana klukkutíma fyrr en ég hélt W00t


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband