Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Kústurinn minn er vitlaus!

Sko, Stefán Bogi var að þvælast eitthvað á Grundarfjörð í gær og var þar í nótt. Þegar ég er ein heima á næturnar þá hef ég yfirleitt opið fram úr svefnherberginu. Ég geri það af því að mér finnst voða kósí að hafa Kúst uppi í rúmmi hjá mér þær nætur (annars sefur hann alltaf í stofunni). "Tilgangurinn" með að fá sér kött var meðal annars að ég hefði kompaní þegar Stefán er ekki heima. Nema hvað að hann yrti ekki í mig í allt gærkvöld, jafnvel þótt ég bæði hann ítrekað að koma og kúra hjá mér. Hann kom ekki einu sinni þegar ég fór upp í rúm að sofa. Hann komst ekki í knúsustuð fyrr en korter í sjö í morgun...þegar það voru tíu mínútur í það að ég átti að fara á fætur !!! Vittleysingur...GetLost

Erfitt haust

Eruð þið ekki að grínast með ástandið í umönnunar heiminum í dag ??? Ég hef aldrei séð þetta eins svart og núna í sambandi við mönnun á vinunni. Við erum að verða það fá að við þurfum að fara að hafa fólk heima til að geta sinnt hinum. Það liggja engar umsóknir fyrir og ef það koma einhverjar þá fáum við ekki það starfsfólk nema það biðji sérstaklega um dagvinnu, þar sem skrifstofan þarf að láta sambýlin ganga fyrir bara til að geta haldið þeim opnum. Skólar, leikskólar, frístundarheimili, sambýli, störf með fötluðum, hjúkrunarheimili, sjúkrahús, elliheimili. Allt gefandi störf sem gaman er að vinna þegar nóg er af fólki, ömurleg í manneklu. Og núna er orðið mannekla ekki notað þegar vantar einn til tvo starfsmenn. Mannekla er notað þegar það vantar 40-50% af starfsfólki. Sem er staðan á mörgum sambýlum í dag OG...í vinnunni minni.

Staðan í vinnunni gerir það að verkum að ég er þreytt og stundum pirruð eftir vinnu. Geri ekki mikið en samt helling. Fór á tónleika með hljómsveitinni Hraun síðasta miðvikudag. Mér finnst þeir skemmtilegir. Þegar ég horfi á hljómsveitir spila vel ég mér oft einhvern einn til að vera skotiní í bandinu. Ég valdi mér einn í Hraun og dundaði mér við að horfa á hann. Svo er ein í vinnunni minni sem kannast við hann og segir mér að ég eigi ekki að vera skotin í honum. Hann sé ekkert merkilegur pappír. Oh, bömmer. Þoli ekki þegar ég vel vitlaust. Allt í lagi. Búin að velja mér annan sem er miklu normalaðri. Annars þá þoli ég almennt ekki þegar ég vel vitlaust. Ég verð alveg rosalega pirruð á sjálfri mér og eiginlega hálf sár út í mig líka. Veit ekkert af hverju. Er greinilega ekki dugleg í að fyrirgefa sjálfri mér mistök sem ég geri. Heeeyyyy, kannski þess vegna sem mér finnst erfitt að segja fyrirgefðu við aðra....

myspace er plebbalegt...allir að fá sér facebook


Helgin

Ég er hjá mömmu að bíða eftir að þvottavélin klári að þvo þvottinn minn. Kunni ekki við það að þvo uppi hjá mér í dag þar sem húsmóðirin hélt upp á sjötugs afmælið sitt í dag. Hálf asnalegt að ég sé þá alltaf að koma þarna með óhreina þvottinn minn að þvo. Annars var ég að fara að byrja að blogga hérna rétt áðan þegar ég heyri einhver geðveik læti. Það var svona hjóð í bíl að spóla og svo komu bara sprengingar. Þessi hávaði var búinn að vera í svolítla stund með köflum þegar ég varð of forvitin og hljóp hérna niður á mýrargötu til að athuga hvað var í gangi. Þá var löggan mætt á staðinn og var að handtaka einhvern blindfullan pólverja sem var að reyna að keyra bílinn sinn. Bíllinn var ónýtur að framan, sprungið á báðum framdekkjum og pústið farið. Það voru semsagt lætin. Hann hefur væntanlega verið ný búinn að klessa bílinn einhverstaðar og haldið bara áfram á bílnum sem var nú samt klárlega óökufær. Magnað.

Ég fór á tónleika hjá Franz Ferdinand á föstudaginn. Ógisslega gaman. Þeir eru alveg svaðalega flottir. Í gær var svo afmæli hjá Sólveigu. Til hamingju með daginn í gær Sólveig...og takk fyrir að gefa mér að borða..ég var orðin svöng Wink

Í dag fórum við svo í heimsókn til tengdó. Mér var boðið kaffi en sagðist bara kunna að drekka latte með karamellu sýrópi. Mágkona mín og tengdómamma fóru þá að malla saman latte fyrir mig, þó að ég segði að það væri nú alger óþarfi. Mjólk var hituð í örbylgjuofninum og hún svo þeytt í einhverri  þeytingargræju sem til var á heimilinu. Því  næst var vanillu sykri og sýrópi hellt í glasið og þá venjulegu kaffi á eftir. Mjög skemmtilega samsett og alveg sæmilegt á bragðið. Við vorum ennþá í heimsókn klukkutíma seinna þegar hún kemur með annan bolla og vildi endilega að ég prófaði hann, hann væri örugglega betri en sá síðasti þar sem núna var notað pressukönnu kaffi en ekki uppáhellingur. Heiðdís átti greinilega að drekka kaffi Tounge

Það var svo ekki skemmtileg aðkoman að stofunni  þegar við komum heim. Á gólfinu lá dauður smáfugl og fjaðrir út um allt gólf. Kötturinn var ekki vinsæll á þeirri stundu og á hann var hengd bjalla sem hafði beðið úti í bíl í tvo mánuði þar sem mín gleymdi henni alltaf þar! Hann virtist ekki vera neitt sérstaklega ánægður með þessa viðbót á ólina sína. En þetta er refsingin sem kettir fá fyrir að veiða fugla á mínu heimili !!!


krapp

Reunionið var svo skemmtilegt. Talaði við fólk sem ég talaði ekki einu sinni við í Kvennó! Magnað. En það var rosalega gaman að hitta þetta fólk aftur. Vonandi getum við hittst aftur sem fyrst, gaman gaman. Fullt af fólki komið með börn og hús og maka og allt saman en ennþá fullt af fólki að læra hitt og þetta í útlöndum.

Var að hugsa um að fá áhuga á rándýru hobbíi sem heitir á útlenskunni scrap booking eða minningabækur á íslenskunni. Veit samt ekki hvort að þetta sé fyrir mig þannig að ég var að hugsa um að fara á námskeið eina kvöldstund til að prófa. Hérna getiði séð hvað scrap er. Það er námskeið 24.september frá 19-21:30 og kostar 3500 krónur. Langar einhvern með mér ??? Haldið í Föndru !!

Að lokum vil ég þakka Elínu fyrir að kommenta reglulega InLove


Vetrardagskráin að fara í gang

Sumarfríið mitt er búið. Það var svo mikið ljúft. Gerði ýmislegt og svo helling af ekki neinu. Er sem sagt byrjuð að vinna og það liggur við að ég þurfi annað mánaðarfrí eftir vikuna. Týpískt haust ástand þar sem vantar fólk vantar fólk vantar fólk. Þjónustunotendur sem eru búir að vera svo rólegir og góðir í sumar eru að taka út pirring á breytingum núna. Ekki skemmtilegt, sérstaklega ekki skemmtilegt þegar það hvað...jú jú, vantar fólk. Ef ég fengi að ráða öllu þá myndi ég hækka launin hjá þessari láglauna stétt OG setja inn eina til tvær vikur í vetrarfrí. Ef það er svo mikið að gera að það er ekki hægt að senda fólk í vetrarfrí þá fær það fríið borgað...tvöfallt W00t hey góð hugmynd hjá mér, best að semja og senda bréf til ráðamanna þjóðarinnar um þessa geggjuðu hugmynd hjá mér. Viss um að þeir taka henni vel !!! (not)

Allavega, það var rosalega gaman hjá okkur á Krít. Við lágum mikið í sólbaði, í sundlauginni og á vindsæng í sjónum. Vikuna sem við vorum úti voru skógareldarnir á Grikklandi í hámarki og það voru stanslausar fréttir af þessum eldum í sjónvarpinu. Enda engir smá eldar. Ég sá þá meira að segja úr flugvélinni þegar við flugum yfir Grikkland á leiðinni út. Það eina leiðinlega við þessa ferð okkar voru moskító flugurnar. Ég hef aldrei verið nógu mikið gæðablóð fyrir þær, ein eða tvær hafa kannski prófað en látið svo hinar vita að ég væri ekki nógu góð. Það var eitthvað annað upp á teninginn í þessari ferð. Ég taldi saman bitin mín og ég hef fengið svona á milli 20-30 bit í þessari 7 daga ferð. Ekki gott.

Við sáum litlar skjaldbökur "fæðast". Mömmurnar verpa helling af eggjum í sandinn á ströndinni og svo koma þær upp eftir einhvern ákveðinn tíma á nóttunni. Við fylgdumst með þessu síðustu nóttina okkar og við sáum tvær skjaldbökur koma upp og reyna að rata niður að sjó. Þær þurftu smá aðstoð þar sem ljósin í bænum rugla þær og þær villast. Þá er hætta á að þær nái ekki niður í sjó eða að hundar og kettir éta þær. En okkar kríli komust í sjóinn. Ótrúlega gaman að fylgjast með þeim.

En núna erum við semsagt komin heim og farin að vinna. Ég fór á tónleika á fimmtudaginn með Sólveigu. Það voru hljómsveitirnar Hvanndalsbræður og Ljótu hálfvitarnir. Ferlega skemmtilegar hljómsveitir báðar tvær. Skemmti mér mjög vel. Byrjaði líka að mæta í ræktina í vikunni. Komst að því að ég hef aldrei verið eins þung og ég er akkúrat núna Blush ekki gott. Er búin að panta mér tíma í fitumælingu í vikunni. Veit reyndar ekki af hverju, veit alveg að það er töluvert of mikið af henni! Og mælingin fer fram með töng...það ætti að verða erfið mæling, nóg að klípa í. Mér fannst nú tækið sem ég hélt í og mældi mig í fyrra vera aðeins skárri hugmynd, jafnvel þó að það sé ekki jafn nákvæm mæling. Töng...kemst ekki yfir þetta...

Var að rifja upp að ég er með myndasíðu. Ætlar að setja inn einhverjar myndir frá Krít þar og frá gönguferðinni okkar þar þegar ég fæ þær myndir, er ekki komin með þær ennþá. Svo er það bara 5 ára Kvennó reunion í kvöld Tounge hlakka rosa til...margt gerst á fimm árum. Sá það nú bara í séð og heyrt að ein bekkjasystir mín var að vinna brúðarhjón ársins í smáralindinni, komin 7 mánuði á leið ! Allt að gerast ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband