18.7.2007 | 09:40
Potter
Harry Potter alveg að koma...bara tvær nætur þangað til
Við Hugrún erum búnar að ráðstafa föstudagskvöldinu...og ég ein heima um helgina....yessss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2007 | 19:54
Sól meiri sól
Ég var nokkuð dugleg að vinna aukavinnu í síðustu viku þannig að ég ákvað að vera líka dugleg við að taka sumarfrí daginn minn sem ég átti eftir að ráðstafa. Hann tók ég í tveimur pörtum, eftir hádegi þriðjudag og föstudag. Og ég nýtti þá sko vel. Sund og sólbað á þriðjudaginn og hipp og kúlismi á laugarveginum á föstudag. Og svo skelltum við okkur skötuhjúin í sumarbústað seint á föstudagskvöldi. Yfirleitt þarf ég að plana svona hluti eins og að fara í bústað. En þarna var þetta eitthvað svo fullkomin hugmynd að fara bara upp í bústað. Og ekki sá ég eftir því. Við lágum úti á palli ALLAN daginn og lásum og sóluðum okkur í yfir tuttugu stiga hita. Ég fékk mér svo smá göngutúr bara til að ná upp smá matarlyst fyrir grillið. Mér fannst líka rosa sniðugt að taka með banana og mars súkkulaði til að grilla í eftirmat. Tek það fram að ég hef aldrei gert það áður. Og mér tókst líka að klúðra því. Hafði bananana svo lengi á grillinu að súkkulaðið var allt orðið að sýrópi og því nánast ekkert súkkulaði bragt af banönunum. Stefán át þó sinn af skyldurækni...en ég bjó til annan handa mér....og honum líka. Það var nefninlega einn eftir. Sá síðasti tókst betur en hinir tveir.
Núna er ég bara að aukavinnast í sólinni. Slappa af með íbúum sambýlisins. Fór þó með tvo á stóra tónlistarmarkaðinn áðan. Annar þeirra var klæddur í rosalegan leðurjakka með síðu kögri og toppaði lúkkið svo með sólgleraugum. Og talaði mikið í gsm símann sinn á leiðinni. Ég var svo tillitssöm að ég hækkaði ekki í útvarpinu í bílnum á meðan hann talaði í símann. Þangað til ég mundi eftir því að hann væri í raun ekki að tala við neinn nema sjálfan sig. Ég sagði honum að leggja á og hækkaði í útvarpinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2007 | 00:16
Smá myndashow
Svona tók austurlandið á móti okkur nóttina sem við komum
Æi við erum svo fallegt fólk
Á leið í Jökuldalinn
Töff stytta sem við fundum á Egilsstöðum
Við hittum Friðrik
Komst að því að Stefán Bogi getur gengið með barn
Heiðdís að hugsa um að stökkva í ána
Heiðdís ákvað að hugsa ekki lengur heldur framkvæma
Ég hef víst mjög þokkafullar hreyfingar á sundi...sel það ekki dýrara en ég keypti það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2007 | 11:42
Austurland að Glettingi
Þá er maður komin heim úr einnar viku sumarfríi. Glæsilegur árangur, gleymdi vinunni minni svo mikið þessa vikuna að þegar einn vinnufélagi minn hringdi í mig þá þekkti ég allt í einu engann með því nafni. Fyndið hvernig hlutirnir detta stundum út manni. Annars er ég að vinna núna. Skondið þar sem ég er ein í húsinu. Allir í fríi eða úti eða að skreppa af því að það er enginn í húsinu. Bara litli minns eftir til að svara í símann og hræra í pottinum með súpunni. Auðvitað gæti ég verið að gera eitthvað gagnlegra en að blogga, en ef hinir eru að slappa af þá ætla ég að gera það líka
Austurland kom að mestu vel fram við mig. Það ákvað reyndar að sýna mér að það getur líka verið rigning, rok og skítakuldi þar, en fyrir utan það þá kom landið vel fram við mig. Við afrekuðum reyndar ekki að ganga upp á fjall eins og við ætluðum en ég kenni veðurfari um það...ekki leti. En við afrekuðum meðal annars að fara á þrjú ættarmót, hvert öðru skemmtilegra. Skil ekki af hverju fólki finnst leiðinlegt að fara á ættarmót. Fólk hlítur þá að eiga svona leiðinlegar fjölskyldur !!! Nei ég lýg því, ég hef nú farið á leiðinleg ættarmót. Það er aðallega svona ef maður þekkir engann en allir hinir þekkja alla.
Við skoðuðum okkur nú líka eitthvað um, fórum auðvitað í heimsókn til Frikka á Neskaupsstað og kíktum svo á Hlín og Þorgeir á Eiðum. Fórum svo í bíltúr til Seyðisfjarðar af því að ég hef aldrei komið þangað. Eftir að Hlín bloggaði um Húsey vildi ég endilega fara þangað og leita af selum (helst með haus!!) Stefán Bogi og Veigur bróðir hans fóru og töluðu við bóndann til að spjalla og leita upplýsinga um hvar væri hægt að sjá seli. Þá fengum við bara óvænta leiðsögn um bæinn þar sem við fengum að sjá hesta, heimalninginn, hænur, aliendur og andarunga. Voða gaman. Leiðsögumaðurinn var átta ára sonur bóndans sem talaði eins og sextugur faðir sinn. Gormæltur og ákaflega skondinn krakki. Þar var líka mjög vinalegur stóðhestur sem setti alltaf rassinn í okkur, okkur til takmarkaðrar ánægju. Við sáum svo einn sel á þeim stað sem bóndinn benti okkur á. Ég og selurinn bonduðum á meðan hinir borðuðu nesti.
Ég hef lengi haldið þvi fram að íslensk sól brenni mig ekki. Sólin á jökuldal flokkast ekki sem íslensk sól og hún brenndi mig á bakinu um helgina. Þvílíkan sólardag hef ég ekki upplifað í mörg ár að mér finnst. Nýtti það óspart í sólardýrkun. Einnig fórum við á sunnudaginn og syntum yfir Jöklu og stukkum yfir hana af ca.4 metra háum klett. Þetta er Jökla.
Reyndar er þetta Jökla eins og hún var. Hún er víst aðeins minni núna og ekki eins skítug. Þökk sé Kárahnjúkavirkjuninni sem hefur breytt þessari á í gullfallega bergvatnsá. En hún er ennþá skítköld þannig að við fáum rosa kredit fyrir að svamla í henni. Kannski að maður smelli inn myndum af því svona þegar maður er ekki í vinunni og þegar maður lærir á myndagræjurnar hérna
Eníhús, þetta er aðeins (ágætis) brot af því sem við tókum okkur fyrir hendur fyrir austan. Ég tala líka mikið þannig að bjóðið mér bara á kaffihús
Untill then....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 14:16
East
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2007 | 22:42
Morðingi
Kötturinn minn er orðinn morðingi
He has gone over to the dark side
But his mommy still loves him
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 14:18
Á að vera að vinna !!!
Er í vinnunni en nenni ekki að vinna. Men hvað það er leiðinlegt þegar maður nennir ekki að gera það sem maður fær borgað fyrir
Annars var "mætiði með köttinn í vinnuna" dagurinn í gær. Allavega hélt Stefán Bogi það. Hann mætti semsagt með kisann okkar í vinnuna. Það var nú samt alveg góð skýring í því. Hann átti nefninlega að fara til dýralæknis í bólusetningu um tólfleitið. Þannig að hann fékk að vera á skrifstofunni í klukkutíma áður en hann fékk sprautu. Auðvitað heillaði hann alla upp úr skónum á skrifstofunni, hann er nú svo sætur. Jah, nema eina, hún er víst logandi hrædd við ketti...úps
Svo er Hugrúnin mín loksins komin heim til að vera. Jeeyyyy. Hún kom með sex and the city seríurnar fyrir mig. Nú er bara sett stefnan í maraþon þegar illa viðrar. Sex seríur, það er ágætis slatti af Carrie Bradshaw
Er svo að fara á leiksýninguna Mr. Skallagrímsson á föstudaginn í Landnámssetrinu í Borgarfirði. Við ætlum svo að eyða helginni í sumarbústað. Auðvitað er manni þá boðið í þriggja manna útskriftarveislu, týpískt. Alltaf lendir allt á sama tíma. Held samt að sumó fái að ráða, það er svo gott að vera þar að slappa af. Í sól og sumaryl. Og svo bara hæ hó jibbí jey og Áfram Ísland, rústa serbum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2007 | 15:56
Kaffibörn
Jæja þá í þetta sinn....
Ýmislegt sem mér hefur dottið í hug undanfarna daga sem ég hef ekki nennt að koma niður á tölvutækt form. Ég er byrjuð að vinna nýju aukavinnuna mína og líkar bara vel. Er komin á sambýli þar sem ég þarf að ýta á eftir ungum mönnum að gera heimilisstörfin sín (þeir eru nú samt allir eldri en ég!!). Spurning hvort ég fái útrás fyrir tuði þörf mína í þessari vinnu...Stefáni væntanlega til mikillar ánægju. Eða þá að ég næ valdi á alveg gífurlegri samningatækni og fæ hann til að gera allt sem ég vil í skiptum fyrir kaffibolla !!! Það virkar allavega á einn sem býr þarna. Eða þá ég get notað annað á Stefán sem virkar oft á þessa tvo "hey, villtu ekki drífa þig að gera XXXX og þá get ég farið???" Hmmm, veit ekki með það, en kannski vill hann losna við mig svo að þetta virkar.
Ég fór á kaffihús í síðustu viku í fyrsta sinn eftir að reykingarbannið var sett á. Vá hvað það er mikill munur. Ekkert smá þæglilegt. Eitt samt sem ég fattaði sem er ekki nógu þægilegt fyrir mig....ennþá. Núna er miklu betra að vera með börn á kaffihúsum. Ekki það að ég sé á móti börnum eða barnafjölskyldum, en ennþá er ég mjög á móti barnavæli þegar ég er að reyna að slappa af með tímarit og kaffibolla. En ætli ég detti ekki í "hinn hópinn" nógu fljótlega til að vera ánægð með breytingarnar. Svo fór ég aðeins út á lífið á laugardagskvöldið og það er ekkert smá sem manni líður betur á þessum skemmtistöðum og börum. Munar öllu
Er að komast að því hvað það er dýrt að eiga lítinn kisaling !! Hélt ekki að þetta væri svona dýrt, er að hugsa um að senda Kúst á Kattholt á meðan við förum austur í rúma viku. Ekki mikið 800 krónur fyrir daginn, en þegar allir dagarnir eru teknir saman, og hótel fyrir köttinn kostar hátt í 10.000 krónur...þá er þetta orðið dýrt. Alveg fullkomlega glatað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2007 | 23:13
Nothin
Jæja, þá er ég loksins orðin góð í maganum. Eina jákvæða við svona veikindi eru auðvitað að maður þyngist ekki á meðan ekki það ég er búin að vera voða dugleg að bæta þessu á mig núna um helgina !!! Núna á morgun hefst svo sveltið með ferðum í ræktina og skyr boost í kvöldmatinn
.
Ég er svo að byrja í nýrri vinnu á þriðjudaginn. Reyndar ekki aðal vinna, bara auka vinna. Ætla að taka að mér nokkrar vaktir á sambýli í sumar, reyna að safna smá peningum til að geta haft það extra nice í sumarfríinu mínu sem og borga fyrir nice sumarfríið mitt. Það er nefninlega dýrt að fara í lúxus gönguferð um austurland ! Svo þarf maður víst að safna sér peningum ef mann langar að eiga sitt eigið húsnæði
Við Stefán Bogi fórum á pirates of the caribbean á föstudaginn. Hún var ágæt en samt ekki eins góð og hinar tvær fannst mér. Eitthvað sem fór í pirrurnar á mér í sambandi við hana. Captain Jack Sparrow samt alltaf jafn heillandi.
Hef ekkert sérstakt meira að segja, bara.... gleðilegt sumar !!! Ú, ég fer í sumarfrí eftir þrjár vikur, hlakka geðveikt til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2007 | 20:46
Pípandi !!
Þessi hvítasunnuhelgi hefur ekki verið neitt sérstaklega skemmtileg!! Hún byrjaði reyndar rólega (hjá mér, ekki hjá Stefáni sem fór út á lífið og kom ekki heim fyrr en 4 um nóttina...það þýðir að það hefur verið alveg rosalega gaman!) en ég fór í mat til mömmu, fór svo og tók mér stelpu vídjó og var komin í rúmmið fyrir eitt!.
Laugardagurinn var svo tekinn rólega og svo var farið í afmæli til tengdó. Gaman saman, skemmtileg tengdó fjölskylda sem ég á. Á sunnudaginn byrjaði svo vitleysan. Ég vaknaði klukkan níu og er búin að vera með pípandi niðurgang síðan Þrír dagar. Hef aldrei þjáðst af þessu eins lengi og núna. Og þó að klósettferðum hafi fækkað og ég sé aðeins að lagast þá er ég ekki komin í samt lag... ekki gaman. Fór á Deep purple tónleikana í þessu ástandi. Heyrði í meirihlutanum af Uriah Heep en eyddi meirihlutanum af deep purple frammi þar sem það var nær salernunum. Fylgdist þar reyndar með security köllunum fylgja út nokkrum tónleika bullum. Þeir voru að trufla Bubba Morthens og fylgdarlið hans. Það var nú samt ekkert persónulegt held ég og engir stjörnustælar að láta henda þeim út. Ég hefði líka viljað þessa gæja út ef ég hefði setið fyrir framan þá. Þannig að ekkert nema gott um það að segja. Nema fyrir tónleika bullurnar sem virtust skemmta sér mjög vel
Ókostur við að Kústur sé orðinn útikisi er að hvítu loppurnar hans eru ekki eins hvítar lengur !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)