Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Sjeikí

Ætli þetta sé mér að kenna ?? Ég er nýbúin að kvarta undan því að hafa ekki fundið 17.júní skjálftann. Fann reyndar seinni skjálftann 2000 en það var samt ekki eins. Ég sat fyrir framan tölvuna í vinnunni þegar allt fór að hristast. Gerði mér fljótlega grein fyrir hvað væri í gangi og um leið og ég fattaði það var mér hugsað til þess að húsið sem ég vinn í er byggt á súlum. Ekki það að þær séu neitt óöruggari en í þessum aðstæðum your mind starts to wonder.... reikna með að ég hafi orðið svipað mikið vör við skjálftann og Stefán sem var á sjöttu hæð. Fann allavega húsið ganga í bylgjum. Finnst magnað að finna svona fyrir náttúrunni....en er mjög fegin því að búa ekki á Selfossi eða þar í kring Errm

Einn í Fannborginni var sannfærður um að heimsendir væri kominn....vonum ekki Wink


Vinna !

Í morgun hringdi í mig kona frá Egilsstöðum. Hún bauð mér vinnu. Það var gaman.

Ég er semsagt búin að fá vinnuna á leikskólanum. Verð sérkennslustjóri á leikskólanum Skógarlandi á Egilsstöðum frá og með 11.ágúst 2008.  Áfram ég !! Og nú er ég hræddur Frown Ég veit nefninlega ekki alveg hvað ég er að fara að gera !! Verð að kaupa mér bækur og tala við Elínu...er viss um að hún veit hvað ég er að fara að gera Wink Svo verðum við nefninlega að ákveða dagsetningu fyrir sex and the city bíóferð. Allt að gerast allt að gerast.

Nú get ég farið að anda léttar. Komin með íbúð, vinnu og vini á Egilsstöðum. Nú vantar bara mömmu Tounge


5 Vikur í vinnu (þar af 17.júní frí :)

Eurovision búið og ég er bara nokkuð sátt. Reyndar ekki við sigurlagið (hélt samt með skautaranum!). Fannst það aðeins of dramatískt. Það hefði verið gaman að vera í efstu tólf sætunum en ég sagði að ég yrði sátt ef við yrðum fyrir ofan Svía og það vorum við svo sannarlega. HAHA, kattarkonan með stóra strekta hausinn og litla líkamann var langt fyrir neðan okkur LoL

Að öðru. Núna eru bara fimm vikur þangað til ég hætti í vinnunni. Er ekki alveg búin að ákveða hvenar nákvæmlega ég fer austur. Kannski tekur það mig nokkra daga að pakka öllu saman og svona. Verð þá væntanlega í þrjár vikur fyrir austan, kem til Reykjavíkur til að fara í brúðkaup og ætli ég verði ekki í Reykjavíkinni þá vikuna áður en ég fer til Prag. Svo verður farið aftur austur og venjulega lífið tekur við. Verð vonandi komin í vinnu þá og allt fer í gang. Mér finnst þetta ákaflega skemmtilegt plan.  Sex vikna sumarfrí....víhú !!

Ég keypti svefnsófa á föstudaginn. Hann var ekkert smá þungur og það var ágætis ævintýri sem við fórum í að sækja hann til Keflavíkur. En það gekk allt upp og núna bíður undarlega appelsínugulur sófi í bílskúrnum hjá mömmu og pabba eftir því að vera fluttur austu. Pant ekki bera hann upp á aðra hæð í íbúðina okkar !! Stefán verður að draga fram einhverja austfjarðarvíkinga í það mál. Við hættum samt við að kaupa hinn sófann. Allt of stór fyrir litlu íbúðina okkar því miður. Sá mikið eftir honum þar sem hann leit mjög jammílega út. Fáum okkur fatboy í staðin Tounge

Ég reyndi að búa til candyfloss um helgina. Það er miklu erfiðara heldur en það lítur út fyrir að vera ! Svona bara til að vara ykkur við Wink


Sófamál

Jæja, við erum búin að taka þónokkrar stórar ákvarðanir í dag og í gær. Erum búin að ákveða hvaða þvottavél við ætlum að kaupa. Gorenje sem er til sölu á Reyðarfirði. Þurfum því ekki að flytja hana úr bænum...yess. Er búin að borga inná svefnsófa sem ég sá auglýstan til sölu á barnalandi. Sæki hann á morgun til Keflavíkur. Get því tekið á móti gestum á Egilsstöðum og Stefán Bogi hefur eitthvað til að sofa á þegar hann stingur mig af austur. Gaman fyrir hann. Erum búin að sjá annan sófa sem okkur langar í. Hvítur risastór tungu/hornsófi. Annað hvort er hann rosa flottur í íbúðina eða þá að hann er allt allt of stór og á alltaf eftir að vera fyrir. Hann er þó það stór að ég kem meirihlutanum af biblíuleshópnum mínum fyrir í honum. Gæti verið að hann sé það stór að við komum ekki fatboyinum sem okkur langar líka í fyrir ! Eins og ég sagði...annað hvor rosa flottur eða allt allt of stór !

Ísland komst áfram !! JEEEEEEEYYYYYYYYY þau voru alveg ferlega flott á sviðinu. Friðrik og Regína eru svo miklar eurovision gellur að það skein alveg í gegn á sviðinu. Gleðin og hamingjan yfir því að vera á staðnum var yfirþyrmandi og ég er viss um að hafði áhrif. Verst með Möltu...hefði viljað sjá hana komast áfram með Vodka lagið sitt...ferlega flott.  Keppnin í kvöld var miklu betri en á þriðjudaginn. Veit ekki af hverju en mér fannst lögin í kvöld almennt séð vera betri en í fyrri keppninni. Skondið. ÁFRAM ÍSLAND


6 vikur í að ég flytji til langtíburtistan !!

Ég var í ruglinu á föstudagskvöldið. Mér var sagt að hörfræolía væri góð fyrir neglur. Ég keypti mér svoleiðis og fékk mér fyrstu matskeiðina á föstudaginn. Ég ákvað að blanda hana í vatn til að það væri auðveldara að koma henni niður. Þeir sem hafa eitthvað common sense vita hvernig sú blöndun tókst. Stuttu seinna blandaði ég mér mohito. Ég kramdi lime og myntu í hristiglas. Hellti hrásykri og rommi útí og fyllti svo afganginn upp með sprite og sódavatni. Setti lokið á hristarann og well... hristi. Þeir sem hafa aðeins meira common sense vita hvað gerist þegar maður hristir gos !!!     Common sense was not that common þetta föstudagskvöld !

Við Stefán Bogi erum að átta okkur á því að það eru bara tvær vikur þangað til hann flytur austur. Nú er því um að gera að byrja að pæla í hlutunum. Efst á forgangslistanum er svefnsófi og þvottavél. Svefnsófi þarf að hafa þrjá eiginleika. Númer 1 ->líta vel út sem sófi. Númer 2-> vera þægilegt rúm. Númer 3 -> vera á viðráðanlegu verðir. Það er mjög erfitt að finna sófa sem hefur þessa þrjá eiginleika. Svo þurfum við að kaupa þvottavél. Mér finnst ekki gaman að skoða þvottavél. Mér finnst leiðinlegt að þurfa að eyða peningum í vél sem gerir leiðinlegann (en nauðsynlegan) hlut og mun líklegast aldrei veita mér sérstaka gleði í lífinu. Svo "vantar" okkur auðvitað helling af dóti sem er alveg bráðnauðsynlegt....nýjan venjulegan sófa (af því að við erum komin með leið á okkar!), náttborð, fatboy, potta, stóla, tölvu, síma, símaborð, blaðastand (fréttablaðið er ekki borið út í hús á Egilsstöðum...lélegi bær og blað!), skápa og hillur, sjónvarpshillu, stofuborð og BARA ALLT. Það er erfitt að langa í svona mikið ...

Ef þið vitið um einhvera sem eru að losa sig við svefnsófa þá látið mig vita. Ef þið vitið um einhvern sem vill kaupa bíl í sumar þá látið mig vita. Toyota corolla 2004. Hagstæð lán á honum, 21þús á mánuði EKKI myntkörfulán, þrjú og hálft ár eftir á samning. Vel með farinn fyrir utan nokkrar "konurispur" á stuðaranum Blush Hefur reynst mjög vel, ekkert bilað, nýbúið að skipta um bremsuklossa og er með skoðun til 2009. Fallega grár á litinn. Vetrardekk með sem duga næsta vetur. Start spreading the word my dears Grin


Vorboðinn ljúfi !!

Já sumar er svo sannarlega komið. Hvernig met ég það ? Sko, fyrsta margfætlu ógeðið var mætt á baðherbergisgólfið hjá mér um helgina. Hún endaði í klósettinu...var meira að segja lifandi þegar ég sturtaði niður. Já já látiði free willy samtökin eða eitthvað vita ... dont care. Og pöddusögum er ekki lokið. Í gær milli þrjú og fjögur fór mig að klæja töluvert í olnbogana og upphandlegg hægri handar. Við skoðun kom í ljós 4-6 bit á hvorri hönd. Samtals um 10 bit. MIG SVÍÐUR OG KLÆJAR. Ég er svo bólgin í kringum bitin að það er eins og ég sé með golfkúlur undir húðinni. Líklegast er að þetta séu flóabit. Ættu ekki að koma af kettinum þar sem hann var flóa og ormahreinsaður fyrir mánuði og það á að duga í hálft ár. Lítil skrímsli virðast koma inn um lokaða gluggann minn og bíta mig á nóttunni. Ekki Stefán Boga...hann er vondur á bragðið.

Núna ætla ég að vera leiðinleg við Stefán Boga. Ef þið vorkennið honum rosalega þá skulið þið ekki lesa lengra. Forstöðukonan mín í vinunni sagði að þetta væru klárlega flóabit. Hún er með ofnæmi fyrir  þeim og veit nákvæmlega hvernig þau líta út. Flóin hoppar og bítur í leiðinni og þess vegna eru bitin alltaf nokkur saman. Þegar ég sagði Stefáni þetta í gær þá horfði hann á mig eins og ég hefði skáldað þetta á staðnum og þetta væri það vittlausasta sem hann hefði heyrt. Fannst þetta ekki mjög vísindalega útskýrt. Ég spurði hann þá að því hvort að hann hefði tekið meira mark á þessari skýringu ef einn af lögfræðivinum hans hefði sagt það sama. Jú hann var ekki frá því að hann hefði trúað þeim frekar. Ég bara spyr...síðan hvenar eru lögfræðingar meiri sérfræðingar í skordýrum og líffræði heldur en t.d. litla ég. Piff ég var og er stórlega móðguð út í þessa hrokafullu lögfræðinga sem greinilega eru sérfræðingar í öllu. Piff

 

LoLToungeGrin sumarið er komið


Sumar

Ekki nóg með það að þriggja daga helgi er í vændum (fyrir vinnandi fólk) heldur er loftið farið að anga af gróðurlykt...æðislegt... ÆÐISLEGT

Ég held að ég gæti ekki valið mér eina árstíð sem mér finnst best. Held að ég sé hrifnust af þeirri árstíð sem er í gangi hvert sinnið. Nema kannski seinasta part vetrarins...en það er bara af því að hann er svo langur. Held samt að ég hafi meiri þolinmæði gagnvarnt vetrinum heldur en margur annar....eins gott þar sem ég ætla að búa á austurlandi !!!

En akkúrat núna get ég ekki beðið eftir almennilegu sumri. Hef mætt í vinnu alla vikunna á peysunni af því að það er orðið svo hlýtt (reyndar ullarpeysu en það er samt bara peysa!)

Því nú er sumar sumar sumar og sól (reyndar rigning akkúrat núna en hverjum er ekki sama um það Tounge)


3

Það er alveg að koma þriggja daga helgi Grin


Laugardagur til lukku

Fór í miðbæinn áðan. Sat á kaffihúsinu hjá Máli og menningu og las slúður og leiðbeiningar Cosmo um betra kynlíf. Þær leiðbeiningar eru alltaf eins, bara með mismunandi myndum og öðruvísi orðuðum texta. Það var langur laugardagur og allt í einu voru komin einsöngvarakona og píanóleikari að flytja tónlist fyrir gesti og gangandi. Við fyrsta lagið fékk ég hrikalega gæsahúð þar sem þetta var Ave María eftir Sigurð Bragason. Sigurður þessi var kórstrjóri minn þetta eina ár sem ég var í Kvennaskólakórnum. Við gáfum út geisladisk sem innihélt meðal annars þetta lag. Gífurlega fallegt. Ég hef nú samt viljað gleyma þessu ári mínu í  þessum kór, ekki af því að þetta var svo hræðilegur kór eða neitt þannig. Ég var bara í fyrsta bekk í menntaskóla og asnaleg eftir því. Var að byrja að finna sjálfa mig (ekki það að ég sé alveg fundin) og fatasmekkurinn var eftir því hræðilegur. Skondið ár.

Ég labbaði sem leið lá uppá Vesturgötu. Það var rigning í hádeginu en þegar ég var að labba var komin sól. Æðislegt að ganga um miðbæinn í svona veðri og gaman að því hvað það er alltaf mikið af fólki sem er að þvælast í bænum. Á öðrum hverjum bekk sat róni. Sumir í snjógöllum, aðrir ekki., sumir með rænu, aðrir ekki. Framhjá mér gengu nokkrir hópar af fullorðnum karlmönnum af erlendu bergi brotnir og allir voru þeir með bjór í annarri og poka úr ríkinu í hinni. Klukkan var fjögur. Þegar ég kom á Ingólfstorg gekk ég framhjá ólíkum hópum af fólki. Mótorhjólamenn stóðu á sínum stað og spjölluðu. Brettakrakkarnir þvældust um á brettunum sínum. Eitthvað var um fjölskyldufólk á torginu, börn léku sér í vatninu sem seytlar þarna um en meira var af drukknum útlendingum og á öllum bekkjum sátu rammíslenskir rónar. Lalli Johns bauð mér góðan daginn þegar ég gekk framhjá honum á einum bekknum. Sá ekki konuna í snjógallanum sem ég hef séð síðustu skipti sem ég hef farið í bæinn en síðast stóð hún á lækjatorgi og bað fólk um peninga en þar á undan sat hún á bekk á sama torgi með vin sinn "dauðann" í fanginu.

Það er eitt og annað sem ég á eftir að sakna frá miðbæ Reykjavíkur. Annað græt ég ekki !

Þegar ég kom upp á Vesturgötu var Fernando Torres í heimsókn.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband