28.4.2008 | 13:15
Broskallafærsla
Jæja, kominn tími til að senda þessa kjánalegu fyrirsögn aðeins neðar á blogglistann. Veit að mér tókst að plata tvær manneskjur...annari fannsr ég fyndin, veit ekki með hina
Takk fyrir öll fallegu kommentin, msn skilaboðin og hringingarnar. Mér finnst ég vera svo vinsæl
Nú eru uppi miklar pælingar um hvort við getum gift okkur í sumar. Bæði geðheilsa og fjárhagur eru að veði. Sjáum til hvernig fer. Ætli Dómkirkjan sé laus einhvertíma í júlí ...
Langaði að deila með ykkur ótrúlegri sögu. Ég varð svo hissa á að heyra þetta að ég verð bara láta fólk vita af þessum ósköpum !! Bókin hans Þorgríms Þráinssonar bjargaði actually sambandi !! Ég veit, ég trúði þessu ekki heldur. Stelpa sem ég kannast við var búin að vera með manni í fjögur ár og var alveg komin með nóg af ráðríki og afbrýðisemi mannsins. Týpískt svona hann má fara út með vinum þegar hann vill en hún mátti ekki fara út með sínum vinkonum út af afbrýðisemi og ótta við að hún fyndi einhvern annan osfrv osfrv... Hún gaf honum bókina í jólagjöf og þá allt í einu fattar hann að það er allt í lagi og alveg eins bráðnauðsynlegt fyrir hana eins og það er fyrir hann að eiga sér áhugamál utan sambandsins. OMG... Hann var að hennar sögn nánast fluttur út þegar allt í einu kviknaði á ljósaperu yfir hausnum á henni og allt varð betra ÚT AF ÞESSARI ÖMURLEGU BÓK. Ef við Stefán Bogi lendum einhverntíma í svona krísu þá vona ég að það verði eitthvað alemnnilegt en ekki eitthvað svona stúpid sem bjargar sambandinu okkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.4.2008 | 00:18
Ég á ekki kærasta lengur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.4.2008 | 20:32
Friends
Var að horfa á friends núna á stöð tvö. Einn af "thanksgiving" þáttunum. Oh stundum gleymir maður hvað þetta er mikil snilld. Þetta er meira að segja þáttur sem við systurnar vitnum reglulega í ...fattaði það bara ekki fyrr en tilvitnanirnar komu.
Phoebe:"hello ! My name is Klonkers...can I please stay with you nice people ??"
Joey:"it´s a moo point!"
Rachel:" a moo point ?"
Joey: " yeah, it´s like a cows oppenion (!), it doesent matter...it´s moo !" **aaaaaaaaahahahahah****
Rachel: " have I been living with him to long or did that actually make sense ??"
Joey: " when the pacake is this pretty, nobody cares whats inside !!"
Shitt hvað maður slappast í ritaðri ensku eftir að maður hætti í skóla !!! Skerí
Heiða fékk bílahálsmenið. Henni finnst það flott og ætlar að ganga með það. Ég hélt þó keðjunni.
Labbaði uppá Esjuna á sunnudaginn. Einhver framsóknarferð sem Stefán plataði mig í. Það var nú bara fínnt. Er með smá harðsperrur í lærum og rassi í dag og í gær en ekkert alvarlegt. Ég mundi það nú alveg áður en við lögðum af stað að þegar maður fer upp þá verður maður líka að fara niður. Ég var bara búin að gleyma því að ég fæ illt í hnéð þegar ég labba niður. Ég var því dauðfegin að við tókum göngustafina með þó að mér finndist það pínu asnalegt að fara með stafi á Esjuna. Þakkaði fyrir það eftir tíu skref niður í mót. Og svo rann ég aðeins á rassinn á leiðinni niður og fékk blautann rass. Það var ekki gaman. En labbið sjálft var fínnt. Nú er bara að dröslast aftur í sumar þegar snjórinn er farinn og það er auðveldara að fara uppá topp
Var á námskeiði í dag í vinnunni. Það var í sjálfu sér mjög gaman en það var nokkuð skemmtilegra að líta út um gluggann og sjá Guðmund Karl með velltibílinn fyrir utan. Hann leyfði mér að fara eina bunu í bílinn og ég losaði mig úr beltinu mínu á hvolfi. Maður verður aldrei of gamall fyrir smá snúning Hann varð líka að passa mig extra vel. Ef eitthvað hefði komið fyrir mig þá þarf hann að sofa í herbergi með Stefáni Boga í Prag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2008 | 16:39
Eldaðu maður!
Lofaði að sýna hérna hálsmenið sem ég vann á árshátíðinni minni um síðustu helgi.
Smart ha !! Hef hugsað mér að eiga keðjuna en ef einhvern langar til að ganga með þetta þá má sá hinn sami láta mig vita og það er aldrei að vita nema ég gefi viðkomandi þetta hálsmen...með keðjunni!!
Fyrst ég er byrjuð á þessari myndasýningu þá er þetta Kústur þegar ég týndi honum um daginn og fann hann inni í skáp!
Þarna sést líka glitta í kjólinn sem ég keypti fyrir árshátíðina og réttlætti kaupin svo með því að ég ætlaði líka að vera í honum í brúðkaupi í sumar Svona getur maður verið sniðugur.
Ég fékk Sólveigum með mér í bæjarferð í gær. Ljómandi gaman að kíkja í bæinn í góðu veðri á góðum vordegi. Ákvað að vera svona einu sinni svona spontant romantic og keypti eina bók til að gefa Stefáni. Þegar ég hitti hann svo seinna um daginn þá situr hann í bílnum sínum með nýja bók....svo förum við í mat til tengdó þar sem hún gefur honum matreiðslubókina "eldaðu maður!" Fannst eins og litla gjöfin mín væri ekkert spes lengur Allt í lagi. Ég les hana þá bara og heimta kvöldmat úr "Eldaðu maður!".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.4.2008 | 16:00
Vor...not!
Það er bara alltaf þannig að þegar maður heldur að vorið sé að koma þá ákveður veðrið að segja "abbabbbabb, augnablik, smá hérna snjór fyrst...." Gaman að þessu. Líka gaman að fólkinu sem heldur að snjórinn sé glær en ekki hvítur og finnst því tilgangslítið að skafa af ljósunum á bílunum sínum.
Fór á árshátíð á laugardaginn hjá vinunni. Hitti þar blindfulla frænku sem ég mundi ekkert eftir en hún mundi eftir mér. Hún var víst farin heim áður en eftirrétturinn kom ! Ekki að það hafi verið eitthvað svo snemmt...maturinn kom mjög hægt. Borðhald átti að hefjast klukkan átta en við fengum forréttinn rúmlega níu, aðallréttinn rúmlega tíu og eftirréttinn um ellefu. Maturinn var ágætur. Verð samt að viðurkenna að Broadway er bara einn besti árshátíðarstaður sem ég hef farið á. Þessi var í nýja salnum í turninum á smáranum. Greinilega allt á byrjunarreit þar ennþá...nema kannski útsýnið. Það var flott. Heiðskýrt allt kvöldið svo það var hægt að njóta þess. Veislustjórarnir ömurlegir. Einhverjar tvær konur sem voru ekki alveg að brillera. Önnur er fyrrverandi dragkonungur og hin var í hlutverki óþolandi þjónsins. Var ekki alveg að gera sig. En ég vann í happdrætti. Íþróttatösku, dvd mynd og ljótasta hálsmen sem ég hef séð. Verð að setja mynd af því við tækifæri.
En merkilegt nokk þá var bara samt mjög gaman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2008 | 21:44
Bölvar tuð og röfl
ég á myndavél þannig að bráðum get ég farið að setja inn svona myndablogg (þegar og ef ég nenni). Er að vinna. Er ein að sjá um sex gaura. Er nú ekki alveg það skemmtilegasta sem ég geri en þetta er ágætt þar sem það er svo góð afsökun fyrir að gera ekki of mikið....shitt er að skrifa þetta í vinnunni þannig að það er ekkert mál fyrir yfirmennina að kíkja á þetta. Úps...en það er ekki eins og ég sé að vanrækja neitt. Allir fá að borða, fá lyfin sín og fara í rúmmið á skikkanlegum tíma. Er kannski ekki að þvo og þrífa í öllum íbúðum en það er allt í lagi. Síðast þegar þetta ástand var þá pantaði ég mat frá Nings. Núna var ég rosa heimilisleg og bjó til grjónagraut á línuna. Soldið spes þar sem grauturinn var úr g-mjólk. Og svo gerði ég lítinn skammt úr hrísmjólk. Maður lærir svo sannarlega að redda sér í þessari vinnu. Bjó til lasagna á þriðjudaginn og það vantaði nánast allt til að búa það til nema kjötið. Það varð ágætt nema ég þurfti að nota glúteinslaust pasta...það var vont.
Við erum búin að fá jákvæð svör úr báðum greiðslumötunum okkar. Gott mál gott mál. Nú er bara að finna sér tíma til að fljúga austur og skrifa undir kaupsamning. Víhú !! Var reyndar að komast að því að fasteignaskatturinn er mun hærri en okkur var sagt. Okkur var sagt að hann væri um 70 þús á mánuði. Svo var ég að skoða hús sem er einu herbergi (13 fm) stærra en okkar og skatturinn á því er 140 þús. Fannst það ekki alveg geta staðist. Kemur í ljós að skatturinn sem er á okkar íbúð er miðuð við fokhelt hús...mun væntanlega hækka helling þegar við þurfum að borga af því. Mér finnst það alveg eðlilegt en ég þoli ekki að svona surprise. Ef mér er sagt að það sé svona mikið þá á það að vera þannig. Mistök hjá fasteignasalanum...já já allir eru mannlegir og what ever...ég má samt vera pirruð í nokkra daga.
Svo held ég að ríkisstjórnin sé að hlera okkur. Stefán Bogi sagði að þessi ríkisstjórn myndi aldrei afnema stimpilgjöldin hvorki af fyrstu íbúð né öðrum. Og hvað gerist ?? Við kaupum íbúð og þeir ætla að afnema gjöldin 1.júlí. Þá verðum við búin að kaupa og búin að borga...geta þeir ekki haft þetta afturvirkt um sex mánuði !!! En ég held að þeir hafi verið að bíða eftir að Stefán skrifaði undir samning og þá sagt " ok hann er búinn að kvitta...getur ekkert gert...verður að borga ... hahaha afnemum gjöldin af fyrstu íbúð tralalalala"
Bara á Alþingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.3.2008 | 12:38
Nagli í hausinn
Ég hef verið að spá undanfarið hvað fólk heldur um þá ákvörðun mína (okkar) að flytja til Egilsstaða. Ég fæ hroll við tilhugsunina um að fólk haldi að ég sé að flytja FYRIR Stefán Boga og að hann hljóti að hafa sannfært mig um að drattast með sér. Þoli ekki þegar fólk dirfist að halda að ég sé svo ósjálfstæð. Stefán Bogi sagði mér af hverju hann hefur ekki áhyggjur af því (lengur) að þetta sé ástæðan.
"Þú ert of eigingjörn ! Þú myndir aldrei gera þetta bara fyrir mig."
Er ekki frá því að hann hafi hitt naglann rækilega á höfuðið !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2008 | 22:14
Gulur tannbusti...anyone ??
Víhú stundum dugar það að væla yfir kommentaleysi.
Mig langar í gulan tannbursta. Fann engan gulan tannbursta. Af hverju ætli þeir framleiði ekki tannbursta eins og ég vil í gulum lit. Leiðindarskarfar.
Er að dunda mér við að sækja um lán til að kaupa þessa íbúð. Vá hvað það er leiðinlegt, finna öll þessi skjöl og vera viss um að vera með allt sem þarf. Bögg...
Núna þegar ég (við) erum að fara að flytja langar mig pínulítið til að breyta til. Losa mig við eitt en fá mér annað. Verst að þessi íbúð er ekki svo mikið stærri en sú sem við erum í. Sem setur okkur ákveðnar takmarkanir. Mig langar svona til að fá einhvern ákveðinn stíl og soldin töffaraskap. Veit samt eiginlega að það tekst ekki. Verður alltaf meira heimilislegt heldur en töff. Stundum er það betra...stundum er það leiðinlegra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2008 | 21:22
Páskar
Stefán Bogi er að fá fleiri komment á flutninga og íbúðarkaup en ég. Ég hef þá kenningu að fólk sé fegnara að losna við hann af höfuðborgarsvæðinu en mig. Góð kenning.
Til að svara kommentum af síðustu færslu þá held ég að ég kaupi mér Canon Ixus70. Sá þessa líka fínu verðkönnun á henni á síðu neytendasamtakanna um helgina sem sagði mér hvar hún væri ódýrust...munar alveg 10þús kalli. Og aðeins meira ef hún er til í fríhöfninni. Þarf að hringja í Elko í leyfsstöð og spyrja hvort hún sé til. Mér finnst nefninlega alveg nauðsynlegt að eiga myndavél svona þegar maður ætlar að búa einhverstaðar í langtíburtistan . Best að eyða peningum í það áður en maður eyðir þeim öllum í íbúð og flutninga. Já og Jóhanna nú fer ég alveg að draga Sólveigu með mér í heimsókn að skoða börnin þín
Vikan mín fyrir austan var voða ljúf. Við vorum í sumarbústað rétt hjá Egilsstöðum og það er alltaf svo gott að vera í sumarbústað. Ég fór meðal annars og sótti um eina vinnu sem ég vona að ég fái og hafi menntun og getu í. Við keyptum svo auðvitað íbúð og ég er með myndir í símanum mínum þar sem það eru ekki myndir af henni að innan á netinu. Myndir að utan má finna á fasteignavef mbl undir Skógarsel. Við keyrðum austur í sól og blíðu og við keyrðum heim í sól og blíðu. Og sáum marga bunka af hreindýrum. Mér finnst það alltaf svo skemmtilegt.
Á morgun er ég svo að fara í afmæli. Lárus litli vinur minn er orðinn tveggja ára...skelfilega er maður orðinn gamall !!!
Ú ég fékk tvö páskaegg...annað með gáfnastrumpi og hitt með vampírustrumpi....þvílík snilld að geta fengið strumpaegg aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2008 | 13:55
Íbúð !!
Ég er á Egilsstöðum. Búin að vera hérna frá því á laugardag. Hér er gott að vera. Enda eins gott...við vorum að skrifa undir bindandi kauptilboð í íbúð í þessum fagra bæ. Svo lengi sem fjármögnunin klikkar ekki. Ætti reyndar ekkert að gera það. Já þegar allt er að fara til fjandans í þessu litla landi þá fer Heiðdís og kaupir sér íbúð...skynsamlegt...ég vona það !
Núna verð ég nefninlega að fá mér myndavél til að allir geti séð hvað ég er að gera fyrir austan !!
Shitt ég er að fara að búa á Egilsstöðum
Meira seinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)