Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 12:38
Nagli í hausinn
Ég hef verið að spá undanfarið hvað fólk heldur um þá ákvörðun mína (okkar) að flytja til Egilsstaða. Ég fæ hroll við tilhugsunina um að fólk haldi að ég sé að flytja FYRIR Stefán Boga og að hann hljóti að hafa sannfært mig um að drattast með sér. Þoli ekki þegar fólk dirfist að halda að ég sé svo ósjálfstæð. Stefán Bogi sagði mér af hverju hann hefur ekki áhyggjur af því (lengur) að þetta sé ástæðan.
"Þú ert of eigingjörn ! Þú myndir aldrei gera þetta bara fyrir mig."
Er ekki frá því að hann hafi hitt naglann rækilega á höfuðið !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2008 | 22:14
Gulur tannbusti...anyone ??
Víhú stundum dugar það að væla yfir kommentaleysi.
Mig langar í gulan tannbursta. Fann engan gulan tannbursta. Af hverju ætli þeir framleiði ekki tannbursta eins og ég vil í gulum lit. Leiðindarskarfar.
Er að dunda mér við að sækja um lán til að kaupa þessa íbúð. Vá hvað það er leiðinlegt, finna öll þessi skjöl og vera viss um að vera með allt sem þarf. Bögg...
Núna þegar ég (við) erum að fara að flytja langar mig pínulítið til að breyta til. Losa mig við eitt en fá mér annað. Verst að þessi íbúð er ekki svo mikið stærri en sú sem við erum í. Sem setur okkur ákveðnar takmarkanir. Mig langar svona til að fá einhvern ákveðinn stíl og soldin töffaraskap. Veit samt eiginlega að það tekst ekki. Verður alltaf meira heimilislegt heldur en töff. Stundum er það betra...stundum er það leiðinlegra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2008 | 21:22
Páskar
Stefán Bogi er að fá fleiri komment á flutninga og íbúðarkaup en ég. Ég hef þá kenningu að fólk sé fegnara að losna við hann af höfuðborgarsvæðinu en mig. Góð kenning.
Til að svara kommentum af síðustu færslu þá held ég að ég kaupi mér Canon Ixus70. Sá þessa líka fínu verðkönnun á henni á síðu neytendasamtakanna um helgina sem sagði mér hvar hún væri ódýrust...munar alveg 10þús kalli. Og aðeins meira ef hún er til í fríhöfninni. Þarf að hringja í Elko í leyfsstöð og spyrja hvort hún sé til. Mér finnst nefninlega alveg nauðsynlegt að eiga myndavél svona þegar maður ætlar að búa einhverstaðar í langtíburtistan . Best að eyða peningum í það áður en maður eyðir þeim öllum í íbúð og flutninga. Já og Jóhanna nú fer ég alveg að draga Sólveigu með mér í heimsókn að skoða börnin þín
Vikan mín fyrir austan var voða ljúf. Við vorum í sumarbústað rétt hjá Egilsstöðum og það er alltaf svo gott að vera í sumarbústað. Ég fór meðal annars og sótti um eina vinnu sem ég vona að ég fái og hafi menntun og getu í. Við keyptum svo auðvitað íbúð og ég er með myndir í símanum mínum þar sem það eru ekki myndir af henni að innan á netinu. Myndir að utan má finna á fasteignavef mbl undir Skógarsel. Við keyrðum austur í sól og blíðu og við keyrðum heim í sól og blíðu. Og sáum marga bunka af hreindýrum. Mér finnst það alltaf svo skemmtilegt.
Á morgun er ég svo að fara í afmæli. Lárus litli vinur minn er orðinn tveggja ára...skelfilega er maður orðinn gamall !!!
Ú ég fékk tvö páskaegg...annað með gáfnastrumpi og hitt með vampírustrumpi....þvílík snilld að geta fengið strumpaegg aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2008 | 13:55
Íbúð !!
Ég er á Egilsstöðum. Búin að vera hérna frá því á laugardag. Hér er gott að vera. Enda eins gott...við vorum að skrifa undir bindandi kauptilboð í íbúð í þessum fagra bæ. Svo lengi sem fjármögnunin klikkar ekki. Ætti reyndar ekkert að gera það. Já þegar allt er að fara til fjandans í þessu litla landi þá fer Heiðdís og kaupir sér íbúð...skynsamlegt...ég vona það !
Núna verð ég nefninlega að fá mér myndavél til að allir geti séð hvað ég er að gera fyrir austan !!
Shitt ég er að fara að búa á Egilsstöðum
Meira seinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2008 | 18:12
Mini blogg
Ég er að fara austur í viku í sumarbústað. Ég hlakka til. Nenni bara ekki að pakka. Einu sinni fannst mér það gaman...ekki lengur. Fór með Kúst í heimsókn til móður sinnar til að athuga hvort að hann gæti verið í pössun þar. Litla systir var hrifin af honum, mamman hvæst á hann og sló hann utanundir. Leiðindar mamma. Nú þarf fólk að koma hingað í íbúðina mína að gefa honum að borða og knúsa hann soldið. Ágætt að eiga fólk að sem nennir því fyrir mig...wunderful. Búin að blogga í bili.
p.s. hvað hefur fólk að segja um myndavélar...einhverjar sem fólk mælir með eða mælir alls ekki með ?? Er bara að meina svona venjulegar digital myndavélar...ekki svona rosa flottar hundraðþúsund króna dæmi með linsum og drasli heldur bara svona litlar og nettar. Er voða hrifin af canon ixus en það er bara af því að ég þekki ekkert annað...any recommendations ??? Please comment
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2008 | 13:07
austur og kústur
Jæja. Ætli það sé ekki alveg að opinberast að við hjónaleysin séum að fara að flytja á/til Egilsstaða (ég segi "á" sem er víst vitlaust og Stefán segir "til" sem er víst alveg hárrétt!). Stefán er búinn að segja upp sinni vinnu og fá smá vinnu fyrir austan og ég þarf að fara að semja uppsagnarbréf sem og sækja um einhver störf fyrir austan. Fjúff þetta er ekkert smá big news. Fyrir mig líka þó að ég hafi vitað þetta áður en ég byrjaði að skrifa þetta. En það er allt í lagi. Ég er búin að vera að melta þetta í þrjá fjóra mánuði núna og ég er ekki frá því að mig langi bara að fara. Mig langar að breyta til í vinnunni og ég veit að ég geri það ekki nema með því að gera eitthvað svona dramatískt. Ég er svo mikið í því að sætta mig bara við þær aðstæður sem eru í gangi. Ekki það að ég láti vaða yfir mig og sætti mig við hvað sem er ef ég er ósátt...ég bara nenni oft ekki að gera neitt í hlutunum En allavega, við erum með hugann fyrir austann. Við erum einmitt að fara þangað núna um helgina í fermingarveislu og smá auka páskafrí. Notum tímann til að skoða íbúðir og eitthvað svoleiðis. Getur verið að það sé ódýrara fyrir okkur að kaupa bara íbúð á Egilsstöðum í staðin fyrir að leigja. Sjáum til sjáum til.
Sem færir mig í áttina að öðrum punkti. Það er kötturinn minn. Voða leiðist mér að fara í burtu og þurfa að gera eitthvað við hann. Fór alveg framhjá mér hvað það ætti eftir að vera mikið vesen. Mér finnst svo leiðinlegt að biðja fólk um að sjá um hann en tími samt engan vegin að borga undir hann kattarhótel. Finnst það eitthvað svo mikið waste of monney ! Ég hef fengið systur mínar til að heimsækja hann einu sinni á dag og svona en mér finnst samt leiðinlegt að biðja um það...og hvað á ég að gera við hann fyrir austan. Oh hann er svo mikið vesen. Ef hann væri ekki svona sætur .... Þannig ef einhvern langar til að prófa að eiga kött í frá ca.laugardegi til laugardags, endilega hafið samband við mig. Kústur er voða sætur og getur verið alger kelirófa...bara svona þegar honum hentar og eins lengi og hann vill. Getur haft ofanaf fyrir sér heillengi mig gerfimús og boltum...og sérstaklega eyrnapinnum...þeir geta fylgt með í massavís Matur og salernisaðstaða fylgja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.3.2008 | 13:27
continued
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.3.2008 | 15:34
Speki
Hjónaband er lífsins háskóli.
(fengið úr páskaeggi...ekki mínu, ég borðaði það ekki !)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2008 | 14:10
Fullkomið
Ef hlutirnir eru to good to be true, þá eru þeir það yfirleitt
To be continued
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)