Mini blogg

Ég er að fara austur í viku í sumarbústað. Ég hlakka til. Nenni bara ekki að pakka. Einu sinni fannst mér það gaman...ekki lengur. Fór með Kúst í heimsókn til móður sinnar til að athuga hvort að hann gæti verið í pössun þar. Litla systir var hrifin af honum, mamman hvæst á hann og sló hann utanundir. Leiðindar mamma. Nú þarf fólk að koma hingað í íbúðina mína að gefa honum að borða og knúsa hann soldið. Ágætt að eiga fólk að sem nennir því fyrir mig...wunderful. Búin að blogga í bili.

 

p.s. hvað hefur fólk að segja um myndavélar...einhverjar sem fólk mælir með eða mælir alls ekki með ?? Er bara að meina svona venjulegar digital myndavélar...ekki svona rosa flottar hundraðþúsund króna dæmi með linsum og drasli heldur bara svona litlar og nettar. Er voða hrifin af canon ixus en það er bara af því að ég þekki ekkert annað...any recommendations ??? Please comment Wizard


austur og kústur

Jæja. Ætli það sé ekki alveg að opinberast að við hjónaleysin séum að fara að flytja á/til Egilsstaða (ég segi "á" sem er víst vitlaust og Stefán segir "til" sem er víst alveg hárrétt!). Stefán er búinn að segja upp sinni vinnu og fá smá vinnu fyrir austan og ég þarf að fara að semja uppsagnarbréf sem og sækja um einhver störf fyrir austan. Fjúff þetta er ekkert smá big news. Fyrir mig líka þó að ég hafi vitað þetta áður en ég byrjaði að skrifa þetta. En það er allt í lagi. Ég er búin að vera að melta þetta í þrjá fjóra mánuði núna og ég er ekki frá því að mig langi bara að fara. Mig langar að breyta til í vinnunni og ég veit að ég geri það ekki nema með því að gera eitthvað svona dramatískt. Ég er svo mikið í því að sætta mig bara við þær aðstæður sem eru í gangi. Ekki það að ég láti vaða yfir mig og sætti mig við hvað sem er ef ég er ósátt...ég bara nenni oft ekki að gera neitt í hlutunum Grin En allavega, við erum með hugann fyrir austann. Við erum einmitt að fara þangað núna um helgina í fermingarveislu og smá auka páskafrí. Notum tímann til að skoða íbúðir og eitthvað svoleiðis. Getur verið að það sé ódýrara fyrir okkur að kaupa bara íbúð á Egilsstöðum í staðin fyrir að leigja. Sjáum til sjáum til.

Sem færir mig í áttina að öðrum punkti. Það er kötturinn minn. Voða leiðist mér að fara í burtu og þurfa að gera eitthvað við hann. Fór alveg framhjá mér hvað það ætti eftir að vera mikið vesen. Mér finnst svo leiðinlegt að biðja fólk um að sjá um hann en tími samt engan vegin að borga undir hann kattarhótel. Finnst það eitthvað svo mikið waste of monney ! Ég hef fengið systur mínar til að heimsækja hann einu sinni á dag og svona en mér finnst samt leiðinlegt að biðja um það...og hvað á ég að gera við hann fyrir austan. Oh hann er svo mikið vesen. Ef hann væri ekki svona sætur ....  Þannig ef einhvern langar til að prófa að eiga kött í frá ca.laugardegi til laugardags, endilega hafið samband við mig. Kústur er voða sætur og getur verið alger kelirófa...bara svona þegar honum hentar og eins lengi og hann vill. Getur haft ofanaf fyrir sér heillengi mig gerfimús og boltum...og sérstaklega eyrnapinnum...þeir geta fylgt með í massavís Tounge Matur og salernisaðstaða fylgja Wink


continued

Það er nú ekki aðeins af tómum kvikindisskap sem ég kem ekki með framhaldið af þarsíðustu færslu. Ég var bara að frétta af starfi sem mér finnst áhugavert og hentar vel í mín plön og þar af leiðandi hlítur það að vera to good to be true !! Svo er bara spurning hvar á landinu þetta starf er Wink

Speki

Hjónaband er lífsins háskóli.

(fengið úr páskaeggi...ekki mínu, ég borðaði það ekki !)


Fullkomið

Ef hlutirnir eru to good to be true, þá eru þeir það yfirleitt Woundering

To be continued Wink


Stærðfræði

Ég hef aldrei komið til Ameríku. Hef þó heyrt ýmsar sögur af ofurmatarskömmtum þar í landi og það á spottprís. Það virðist vera einhver hagfræði þar í landi sem hefur ekki náð að festa rótum á íslandi. Nú er ég ekki að tala um hvað allt er ódýrara í ameríkunni heldur þá reglu að því meira sem þú kaupir þeim mun ódýrara verður það! Sko, mamma og pabbi voru að koma heim í vikunni frá Flórída. Ég bað mömmu um að kaupa fyrir mig nokkrar snyrtivörur úti þar sem það er jú svo mikið ódýrara en á íslandi. Ekki málið. Ég bað mömmu meðal annars að kaupa fyrir mig andlitsvatn ("toner"). "Venjuleg" stærð er 200ml. Mamma keypti 400ml af því að það munaði svo litlu á verðinu. Ég er semsagt með risa flösku af toner í skápnum mínum (komst næstum því ekki fyrir í skápnum, ég fæ hálfgerða minnimáttarkennd þegar ég held á flöskunni). Allt í lagi  með það. Ég bað mömmu líka um að kaupa uppáhalds ilmvatnið mitt úti. Ég keypti 50ml flösku af því í ágúst sem er að verða búin. Mamma keypti fyrir mig 100ml flösku í gjafakassa með túpu af sápu og body lotion með sömu lykt, aftur, af því að það munaði svo litlu á verðinu.

Íslendingar virðast ekki hafa fattað þessa lógík alveg. Þ.e. neytendur vita af þessu og finnst það sjálfsagt en verslunareigendur vilja ekki vita af þessu. Það er nefninlega svo merkilegt að í sumum tilfellum er DÝRARA að kaupa í stærri umbúðunum heldur en þeim minni. Stundum munar aðeins á verðinu en þá kannski bara nokkrum krónum þannig að það tekur því ekki að kaupa stærri pakkninguna. Þetta finnst mér alveg merkilegt. Ég man að einhvertíma var ég að skoða cheerios pakka og var að hugsa um að kaupa stærri pakka af því að hann hlyti að vera ódýrari...en nei nei, það var dýrara að kaupa stóra pakkningu heldur en tvær minni. Skil ekki hvernig íslendingar geta reiknað þetta svona vitlaust...engin furða að íslendingar eru alltaf með einkunnir undir meðaltali í stærðfræði á heimsvísu!!! 


Brandari

Af hverju hjólabuxur ættu ALLTAF að vera SVARTAR

Dæmi:

ATT00003

En EKKI RAUÐAR

Dæmi:

ATT00004

LoL


Peysa

Vá ég veit ekkert hvað ég á að skrifa. Er bara orðin leið á að síðasta færslan sé efsta færslan, þó að það sé alltaf gaman að fá svolítið af kommentum, sérstaklega svona jákvæðum Smile En í sambandi við síðustu færslu var ég að lesa grein sem móðir skrifaði um son sinn. Strákurinn er greindur með tourette og foreldrarnir vildu ekki setja hann á lyf við kækjunum. Þau fóru þá að athuga aðrar leiðir til að minnka kækina. Þau gerðu ýmislegt svona "breyttur lífsstíll" dæmi. Klipptu út hvítt hveiti, sykur, ger, msg, sætuefni, asparatam og settu inn lífrænar vörur og ýmis bætiefni eins og omega fitusýrur, mjólkursýrugerla og þannig. Soldið öfgakennt auðvitað en virðist hafa svínvirkað fyrir strákinn. Nánast hætti kippunum. Foreldrarnir verða varir við að þegar hann fer í afmæli eða "sukkar" með pizzu, pulsum, kóki og svoleiðis þá aukast kækirnir. Interesting...kannski að maður nenni þessu einhvertíma Wink. Er allavega byrjuð að taka mjólkursýrugerla, tengist þessu reyndar ekki en gaman ef það hefur líka áhrif.

Að öðru...er að prjóna peysu. En bara litla peysu (nei ég er ekki að reyna að segja neinum neitt). Það er skemmtilegra að prjóna litlar flíkur þar sem maður er fljótari að klára þær. Mjög gott fyrir óþolinmótt fólk eins og mig. Mig langar reyndar að kaupa mér lopa blað sem ég er búin að sjá og prjóna tvær peysur á mig. Það verður því nóg að gera hjá mér á næstunni. Datt aftur í hanyrðafílinginn á stúdentamóti þó að ég hafi ekki verið með neitt með mér þá. Gaman að þessu, þangað til ég dett úr hanyrðafílingnum aftur. Gerist reglulega.  Peysan sem ég er að gera núna er með hettu...hef aldrei gert svoleiðis áður. Spennandi að sjá hvort að mér takist að klára þessa peysu án þess að fá mömmu til að hjálpa mér. Það er allavega takmarkið Grin

Stefán Bogi er alltaf að reyna að flytja mig austur á egilsstaði. Bara spurning hvað ég ætti að gera af mér þar. Stefán segir að ég geti gert það sem mig langar til. Verst að ég veit ekkert hvað mig langar til. Á við krónískt áhugaleysi að stríða. Það er frekar leiðinlegt að hafa ekkert sem mann virkilega langar að gera. Frekar dull. Stefán spurði mig hvort að ég vildi verða deildarstjóri í verslun. Verslunin er Kaupfélag Héraðsbúa. Umm...nei. That ship has sailed. 7 ár í nóa var nóg í matvælaverlsunarbissnessinum. Til í margt annað en það. En hvað ... veit ekki. Hugmyndir vel þegnar Woundering


Johns NOT mad !

Ég horfði á myndi í gær sem ég tók á laugarásvídjó. Hún heitir Johns not mad. BBC heimildarmynd frá 1989 um 16 ára strák með tourette. Vá hvað mér leið illa við að horfa á hann. Hann var víst með "full blown tourette". Veit ekki hvaða kríteríu maður þarf að fylla til að flokkast þannig. Hann var semsagt með nokkra svona líkams og andlits kæki en svo var hann líka með corpolaliu en það er þegar maður öskrar orð án þess að ráða við það. Yfirleitt dónaleg orð eða orð sem maður veit að sjokkera fólk og fólki finnst kannski óþægilegt að heyra. John sagði mikið "fuck" og " fuck of". Kallaði svo líka mömmu sína druslu og kennarann sinn fávita þegar hann ruglaðist aðeins. Vá hvað maður sá hvað honum leið illa. Getur einhver ímyndað sér hvernig það er til dæmis að kalla mömmu sína öllum illum nöfnum, oft kynferðislegum, og ráða hreinlega ekkert við það. Held ekki. En vá hvað ég þekki þessa tilfinningun að gera eitthvað sem manni sjálfum (og öllum öðrum) finnst alveg fáránlegt að gera og vildi ekkert frekar en að gera það ekki, en maður ræður bara ekkert við það. Gefa frá sér einhver fáránleg hljóð, gretta sig eins og smákrakki og berja sjálfan sig í síðurnar eins og kjúklingur. Þetta er náttúrulega alveg fáránlegur sjúkdómur. Hverjum datt þetta eiginlega í hug ??

Það sem var nú eiginlega verra fyrir þennan dreng var að hann var farinn að hrækja á allt og ekkert, oftast þó fólk! Maturinn á borðinu hjá fjölskyldunni þurfti að vera með plasthjálmi ofaná til þess að hann hrækti ekki á matinn. Foreldrar hans skildu svo á endanum af því að pabbinn var ekki að höndla ástandið á stráknum. Mamman sagði að hann hefði kannski ekki verið svo góður partner til að byrja með en samt. Hvernig kennir maður sjálfun sér samt ekki um þetta !!

Svo var auka mynd á disknum þar sem var talað við John aftur þegar hann var 29 ára. Honum gekk ágætlega að vera til. Vann samt ekki þá vinnu sem hann hefði kannski kosið sér og var ekki í sambandi. Frekar erfitt að spjalla við ókunnuga konu þegar maður öskrar skyndilega á hana "sex".

Fyrst fékk þessi mynd mig til að líða ömurlega þar sem drengurinn var fáránlegur að horfa á ! Ég vorkenndi honum voða mikið og mér svo líka. Ömurlegi sjúkdómur. Svo fór ég að hugsa um fólkið í kringum mig. Og þá varð ég voða þakklát. Ég á fjölskyldu sem hefur þurft að lifa við þetta með mér og þurft að umburðarlynt gagnvarnt því sem ég geri og tek uppá sem er vegna syndromsins, ýmsar aukaverkanir sem ég hef verið að gera mér grein fyrir í gegnum árin. Og svo vinirnir mínir sem hafa einnig leitt þetta hjá sér að mestu, sem og kærastinn minn. Bjóst nú eiginlega ekkert frekar við því að einhver nennti að vera með mér með þessa leiðindar kæki. Veit ekki hvort að ég myndi nenna að búa og lifa með einhverjum með tourette, veit hreinlega ekki hvort að ég hefði umburðarlyndið til þess. Fólk segir nú að það hætti að taka eftir þessu eftir einhvern tíma. Ég trúi því nú ekki alveg en það er kannski frekar vegna þess að ég hætti sjálf aldrei að taka eftir þessu. Veitur ekki. Skil ekki alveg hvernig er ekki hægt að taka eftir þessu. Ég hef alveg séð mig á vidjó. Sem er ástæðan fyrir því að ég vil ekki sjá mig á vídjó. Mér finnst betra að halda í "illusionið" ég sé bara "normal".  

Held að ég taki ekki fleiri heimildarmyndir á næstunn WinkTounge


Litli jeppinn

Ég festi bílinn minn aftur í morgun. Það var ekki jafn gaman og í gær. Núna var allt svo blautt og kallt og eitthvað púkó. Og ég þurfti að vekja Stefán AFTUR. Það tók hann aðeins lengri tíma að velta sér framúr rúminu í dag miðað við í gær Tounge . Í gær var ég samt ekki fyrir neinum. Núna var ég fyrir hjónum sem voru greinilega að verða sein í vinnuna. Þau stoppuðu bílinn fyrir framan minn, biðu í bílnum í nokkrar mínútur og spurðu svo hvort ég væri föst. Ég sagði "já" en langaði að segja "nei mér finnst bara svo gaman að tefja annað fólk svona í morgunsárið!". Með þeirra aðstoð og Stefáns ýttu þau mér svo yfir litla hjallann sem ég komst ekki yfir. Ljómandi. Ég er samt búin að komast að því að bíllinn minn er ömurlegur snjóbíll. Mér finnst hann bara vera stór og feitur og kraftlaus. Frekar vil ég vera á litla gamla polonum mínum. Hann komst allt í snjónum (held reyndar að það hafi aldrei komið SVONA mikill snjór meðan ég átti hann en...). Lítill, léttur og nægilega kraftmikill. Litli jeppinn minn Wink

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband